Fréttablaðið - 05.01.2010, Síða 34
5. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Þennan dag
fyrir 52 árum
var Leikfé-
lag Kópa-
vogs stofn-
að þegar 46
áhugamenn
komu saman
í barnaskól-
anum Kópa-
vogsskóla.
Flestir stofnendurnir höfðu litla
reynslu í leiklist, en fyrsti formað-
ur félagsins var Erlendur Blandon.
Fyrsta verkefni félagsins,
Spanskflugan eftir Arnold og
Bach, var sýnt í Kópavogsskóla.
Starfsemin fluttist yfir í Félags-
heimili Kópavogs árið 1959 og
var það aðsetur félagsins allt til
ársins 2007,
þegar neðsta
hæð Félags-
heimilis-
ins var tekin
undir skrif-
stofur bæj-
arins. Í nóv-
ember 2007
fékk félag-
ið húsnæð-
ið að Funalind 2 í Kópavogi til
afnota.
Í gegnum tíðina hefur leikfé-
lagið sett upp vinsælar barna-
sýningar, styttri verk, samsett-
ar dagskrár, frumflutt verk, sýnt
frumsamin verk eða leikgerðir fé-
lagsmanna og ýmis höfuðverk
leikbókmenntanna.
ÞETTA GERÐIST: 5. JANÚAR 1957
Leikfélag Kópavogs stofnað
SONNY BONO (1935-1998)
LÉST ÞENNAN DAG
„Ekki halda fast í frægðina.
Hún er bara fengin að láni,
eins og peningar. Þegar þú
deyrð, þá tekur einhver annar
við henni.“
Sonny Bono öðlaðist heimsfrægð
með tónlistartvíeykinu Sonny
& Cher, sem hann skipaði með
þáverandi eiginkonu sinni, og
hljóðrituðu þau meðal annars
hið vinsæla lag I Got You Babe.
Hann varð borgarstjóri í Palm
Springs árið 1988 og þingmaður
í fulltrúadeild Bandaríkjaþings
árið 1994. Bono lést í skíðaslysi
árið 1998.
„Við erum mjög ánægð með árangur-
inn á þessum áratug sem við höfum
starfað,“ segir Ágústa Tryggvadóttir,
verkefnisstjóri Reyksímans 8006030,
símaþjónustu fyrir þá sem vilja hætta
að reykja, notkun á öðru tóbaki eða nik-
ótínlyfjum. Nú í janúar eru tíu ár síðan
Reyksíminn hóf starfsemi, en þjónust-
an er rekin af Heilbrigðisstofnun Þing-
eyinga í samstarfi við Lýðheilsustöð og
Heilbrigðisráðuneytið.
Um þessar mundir starfa sjö hjúkr-
unarfræðingar við Reyksímann, sem
allir búa yfir sérþekkingu á tóbaks-
meðferðum. Alla jafna er hægt að
hringja í símann frá klukkan 17 til 20
alla virka daga, en fyrstu tvær vikurn-
ar í janúar hefur sá tími verið lengdur
svo síminn verður opinn frá klukkan
16 til 21. Reyksíminn hefur einnig um-
sjón með gagnvirku vefsíðunni reyk-
laus.is sem var opnuð árið 2007.
Ágústa, sem hóf störf við Reyksím-
ann árið 2002, segir starfið mikið til
byggjast á eftirfylgni. „Dæmigert er að
fólk hringi inn og segist hafa ákveðið
að taka þetta stóra skref, að losa sig við
tóbakið. Þá fær það einstaklingshæfða
ráðgjöf, við sendum þeim fræðslu-
efni og fleira, og hringjum svo aftur
eftir viku. Eftir það erum við í stöð-
ugu sambandi við fólkið og því mörg
símtöl sem þarf að hringja á hverjum
einasta degi.“
Síðastliðið vor unnu nemar við Há-
skólann í Reykjavík árangursmat á
starfsemi Reyksímans. Að sögn Ág-
ústu kemur fram í því mati að erfitt
sé að finna jafn kostnaðarhagkvæma
þjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu.
Í ljós hafi komið að 36,4 prósent skjól-
stæðinga voru reyklaus við eins árs
eftirfylgni. „Þessi rannsókn var mjög
jákvæð fyrir okkur og gott að fá þess-
ar niðurstöður,“ segir Ágústa.
