Fréttablaðið - 05.01.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 05.01.2010, Síða 12
12 5. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Níu bréf forseta Íslands til þjóðhöfðingja og æðstu manna ríkja sem enn eru í embætti Skrifstofa forseta með- höndlar bréf forseta Íslands til krónprins Serbíu sem bréf til þjóðhöfðingja eða æðsta forsvarsmanns ríkis. Ísland viðurkennir ekki tilkall krónprinsins til ríkis í Serbíu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál á eftir að fjalla um afhendingu nokkurra bréfa sem rann- sóknarnefnd Alþingis fékk frá forseta. Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál hefur ekki tekið afstöðu til kæru frá blaðamanni Fréttablaðs- ins vegna níu af sautján bréfum, sem rannsóknarnefnd Alþingis fékk afhent frá forseta Íslands, vegna rannsóknar hennar á orsök- um bankahrunsins. Forsetaskrif- stofan lítur svo á að „öll þessi bréf séu til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti“ og því sé ekki rétt að gera þau opinber. Blaðamaður Fréttablaðsins hefur mótmælt því við úrskurðar- nefnd að meðal þeirra bréfa sem forsetaskrifstofan flokkar með þessum hætti sé bréf til Alexand- ers krónprins, elsta sonar Júgó- slavíukonungs, sem steypt var af stóli árið 1945. Í lýðveldinu Serbíu, sem Ísland viðurkennir, hafi Alexander hvorki stöðu sem er sambærileg við þjóðhöfðingja né æðstu menn í Serbíu, eins og haldið er fram af hálfu forseta- skrifstofu. 5. október síðastliðinn sagði Fréttablaðið frá því að rannsóknar- nefnd Alþingis hefði fengið afhent afrit sautján bréfa sem forseti Íslands skrifaði erlendum áhrifa- mönnum í þágu umsvifa íslenskra fjármálastofnana erlendis. Þar kom fram að forsetaskrif- stofa hafði brugðist við ósk nefnd- arinnar um bréf send í þágu íslenskra fjármálafyrirtækja með því að láta nefndinni bréfin sautj- án í té. Rannsóknarnefndin hefur lýst því yfir með bréfi að það torveldi ekki rannsókn hennar að gera efni bréfanna sautján opinber. Forseta- embættið synjaði þó ósk blaða- manns um að fá bréfin afhent og var málinu þá skotið til úrskurð- arnefndar um upplýsingamál 12. október. Forsetaembættið birti síðan átta af bréfunum sautján á vef sínum 26. október en sagði að hin níu yrðu ekki gerð opinber þar sem þau væru öll skrifuð „til þjóðhöfð- ingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti“. Listi yfir bréfin, sem ekki hafa fengist afhent, er birtur hér til hliðar. Meðal þeirra er bréf sem forseti Íslands ritaði 10. janúar 2005 til Alexanders og Katrín- ar, krónprins og krónprinsessu af Serbíu. Blaðamaður Fréttablaðsins hefur áréttað við úrskurðarnefnd ósk um að fá afrit af bréfunum níu. Því er þó mótmælt sérstaklega að litið sé á bréfaskipti forsetans við krónprinsinn og krónprinsess- una sem bréfaskipti við þjóðhöfð- ingja og aðra æðstu menn ríkja sem enn eru í embætti. Í því sam- bandi vakti blaðamaður athygli nefndarinnar á því að Íslending- ar viðurkenni lýðveldið Ser- bíu þar sem forseti er Boris Tadic. Íslensk stjórnvöld hafi hins vegar ekki stutt tilkall það sem Alexander krónprins gerir til ríkis en hann vill end- urreisa konungdæmi í Serbíu. Alexander er sonur Péturs II. konungs Júgóslavíu, sem kommúnistar steyptu af stóli árið 1945, samkvæmt því sem fram kemur á Wikipediu. Um bréfaskipti forseta við Alexander geti því ekki gilt sömu sjónarmið og um bréfa- skipti við þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmenn þeirra ríkja, sem Íslendingar viðurkenna. Í bréfi til úrskurðarnefndar- innar, sem Örnólfur Thorsson, ritar úrskurðarnefnd um upplýs- ingamál 1. desember síðastliðinn, en barst blaðamanni með bréfi frá úrskurðarnefnd 30. desem- ber, verður forsetaritari við ósk nefndarinnar um að upplýsa nefndina um stöðu Alexanders og Katrínar. Nefndin beindi því til