Fréttablaðið - 05.01.2010, Qupperneq 18
5. janúar 2010 ÞRIÐJU-
DAGUR
2
Hlaupanámskeið
hlaup.is fara af stað
á ný í byrjun febrúar.
Mikilvægt er að þekkja
grundvallaratriði þess
hvernig standa á að
betri hlaupaþjálfun til
að hún verði ánægju-
leg.
www.hlaup.is
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Nýtt námskeið hefst
14.janúar 2010
Skráning í síma 5813730 og á jsb@jsb.is
Í boði er spennandi og krefjandi 10 vikna JAZZDANS
og PÚL námskeið fyrir þá sem elska að dansa og
hafa áhuga á að koma sér í form.
• Kennt er í lokuðum hópum
• Tímar fyrir byrjendur og lengra komna
• Ýmsir dansstílar kynntir s.s.
Musical – Lyrical - Modern.
• Kennarar eru Irma Gunnarsdóttir
og Þórdís Schram
Námskeið hefst 14.janúar !
Skráning í síma 5813730 og á jsb@jsb.is
Tímar eru 2 x í viku, frjáls aðgangur að tækjasal
meðan á námskeiði stendur.
Dansstudio 1: Byrjendur, mánudaga kl.19:45, sal 1
og fimmtudaga 19:30, sal 2.
Dansstudio 2: Framhald, mánudaga kl. 20:45, sal 1
og fimmtudaga kl.20:30, sal 2.
Verð: 24.900 kr.
Danslistarskóli JSB
er samstarfsaðili að
Frístundakorti
Reykjavíkurborgar.
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Nýtt!
STUDIOKORT er árskort sem gildir á öll
dansnámskeið í Dansstudioi JSB.
Kortið veitir einnig frjálsan aðgang að
tækjasal JSB.
Verð: 56.900 kr.
¨
www.jsb.is
Innritun hafin! Sími 581 3730
ansararD
Þjálfari klappstýruhópsins í Vík
er Harpa Jónsdóttir en hún segir
að upphafið megi rekja til dótt-
ur sinnar, Þórhildar Steinunnar.
„Hún hefur haft áhuga á þessu
frá því hún var pínulítil. Hún
fékk klappstýrubúning frá Kans-
as þegar hún var sjö ára, átti hann
og elskaði þangað til hann nán-
ast sprakk utan af henni,“ segir
Harpa en telur þó hluta áhugans
mega rekja til bandarískra bíó-
mynda. Síðan var það á haust-
markaði í tengslum við Regnboga-
hátíðina í Vík síðastliðið haust að
þær mæðgur rákust á dúska til
sölu. „Við keyptum þá fimm pör af
risastórum dúskum og ákváðum
að taka næsta skref,“ segir hún
en Harpa reyndi þá að fá íþrótta-
kennara staðarins til að taka að
sér klappstýruþjálfunina en þeir
voru ekki spenntir fyrir verkefn-
inu. „Þá var þetta bara spurning
um að bjarga sér,“ segir Harpa
glaðlega. Hún segist ekki mikil
íþróttamanneskja þótt hún hafi
í eina tíð stundað fimleika. Hún
fékk því til liðs við sig Magdalenu
Katrínu Sveinsdóttur, fimmtán
ára frjálsíþróttastelpu.
Þær Harpa og Magdalena
þekktu lítið til klappstýruíþróttar-
innar og hafa því verið duglegar
að viða að sér þekkingu í gegnum
Netið. „Þar er að finna upplýsing-
ar, leiðbeiningar, myndbönd og
texta. Svo er ég með bók í pönt-
un sem heitir The Ultimate Cheer-
leading Guide,“ segir Harpa og
hlær. Síðan hafa þær til hliðsjón-
ar bækur um teygjur og passa sig
á því að gera ekkert hættulegt.
Klappstýrurnar í Vík eru tíu
talsins á aldrinum níu til þrett-
án ára. Þær hafa aðstöðu í íþótta-
húsi bæjarins tvisvar í viku enda
æfa þær undir væng ungmenna-
félagsins.
Harpa segir stelpurnar standa
sig ótrúlega vel miðað við að hafa
einungis æft í tvo mánuði. Þá veit
hún ekki betur en að liðið sé það
eina á landinu. „Þeir hjá ÍSÍ vita
allavega ekki um neinn annan,“
segir hún en vonar að fleiri muni
taka við sér á næstunni.
Og hvert er framhaldið? Við
munum halda áfram að æfa, gera
fleiri turna og læra fleiri rútínur.
Það er nú þegar búið að panta þær
á leik á Selfossi næsta sumar,“
segir Harpa glöð í bragði. Hún
bætir við að ekkert lið æfi í Vík
en upp hafi komið sú hugmynd að
hóa saman körfuboltaliði svo að
klappstýrurnar geti hvatt lið sitt
í heimabyggð. - sg
Einu klappstýrur
landsins í Vík
Klappstýruíþróttin hefur ekki notið mikilla vinsælda hér á landi og
því merkilegt til þess að vita að jafn fámennur bær og Vík í Mýrdal
hefur yfir að ráða tíu stúlkna klappstýruhópi sem æfir tvisvar í viku.
Harpa Jónsdóttir klappar fyrir stelpunum sínum og meðþjálfara Magdalenu Katrínu
Sveinsdóttur á jólasýningu hópsins í íþróttahúsinu í Vík. MYND/ÞÓRIR N. KARLSSON
Klappstýrurnar héldu jólasýningu í íþróttahúsinu og gekk hún að sögn Hörpu mjög
vel. MYND/ÞÓRIR N. KARLSSON
HIV-SÝKINGUM meðal fíkniefnaneytenda hefur fjölgað samkvæmt Farsótt-
arfréttum. Af þeim þrettán sem greindust með HIV-sýkingu 2009 eru fimm með
sögu um fíkniefnaneyslu með sprautunotkun í æð eða tæp 40 prósent þeirra
sem greinst hafa. Þetta er mun hærra hlutfall en verið hefur síðustu ár.