Fréttablaðið - 05.01.2010, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 5. janúar 2010 11
DÚBAÍ, AP Mikið var um dýrðir
þegar hæsta bygging heims var
vígð í Dúbaí í gær, á fjárhagsleg-
um erfiðleikatímum sem eru þeir
verstu í sögu furstadæmisins.
Við vígsluathöfnina var skýrt frá
því að hæð turnsins er 828 metrar,
en henni hafði verið haldið leyndri
fram á síðustu stundu. Jafnframt
var skýrt frá því að turninn hefði
fengið nafni Burj Khalifa til heið-
urs forseta Sameinuðu arabísku
furstadæmanna, Sheikh Khalifa
bin Zayed Al Nahyan.
Turninn, sem hefur verið í
smíðum síðan 2004, státar af 206
hæðum, fjórum sundlaugum, nokkr-
um verslunarmiðstöðvum og útsýn-
ispalli á 124. hæð. Hann er ekki
aðeins stór í sniðum heldur sann-
kölluð glæsibygging þar sem hvergi
er sparað. Sextán neðstu hæðirnar
eru teknar undir hótel sem tísku-
kóngurinn Giorgio Armani hefur
hannað. Þar fyrir ofan eru íbúðir,
skrifstofur og önnur aðstaða fyrir
fyrirtæki af ýmsu tagi.
Smíðin hefur kostað 500 millj-
arða króna.
Dúbaí er eitt hinna sjö borg-
ríkja í Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum. Fyrir mannsaldri var
Dúbaí lítið meira en sjávarþorp en
hefur bólgnað út á síðustu tveim-
ur áratugum. Fyrir jólin riðaði
hins vegar fjármálakerfi lands-
ins til falls þegar stærsta fyrir-
tæki þess, Dubai World, komst í
greiðsluþrot.
Þúsundir manna mættu til
vígsluathafnarinnar í gær og
fengu að skoða herlegheitin, sem
Dúbaímenn hafa kallað „lóðrétta
borg“.
Dúbaímenn eiga einnig metið
þegar spurt er um stærstu bygg-
ingu heims að fermetratali, sem er
flugstöðvarbygging 3 við alþjóða-
flugvöllinn í Dúbaí.
Stærsta bygging heims að rúm-
máli er hins vegar Boeing-verk-
smiðjan í Everett í Washington-
ríki Bandaríkjanna.
gudsteinn@frettabladid.is
Hæsta bygging heims vígð
Smíði Dúbaíturnsins, Burj Khalifa, hefur kostað
500 milljarða króna. Hann er 828 metra hár og
þar með hæsta bygging heims.
Turnspíra
Sést úr
95 km
fjarlægð
Skrifstofur
700
íbúðir
Armani
hótel
124 hæð
Útsýnispallur
54 lyftur
á 10m/s
hámarks-
hraða
Kælikerfið
getur
framleitt
12.750
tonn af ís
daglega
Byggingargerð
Þverspennu-
veggir
Kjarni
Klæðning: 24.348 plötur á 132.190 fm
veggfleti, þar á meðal 103 þúsund fm af
tvöföldu „njósnagleri“ og 15.500 fm af stáli.
Rörhýsi: Risarör með 125 þús-
und opum – stutt af ypsilonlaga
þverspennustöplum sem vefjast í
spíral upp eftir turninum. Byggingin
er tengd saman með sexhyrndum
kjarna, sem kemur í veg fyrir að
snúist upp á hana í hvassviðri.
Hæstu byggingar heims
442m 451,9m 509,2m
1973
Willis (Sears) Turninn
Chicago
1998
Petronas-turnarnir
Malasía
2004
Taípei 101
Taívan
Undirstöður: 192 súlur ná 50 metra niður í jörðina og í 10.000 tonna grunnplötuna
þurfti 45 þúsund rúmmetra af steinsteypu.
Heimildir: Emaar Properties, Openshaw Properties, Skidmore, Owings og Merrill © Graphic news
Bjartsýnisturn vígður í gær
Hæsta bygging heims er risin í Dúbaí. Mikið var um dýrðir þegar nýi turninn var vígður í gær og virðast
ráðamenn í Dúbaí vonast til þess að hann dragi athyglina frá fjárhagserfiðleikum furstadæmisins.
Á ÚTSÝNISHÆÐINNI
Þarna sést yfir Persa-
flóann og borgríki
Sameinuðu arabísku
furstadæmanna á
Arabíuskaga.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/A
FP
VIÐSKIPTI Verð á sementi frá Sem-
entsverksmiðjunni hækkaði í gær
um átta prósent. Samkvæmt til-
kynningu frá Sementsverksmiðj-
unni má rekja ástæður hækk-
unarinnar til skattahækkana og
mikilla verðhækkana á erlendum
aðföngum.
Í tilkynningunni kemur fram
að þrátt fyrir óhagstæða geng-
isþróun og mikinn samdrátt á
byggingamarkaði hafi tekist að
halda sementsverði óbreyttu
fram eftir nýliðnu ári, en það
gangi ekki lengur. Þá hafi nýsam-
þykktar auknar álögur ríkisins
hækkað innlend aðföng um fimm
prósentustig. - bj
Verðhækkun á sementi:
Hærri skattar
hækka verðið
STEYPA Átta prósenta verðhækkun á
sementi var óumflýjanleg að mati for-
svarsmanna Sementsverksmiðjunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
STJÓRNSÝSLA
Hellen Magnea skipuð
Mennta- og menningarmálaráðherra
hefur skipað Hellen Magneu Gunn-
arsdóttur í embætti skrifstofustjóra
á skrifstofu vísinda og háskóla. Hún
var áður settur skrifstofustjóri sömu
skrifstofu. Tuttugu og sex sóttu um.
800 7000 • siminn.is Það er Sjónvarp
Sex vinir alveg óháð kerfi
Bestu vinir þínir eru bestu vinir þínir og Síminn elskar
alla jafnt. Í Sex vinir óháð kerfi hjá Símanum velurðu
þér sex vini hjá hvaða farsímafyrirtæki sem er og
sendir þeim SMS eða hringir í þá fyrir núll krónur.*
Skráðu þína sex vini á siminn.is, í næstu verslun
Símans eða í síma 800 7000.
Sími
Internet
* Mánaðarverð 1.990 kr. og upphafsgjald 5,90 kr. Þú hringir og sendir SMS á vini þína fyrir 0 kr., 1.000 mín. / 500 SMS á mánuði.
Hengjum okkur ekki í smáatriði!Vinátta – alvegóháð kerfi.