forseta- embættisins hvort bréfaskipti við Alexander og Katrínu gætu fallið undir þá undanþágugrein 6. greinar upplýsingalaga þar sem heimilað er að undanþiggja opinber gögn upplýsingarétti þegar um er að ræða samskipti íslenskra stjórnvalda við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Umfjöllun í bréfi forsetarit- ara um þetta atriði er birt orð- rétt hér til hliðar en þar segir meðal annars að Alexander sé réttur ríkisarfi í augum margra núlifandi Serba og hafi gegnt mikilvægu hlutverki í landinu og skipað sér sess í forystusveit þess með ótví- ræðum hætti „enda þótt sú skipan kunni að virðast óvenju- leg sé litið til stjórnkerfa í öðrum ríkjum Evrópu“. Samband Alex- anders krónprins við ráðamenn Serbíu og þjóðina dragi þó dám af sambærilegum tengslum í konungsríkjum Evrópu Að auki staðfestir forsetarit- ari í bréfinu til úrskurðarnefndar um að Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, hafi 2. október lýst því yfir í bréfi að ekki sé ástæða til að ætla að það skaði rannsókn nefndarinnar að veita aðgang að bréfunum. Rann- sóknarnefndin taki þó ekki afstöðu til þess hvort forseta sé það skylt, samkvæmt upplýsingalögum. For- setaritari vísar til þess að það sé ekki hlutverk rannsóknarnefndar Alþingis „að kveða upp úrskurði um það hvort bréf forseta Íslands til þjóðhöfðingja eða æðstu for- svarsmanna ríkja sem enn eru í embætti eru gerð opinber“. For- setaritari tekur fram að bréfin tengist að mjög litlu leyti starf- semi banka eða fjármálafyrir- tækja. Til dæmis séu „einung- is örfáar línur sem varða þau efni í tveimur fimm og sex síðna löngum bréfum forseta Íslands til Hu Jintao forseta Kína, dags. 20. júlí 2005 og 1. ágúst 2007“. Blaðamaður Fréttablaðsins sendi 30. desember úrskurð- arnefnd um upplýsingamál umbeðin viðbrögð við bréfi for- setaritara. Með því sé staðfest að Alexander hafi ekki stöðu þjóðhöfðingja. Ekkert bendi til að Alexander gegni lögbundnu hlutverki í stjórnskipun eða stjórnsýslu lýðveldisins Serbíu eða að staða hans réttlæti að hann sé flokkaður meðal „æðstu for- svarsmanna ríkja sem enn eru í embætti“. Einnig staðhæfir blaða- maður að svar forsetaritara hafi þá þýðingu eina fyrir afgreiðslu málsins að vekja athygli á því að forsetaskrifstofan geti ekki fært boðleg stjórnsýslurök fyrir því að bréf forseta Íslands til Alexanders krónprins skuli undanþegið upp- lýsingarétti. Er prins einn æðstu manna Serbíu? „Alexander krónprins er tvímælalaust meðal æðstu forsvarsmanna Serbíu að dómi stjórnvalda landsins, serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og verulegs hluta þjóðar- innar. Hann er réttur ríkisarfi landsins í augum margra núlif- andi Serba, sonur Péturs II sem síðastur ríkti sem konungur Serbíu en var vikið frá þegar kommúnistar komust til valda. Eftir hrun kommúnismans hefur mikil óvissa einkennt stjórnkerfi Serbíu og veruleg átök verið í landinu sem og við alþjóðasamfélagið eins og deilurnar við og um Slobodan Milosevic, fyrrum leiðtoga landsins, eru til vitnis um. Á því tímabili hefur Alexander krónprins gegnt mikilvægu hlut- verki og skipað sess í forystusveit landsins með ótvíræðum hætti enda þótt sú skipan kunni að virðast óvenjuleg sé litið til stjórnkerfa í öðrum ríkjum Evrópu. Alexander krónprins sneri heim úr útlegð í boði stjórn- valda sem afhentu honum til búsetu og eignar konungs- höllina í miðborg Belgrad þar sem Tító bjó meðan hann ríkti í Júgóslavíu. Stjórnvöld hafa einnig styrkt krónprinsinn til margvíslegrar starfsemi og átt við hann víðtækt samstarf. Þannig studdi til dæmis Zoran Dindiz forsætisráðherra, sem síðar var myrtur, að konungdæmi yrði endurvakið í landinu og serbneska rétttrúnaðarkirkjan hefur og lýst stuðningi við það. Serbía er lýðveldi og þjóðhöfðingi landsins er Boris Tadic. Þrátt fyrir það