Samtíðin - 01.12.1962, Qupperneq 22
14
SAMTÍÐIN
€lt)b preAÍeíf svarar
MtníijkuApumwqutn
HOLLYWOOD-blaSiS Motion Picture
átti nýlega eftirfarandi samtal viS Elvis
Presley:
„Hve margir Elvis-klúbbar eru nú starf-
andi í heiminum?“
„Ég veit þaS ekki meS vissu, en mér
er sagt, aS þeir séu um 3000.“
„Hverja af plötunum þínum meturðu
mest?“
„Hiklaust „Nú eSa aldrei,“ því ég átti
sjálfur hugmyndina aS þvi aS láta gera
þessa sérstöku raddsetningu yfir „0 Sole
Mio“
„Hve lengi heldurðu, að vinsældir þínar
haldist?“
„ÞaS hef ég enga hugmynd um, en
ég nýt vinsældanna og vona, aS þær
haldist.“
„Saknarðu móður þinnar?“
„Ef ég ætti mér ósk, mundi ég óska
þess aS fá aS tala viS mömmu. SíSan ég
missti liana, dreymir mig hana oft. Hún
er þá alltaf glöS og brosleit, og draum-
arnir eru svo eSlilegir, aS ég rennsvitna,
þegar ég vakna.“
„Hefurðu nokkurn tíma lent í lífs-
háska?“
„Já, tvisvar. í fyrra skiptiS 1956. Þá
lentum viS i bílslysi. Ég sat sofandi í
framsætinu og meiddist ekkert, af því
ég var alveg máttlaus. I hitt skiptiS lenti
ég í minna háttar flugslysi. SíSan ferS-
ast ég alltaf meS járnbrautarlestum!"
„Hvort geðjast þér betur að máluðum
eða ómáluðum stúlkum? Hvort viltu
heldur, að þær séu í kjól eða buxum?
Viltu hafa þær stuttklipptar eða með sítt
hár?“
„ÞaS fer allt eftir stúlkunum sjálfum.
Sumar þurfa aS mála sig, aSrar ekki. Ég
kann nú hezt viS, aS stúlkur séu í kjól.
En þaS fer líka eftir stúlkunum, hvort
þeim fer vel aS vera meS sítt hár eSa
stuttklipptum.“
„Finnst þér þú nokkurn tíma vera ein-
mana?“
„Stundum, þegar ég er í margmenni,
finnst mér ég skyndilega gripinn ein-
manakennd, án þess aS ég geti gert mér
grein fyrir, af hverju þaS stafar. Þetta
gerist sjaldan fyrri hluta dags, en þegar
á daginn líSur, verS ég oft gripinn þess-
ari einmanakennd.“