Fréttablaðið - 05.01.2010, Page 30
5. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR12 ● fréttablaðið ● heilsa
● FITNESS FYRIR GOLF-
ÁHUGAMENN Golffitness
er líkamsrækt sem Nordica Spa
býður upp á, og er ætlað að
gera líkamann sveigjanlegri og
auka jafnvægi sem er nauðsyn-
legt til að ná góðri golfsveiflu
og árangri í golfi. Golf-fitness er
hannað fyrir alla golfara, bæði
byrjendur og lengra komna. Á
námskeiðinu eru gerðar líkams-
æfingar, boðið upp á fyrirlestra
um mataræði og farið í sérstaka
hugarþjálfun og fleira. Einnig
býður Nordica Spa upp á golf-
fitness og golfkennslu í einu og
sama námskeiðinu. Frekari upp-
lýsingar á nordicaspa.is.
● FLEIRI HÓPTÍMAR Sporthúsið hefur tekið miklum breyting-
um á síðasta ári og lagt aukna áherslu á hóptíma. Sex nýir salir
hafa verið teknir í notkun þar sem kenndir verða hóptímar og
eru nú samtals tíu hóptímasalir í Sporthúsinu. Eru margir hverjir
sérhannaðir til dæmis fyrir Hot Yoga, CrossFit og ketilbjöllu leik-
fimi og fleira. Þar að auki er búið að sérhanna nýjan spinning sal.
Í kjölfarið hefur hóptímataflan tekið breytingum. „Hóptímatafl-
an okkar hefur aldrei verið stærri en núna og við erum til dæmis
að byrja aftur með Les Milles-líkamsræktarkerfin. Auk þess
erum við með mæðraleikfimi frá Fullfrísk og námskeið frá
Dansskóla Birnu Björnsdóttur,“ segir Unnur Pálmadótt-
ir, kynningarstjóri Sporthússins. Hún segir jafnframt
að fleiri nýjungar séu á döfinni sem kynntar verði
fljótlega. „Við byrjum árið með krafti og reynum að
bjóða eitthvað við allra hæfi.“
Unnur Pálmarsdóttir.
Obama
hefur aflétt
banni á
komu
HIV-
smit-
aðra til
Bandaríkjanna.
Barack Obama Bandaríkjafor-
seti aflétti nýlega 22 ára banni við
komu HIV-smitaðra til Bandaríkj-
anna.
Forsetinn sagði í tilkynningu að
ef Bandaríkin ætluðu sér að vera
leiðandi í baráttunni gegn sjúk-
dómnum væri þeim ekki stætt á
að halda banninu til streitu. Hinar
nýju reglur hafa þegar tekið gildi
en Bandaríkin áætla að halda al-
þjóðlega ráðstefnu um HIV/eyðni
árið 2012 og er ætlunin að hún
verði haldin annað hvert ár.
Bann við ferðum HIV-smitaðra
til Bandaríkjanna var sett í lok
níunda áratugarins þegar óttinn
við sjúkdóminn var sem mestur.
Alls voru tólf lönd sem
bönnuðu komu HIV-
smitaðra en þeirra á
meðal voru Líbía og
Sádi-Arabía.
- sg
HIV smitaðir
mega ferðast til
Bandaríkjanna
Bann við ferðum HIV-smitaðra til Banda-
ríkjanna var sett í lok níunda áratugarins.