Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.01.2010, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 05.01.2010, Qupperneq 14
á skattlagni Breytingar Breytingar á árinu 2010 Af fjárhæð umfram 650.000 kr. .................................................. 46,12% Frá reiknuðum skatti dregst persónuafsláttur, sem er 44.205 kr. Sjómannaafsláttur er óbreyttur, 987 kr. á dag, á árinu 2010. Laun frá fleiri en einum launagreiðanda Þeir sem hafa laun frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að passa að rétt hlutfall sé notað við útreikning á staðgreiðslu. Fari laun yfir 200.000 kr. hjá einum launagreiðanda þarf að reikna 40,12% staðgreiðslu af launum hjá öðrum launagreiðendum, eða eftir atvikum 46,12%. Nánari upplýsingar um þetta er að finna á www.rsk.is. Endurreikningur við álagningu Ef annað hjóna/samskattaðra er með tekjur í efsta þrepi en hitt ekki, er gerð leiðrétting til lækkunar við álagningu, í fyrsta skipti 2011. Ekki þarf að sækja um leiðréttingu, hún er gerð þegar skattframtal er afgreitt. Sjá nánar á www.rsk.is um færslu milli þrepa, umsókn um endurgreiðslu og fleira. Tryggingagjald Tryggingagjald verður 8,65%, frá 1. janúar 2010. Fjármagnstekjuskattur Frá 1. janúar 2010 verður skattur á fjármagnstekjur 18%. Virðisaukaskattur Álagning opinberra gjalda 2010

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.