Fréttablaðið - 05.01.2010, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 7heilsa ● fréttablaðið ●
● TANNHIRÐA Þegar tenn-
urnar eru burstaðar er mikil-
vægt að bursta ekki of fast. Með
stífum tannbursta og of mikl-
um þrýstingi á tennurnar getur
glerungurinn auðveldlega
eyðilagst sem gerir tennurn-
ar viðkvæmari og valdið tann-
holdsbólgum. Betra er að nota
mjúkan tannbursta og bursta
tennurnar mjúklega með hring-
laga hreyfingum í tvær mínútur
tvisvar á dag. Ef tannholdsbólga
er vandamál gæti verið snið-
ugt að nota rafmagnsbursta,
en rannsóknir sýna að þeir
vinna betur gegn
tannholdsbólgu en
hefðbundnir tann-
burstar. Það er líka
nauðsynlegt að
nota tannþráð
einu sinni á sólar-
hring til að koma í veg
fyrir bólgur.
● RÓLEG LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ Í GARÐABÆ Jafnvægi er ný líkamsræktarstöð í Garðabænum sem legg-
ur áherslu á líkamsrækt á rólegu nótunum, þjálfun djúpvöðva og innri styrk. Þar er kennt Stott Pilates, hatha-jóga og
TRX-æfingar með teygjum sem er nýjung í líkamsrækt. Meðal annarra nýjunga sem eru í boði hjá Jafnvægi er
stöðvaþjálfun í Pilates -bekkjum undir leiðsögn kennara, en til þessa hafa hérlendis aðeins stað-
ið til boða einkatímar í Pilates-bekkjum.
Hrafnhildur Sigurðardóttir er eigandi Jafnvægis, en fyrir
nokkrum árum byrjaði hún að bjóða upp á tónlistarnám
fyrir ungbörn og foreldra þeirra í bílskúrnum heima hjá
sér sem var upphafið að Jafnvægi. Hún var þá jafnframt
lærður Stott Pilates-kennari en hefur síðan þá bætt við
sig réttindum til jógakennslu og TRX-þjálfunar. Frekari
upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.jafnvaegi.
is og næstkomandi laugardag er Jafnvægi með opið hús
milli klukkan 12 og 14 að Kirkjulundi 19, Garðabæ.
Með því að ganga í 30 mínút-
úr á dag er hægt að draga úr
skapsveiflum, auk þess sem það
brennir hitaeiningum og styrkir
líkamann. Með reglulegri hreyf-
ingu framleiðir líkaminn endorf-
ín og eykur serótónín sem heldur
skapinu góðu. Rannsóknir sýna að
bæði þolfimi og styrktaræfingar
geta komið í veg fyrir þunglyndi
og draga úr áhrifum fyrirtíðar-
spennu. Í dag mæla sérfræðingar
með 30 mínútna hæfilegri hreyf-
ingu flesta daga vikunnar. - keþ
Hreyfing dregur
úr skapsveiflum
Regluleg hreyfing eykur serótónínfram-
leiðslu líkamans.
● GOTT GEGN SÝKING-
UM D-vítamín gegnir hugsan-
lega lykilhlutverki gegn sýking-
um samkvæmt nýrri skýrslu sem
unnin var við Oregon-háskóla í
Bandaríkjunum. Skýrslan legg-
ur áherslu á hlutverk D-vítam-
íns í að auka magn kadelíkídíns,
efnis í ónæmiskerfinu sem berst
gegn sárum, veirum og bakt-
eríum. Einnig er lögð áhersla
í skýrslunni á hvernig D-vít-
amín getur dregið verulega úr
hættu á krabbameini, ms-sjúk-
dómi, liðagigt, sóríasis og inflú-
ensu. Helst er hætta
á D-vítamínskorti
yfir vetrarmánuðina
vegna skorts á sól-
skini sem hægir
á hæfileika lík-
amans á upp-
töku D-vítam-
íns.