er ljóst að samband Alexanders krónprins við ráðamenn Serbíu og þjóðina dregur, með stuðningi stjórn- valda, dám af sambærilegum tengslum í konungsríkjum Evrópu. Alexander ferðast til dæmis ásamt krónprinsess- unni um landið, heimsækir byggðarlög og stofnanir, tekur þátt í mannfundum, málþingum og minningarathöfnum líkt og konungbornir þjóðhöfðingjar gera annars staðar. Mörg ágæt dæmi um slíkt má finna á heimasíðu Alexanders krónprins, til dæmis í dagskrá fyrir nýliðinn nóvember- mánuð. Þessum þáttum kynntist forseti Íslands líka vel af eigin raun í heimsókn sinni til Belgrad þegar margir helstu ráðamenn landsins, meðal annars forseti, ráðherrar og aðrir komu ásamt fulltrúum samtaka, atvinnugreina og stofnana til heiðursmóttöku sem Alexander bauð til í konungshöll- inni. Einnig kom þetta skýrt fram á fundum forseta Íslands með ráðamönnum landsins.“ […] „Það er ekki hlutverk rannsóknarnefndar Alþingis að kveða upp úrskurði um það hvort bréf forseta Íslands til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti eru gerð opinber. Má í því sambandi ítreka að innihald þeirra bréfa sem hér um ræðir tengist að mjög litlu leyti starfsemi banka eða fjármálafyrirtækja heldur varðar meginefni þeirra fjölmarga aðra þætti í samskiptum Íslands við viðkomandi ríki eins og tekið er fram í ítarlegri greinargerð skrifstofu forseta til úrskurðarnefndarinnar sem dagsett var 23. október síðastliðinn. Til dæmis eru einungis örfáar línur sem varða þau efni í tveimur fimm og sex síðna löngum bréfum forseta Íslands til Hu Jintao forseta Kína, dags. 20. júlí 2005 og 1. ágúst 2007.“ ÚR BRÉFI FORSETARITARA TIL ÚRSKURÐAR- NEFNDAR UM UPPLÝSINGAMÁL Bréfin sautján sem rannsóknarnefnd Alþingis fékk afhent frá forsetaembættinu: Feitletruð eru þau bréf, sem ekki hafa verið afhent á þeim forsendum að þau séu send þjóðhöfðingjum eða öðrum æðstu forsvarsmönnum ríkja. ■ Til Alexanders krónprins og Katrínar krónprinsessu í Serbíu, dagsett 10. janúar 2005. ■ Til Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu, dagsett 29. september 2005. ■ Til Hu Jintao, forseta Kína, dagsett 20. júlí 2005. ■ Til Nursultans A. Nasarbajev, forseta Kasakstans, dagsett 12. janúar 2006. ■ Til Hu Jintao, forseta Kína, dagsett 1. ágúst 2007. ■ Til Wens Jiabao, forsætisráðherra Kína, dagsett 1. ágúst 2007. ■ Til Hamads Bin Khalifa Al Thani, emírs af Katar, dag- sett 4. febrúar 2008. ■ Til Mohammeds Bin Zayed Al Nahyan, krónprins Abu Dhabi, dagsett 23. apríl 2008. ■ Til Hamads Bin Khalifa Al Thani, emírs af Katar, dag- sett 22. maí 2008. ■ Til Jiang Zemin, forseta Kína, dagsett 14. ágúst l998. ■ Til Björgólfs Thors Björgólfssonar, dagsett 11. júlí, 2002. ■ Til Williams Jefferson Clinton, fyrrverandi forseta Banda- ríkjanna, dagsett, 21. október 2004. ■ Til Lisu Murkowski, öldungadeildarþingmanns frá Alaska, dagsett 28. nóvember 2005. ■ Til Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, dag- sett 8. janúar 2007. ■ Til Shri Palaniappan Chidambaram, fjármálaráðherra Indlands, dagsett 22. júní 2007. ■ Til Mani Shankar Ayiar, ráðherra íþrótta- og æskulýðs- mála á Indlandi, dagsett 18. febrúar 2008. ■ Til Leons Black, forstjóra Apollo, dagsett 4. maí 2008. BRÉFIN SAUTJÁN FRÉTTASKÝRING PÉTUR GUNNARSSON peturg@frettabladid.is Faxafeni 12 (2. hæð), 108 Reykjavík LAGERSALA 5. - 12. janúar K ra kk a úl pu r 4 .0 0 0 k r. Fu llo rð in s flí s 4 .0 0 0 - 6 .0 0 0 k r. Ú ti ga lla r 8 .0 0 0 k r. Fu llo rð in s bu xu r 3 .0 0 0 k r. K ra kk a he tt up ey sa 3 .5 0 0 k r. LAGERSALA Opnunartímar Faxafen: Mán til fös: 9-18 Lau: 10-16 Sun: 12-16 50-75% afsláttur K ra kk a flí sp ey sa 2 .0 0 0 k r. Einnig buxur 1.500 kr Glerárgötu 32, 600 Akureyri Glerártorg: Mán til fös: 10-18 Lau: 11-16

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.