Reyksíminn er þátttakandi í keppn-
inni European Smoke Free Awards
2009, og leita starfsmenn nú að bestu
reykleysissögunni til að vera fulltrúi
Íslands í lokakeppninni sem hald-
in verður í Barcelona mánaðamótin
febrúar/mars. Umsóknarfrestur er til
20. janúar næstkomandi.
„Ætli aðalatriðið sé ekki að sagan
komi einhverju sérstöku á framfæri,“
segir Ágústa. „Vinningssagan frá því í
fyrra fjallaði að miklu leyti um ástina,
og hvernig höfundurinn hætti að reykja
út af ástinni sinni. Það er mjög gaman
að lesa um þessar rosalegu breytingar
sem þeir sem hætta að reykja ganga
í gegnum og frelsið sem flestir finna
fyrir.“
Nánari upplýsingar er að finna á vef-
síðunni reyklaus.is.
kjartan@frettabladid.is
REYKSÍMINN 8006030: FAGNAR TÍU ÁRA AFMÆLI SÍNU
Mjög ánægð með árangurinn
Á VAKTINNI Guðrún Árný Guðmundsdóttir er meðal þeirra sem svara í Reyksímann.
REYKLAUS Ágústa Tryggvadóttir hefur starfað
við Reyksímann frá árinu 2002.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Jón Þórarinn Stefánsson
bifvélavirki, Dofraborgum 42,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudag-
inn 24. desember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 7. janúar kl. 13.00.
Jónína V. Sigurðardóttir
börn og fjölskyldur.
Elskuleg systir okkar og móðursystir,
Halla Einarsdóttir
frá Kárastöðum í Þingvallasveit,
Barónsstíg 3, Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landakotsspítala 30. desember
2009. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Elísabet Einarsdóttir
Stefán Bragi Einarsson
Einar Jóhannesson
Inga Hrefna Búadóttir
hjúkrunarkona, Lynghaga 14,
Reykjavík,
lést 22. desember. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, þriðjudag 5. janúar, kl. 13.00.
Hafsteinn Bjargmundsson
Ingibjörg Eir Einarsdóttir,
Björn Einarsson,
Kjartan Einarsson,
Hrefna Einarsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
María Ólína
Kristinsdóttir
frá Horni, Árskógum 6, Reykjavík.
lést á jóladag á Landspítalanum í Fossvogi.
Gunnlaugur K. Hreiðarsson Kolbrún Guðmundsdóttir
Helgi Már Hreiðarsson Guðrún Ólöf Sigmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Kjartan Guðfinnsson
frá Vestmannaeyjum, Njarðarvöllum 6,
Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, miðvikudaginn
30. desember. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju,
fimmtudaginn 7. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru
vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á MND félagið, rn: 1175 26 5445, kt. 630293
3089
Ásta Sigurðardóttir
Freyja Kjartansdóttir Þorsteinn Christensen
Guðfinnur Kjartansson Jóna Fanney Holm
Sigurður Óli Kjartansson Anna Kristín Tómasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona og
amma,
Sigurey Guðrún
Lúðvíksdóttir
Jörundarholti 4, Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. desember. Útförin fer fram
frá Akraneskirkju fimmtudaginn 7. janúar kl. 14.00.
Þorsteinn Kristinn Jóhannesson
Lúðvík Þorsteinsson Nanna Sigurðardóttir
Jóhann Þorsteinsson Kristín Halla Stefánsdóttir
Rúna Dís Þorsteinsdóttir Hilmar Smári Sigurðsson
Lúðvík Björnsson
Björn Lúðvíksson Þórunn Sveina Hreinsdóttir
Fjóla Lúðvíksdóttir Jóhann Þór Sigurðsson
og ömmubörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Ásdís Ragna
Guðmannsdóttir
Austurbergi 14, Reykjavík,
sem lést á Landakotsspítala 1. janúar, verður jarðsung-
in frá Garðakirkju fimmtudaginn 7. janúar kl. 13.00.
Þórarinn Jónsson
Sigríður Þórarinsdóttir
Gunnar Ármann Þórarinsson Ásta M. Margrétardóttir
Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir
Jón Þórarinsson
og barnabörn.
timamot@frettabladid.is