Fréttablaðið - 05.01.2010, Qupperneq 40
24 5. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR
folk@frettabladid.is
> Á SKÍÐUM
Eiginkona Tigers Woods,
Elin Nordegren, eyddi ára-
mótunum í frönsku Ölp-
unum ásamt tvíburasystur
sinni og mági. Nord egren
eyddi fríinu í að renna
sér á skíðum og fagn-
aði nýju ári ásamt fjöl-
skyldu sinni á veit-
ingastað í Chamonix,
fjarri eiginmanninum.
Þegar Fréttablaðið leitaði
til valinna sérfræðinga til
að velja bestu erlendu plöt-
ur ársins 2009 kom í ljós að
lítill samhljómur var meðal
sérfræðinganna. