Fréttablaðið - 05.01.2010, Side 28
5. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR10 ● fréttablaðið ● heilsa
Lýðheilsustöð rannsakar nú
áhrif kreppunnar á heilsu og
líðan Íslendinga. Þátttakan
hefur gengið vonum framar en
sömu þátttakendur voru með
í sambærilegri heilsurannsókn
árið 2007. Tækifærið til þess
að bera saman þessar tvær
rannsóknir er því einstakt.
Lýðheilsustöð stendur ásamt sam-
starfsaðilum um þessar mundir
að rannsókninni Heilsa og líðan
Íslendinga – framhaldsrannsókn
2009. Rannsóknin byggir á sam-
bærilegri könnun frá 2007 þar
sem um 6.000 fullorðnir Íslend-
ingar svöruðu spurningalista um
heilsu sína og líðan. Hún er unnin
í samstarfi við Krabbameinsfélag
Íslands, Landlæknisembættið,
Landspítalann og Vinnueftirlitið,
auk sérfræðinga hjá Háskóla Ís-
lands, Háskólanum á Akureyri og
Háskólanum í Reykjavík.
Stefán Hrafn Jónsson, svið-
stjóri rannsóknaþróunarsviðs
Lýðheilsustöðvar, er stjórnandi
rannsóknarinnar. Hann segir að
upphaflega hafi verið fyrirhug-
að að framhaldsrannsóknin færi
fram árið 2011 eða 2012. „Eftir
fall bankanna var mikið rætt um
áhrif efnahagsþrenginga á líðan
fólks en minna var til um áreið-
anlegar mælingar til að styðjast
við. Þess vegna þótti okkur ekki
stætt á öðru en að flýta fram-
haldsrannsókninni og afla þannig
traustra gagna til að meta mögu-
legar breytingar á heilsu og líðan
Íslendinga í kjölfarið á fallinu,“
segir Stefán.
Flestir þeirra sem tóku þátt í
rannsókninni 2007 samþykktu
að taka þátt í framhaldskönnun-
inni. „Við sendum þeim sem sam-
þykktu áframhaldandi þátttöku
nýjan spurningalista í nóvember
síðastliðnum. Þrátt fyrir að hafa
bætt við fjölda nýrra spurninga
hefur þátttakan verið gríðarlega
góð og eru svör enn að berast.“
Stefán bætir við að ef fólk eigi enn
eftir að senda inn svör þá sé um að
gera að drífa það af svo úrvinnsla
geti hafist og hægt verði að kynna
niðurstöður fyrir stjórnvöldum og
öðrum sem málefnið varðar.
Rannsóknin hefur frá upphafi
byggst á öflugu samstarfi ekki síst
með háskólasamfélaginu. Fyrri
rannsóknin hefur þegar nýst vel
þeim sem að henni standa, meðal
annars fólki í lýðheilsudeildum
Háskóla Íslands og Háskólans í
Reykjavík auk þess sem kennarar
og nemendur í félagsfræði og sál-
fræði hafa nýtt gögnin. - uhj
Stefán Hrafn Jónsson segir að nú sé einstakt tækifæri til þess að rannsaka áhrif
kreppu á líf og heilsu fólks.
Áhrif kreppunnar á heilsu
og líðan landsmanna
Heimapróf sem notað er til að
mæla hlutfall ómega-3 og ómega-
6 fitusýra í frumum er nú komið
á markað hérlendis. Prófið, sem
heitir Test4Life, er einfalt í notk-
un og eru niðurstöðurnar greind-
ar á Háskólasjúkrahúsinu í Þránd-
heimi í Noregi.
Alþjóðlegar rannsóknir sýna að
ójafnvægi ómega-3 og ómega-6 í
frumunum skapar hættu á hjarta-
og æðasjúkdómum og dregur úr
vörnum ónæmiskerfisins. Mat-
aræði Vesturlandabúa hefur
komið ójafnvægi á hlutfallið milli
ómega-6 og ómega-3 í frum-
unum. Eðlilegt er að hlut-
fall ómega-6 fitusýra sé ör-
lítið hærra en ómega-3 fitu-
sýra, en rannsóknir sýna að
hlutfall ómega-6 fitu-
sýra sé mun hærra en
eðlilegt getur talist
og má meðal annars
rekja það til notkunar
á plöntuolíum við mat-
reiðslu.
MeðTest4Life-próf-
inu er hægt að mæla
þetta hlutfall í frum-
unum. Prófið er fram-
kvæmt þannig að ör-
lítilli nál er stungið
í fingurgóminn til að
draga út tvö blóðdropa. Prófið er
þar næst sent á háskólasjúkra-
húsið í Þrándheimi til rann-
sókna og niðurstöður liggja
fyrir nokkrum vikum seinna og
eru aðgengilegar á Netinu með
sérstökum kóða sem fylgir
prófinu. Prófið fæst hjá
Manni lifandi og í Laug-
arnesapóteki.
Frekari upplýsingar eru
á vefsíðunni www.itogha.
com. - keþ
Heimapróf mælir fitusýrur
„Ég mæli heils hugar með þessu
fyrir alla og ekki síst þá sem vilja
halda sér í formi. Dansinn er mjög
krefjandi líkamlega og er líka góð
heilaleikfimi. Í raun má segja að
það sé nærandi fyrir líkama og
sál að dansa,“ segir Guðrún Svava
Kristinsdóttir, sem situr í stjórn
Háskóladansins og kennir þar nú-
tímadans.
Eins og nafnið gefur til kynna
er Háskóladansinn dansfélag fyrir
alla háskólanema, en þó er ekki
skilyrði að stunda nám í háskóla
til að taka þátt í starfseminni.
Áhugasamir borga 5.000 króna
annargjald sem veitir þeim rétt
til að sækja alla danstíma hjá Há-
skóladansinum. Fyrir utan nútíma-
dansinn sem Guðrún Svava sér um
er einnig hægt að skrá sig í boogie
woogie, hipp hopp, salsa- og swing-
dans auk fleiri afbrigða. Í flestum
tilfellum er boðið upp á byrjenda-
og framhaldsnámskeið.
Að sögn Guðrúnar Svövu hefur
framtakið vakið mikla athygli og
eru skráðir félagar um tvö hundr-
uð talsins. Fyrstu tvær starfsvik-
ur hverrar annar eru ókeypis til að
gefa fólki færi á að prófa sig áfram
og ákveða í kjölfarið hvort það hafi
áhuga og þá á hvaða námskeiðum.
Allt er gert til að halda inn-
göngugjaldi í Háskóladansinn í
lágmarki. Liður í þeirri viðleitni er
að kennarar fá ekki greitt sérstak-
lega fyrir störf sín í þágu félags-
ins, heldur er allt fé sem safnast
nýtt í þágu starfseminnar. „Þetta
er gert að norskri fyrirmynd og
hefur gefist mjög vel,“ segir Guð-
rún Svava. „Inngöngugjaldið nýtist
til að mynda í að borga gestakenn-
urum sem koma á sumarnámskeið-
in okkar, sem eru mjög vegleg.
Þeir koma gjarnan frá Norður-
löndunum og bjóða upp á einstakl-
ingstíma og fleira. Dansinn er líka
mjög góð leið til að kynnast fólki.
Við höldum danskvöld einu sinni í
viku og þar er kjörið að sýna það
sem lærist í tímum,“ segir Guðrún
Svava.
Nánari upplýsingar um starf-
semi og skráningu í Háskóladans-
inn er að finna á heimasíðunni has-
koladansinn.is. - kg
Dansinn er góð leið
til að kynnast fólki
Guðrún Svava situr í stjórn Háskóladansins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ójafnvægi á fitusýrum í frumum getur
valdið hjarta- og æðasjúkdómum.
Með einföldu heimaprófi er hægt að
mæla hlutfall ómega-3 og ómega-6 í
frumunum.
Of hátt hlutfall ómega-3 í
frumum má meðal annars
rekja til notkunar á
plöntuolíum
við mat-
reiðslu.
Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningar-
verkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa.
Markmið þess er að hvetja landsmenn
til þess að fara eftir ráðleggingum
Lýðheilsustöðvar um hreyfingu og gera
hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum.
Samstarfsaðilar
Ólympíufjölskyldan