Fréttablaðið - 05.01.2010, Qupperneq 22
5. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa
Hallgerður Kata Óðinsdóttir
fer í lengri og styttri göngu-
ferðir með litríkum hópi hunda
og manna.
Hallgerður Kata, sem ávallt er
kölluð Kata, á hundinn Móra af
tegundinni australian shepard, og
hefur um nokkurt skeið stundað
hundafimi með hann. „Gönguhóp-
urinn var síðan stofnaður í kring-
um hundafimina til að við sem
hana stundum gætum gert meira
saman,“ segir Kata enda segir
hún fólkið í hópnum skemmtilegt
auk þess sem áhugamálið tengi
þau saman. „Nýlega opnuðum við
þó hópinn þannig að fleiri gætu
komið með okkur þótt þeir æfðu
ekki,“ segir hún.
Það er því nokkuð stór hópur
hundaeigenda og hunda sem töltir
vikulega um fjöll og grundir. Kata
segir fjölda þeirra sem fari í göng-
urnar hverju sinni æði misjafnan.
„Við erum allt frá þremur og upp
í tuttugu manns. Ég sendi út upp-
lýsingar á póstlista um hvert skuli
haldið hverju sinni, hvað gangan
er löng og erfið og fólk mætir ef
það hefur áhuga á,“ segir hún en
göngurnar eru misjafnlega erfið-
ar. „Við höfum bæði farið auðveld-
ar göngur í kringum Hvaleyrar-
vatn og Rauðavatn en einnig lengri
göngur eins og um Sölvhólsgötuna,
upp á Vífilsfell, Keili, Helgafell og
Esjuna.“
Í hundahópnum eru fjölmarg-
ar hundategundir, allt frá stór-
um husky- og rottweiler-hundum
til lítilla cavalier- og chihuahua-
hunda. Hundarnir eru bæði gelt-
ir og ógeltir en Kata segir samt
aldrei neitt hafa komið upp á og
hafi allir hundarnir mjög gaman
af þessari útiveru með öðrum fjór-
fætlingum.
Hundarnir hlaupa frjálsir með
hópnum en Kata tekur fram að
tekið sé tillit til annars útivist-
arfólks. „Við víkjum úr vegi með
hundana og leyfum fólki að labba
fram hjá.“ Annars segir hún fólk
almennt hafa gaman af þessu, sér-
staklega veki þeir hundar athygli
sem beri sjálfir farangur í bakpok-
um á bakinu.
Hún bætir við að slíkar göngur
geri hundunum mjög gott og tekur
dæmi. „Í hundafiminni var fólk
sem átti tík sem var bæði feimin og
hrædd við aðra hunda. Þau höfðu
ekki þorað að koma með hana í
göngu en slógu svo til. Tíkin var
mjög hrædd til að byrja með, vék
ekki frá eigendum sínum en um
miðbik göngunnar var hún farin
að hlaupa með hinum hundunum og
eigendurnir voru rosalega ánægð-
ir. Því má segja að slíkar göngur
séu nokkurs konar meðferð fyrir
hundana sem læra að umgangast
aðra hunda.“
En hvað með hreyfingu eigend-
anna? „Jú, auðvitað er þetta mikil
hreyfing fyrir okkur líka, en svo er
líka bara skemmtilegt að hitta fólk
með sama áhugamál,“ segir Kata
og er rokin út að viðra Móra. - sg
Hundahópur á fjöllum
Fríður hundahópur á toppi Úlfarsfells. MYND/GKJ
Gangan styrkir lund og þol bæði hunda og fólks. MYND/GKJ
Hallgerður Kata Óðinsdóttir með
hundinn sinn Móra við Vigdísarvelli í
Hafnarfirði. MYND/GUÐRÚN KATRÍN JÓHANNSDÓTTIR
Fjölbreyttar hundategundir eru hluti af gönguhópnum, allt frá chihuahua til rott-
weiler og husky.
Hveitikím
Fæst í flestum
matvöruverslunum
Inniheldur 28% prótein
Ríkt af andoxunarefnum
og Omega-3 fitusýrum
Einstaklega trefjaríkt
Eykur uppbyggingu
vöðva
Bætir meltinguna
Frábær og auðveld
viðbót í heilsuboostið
Próteinrík og
heilnæm fæða
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki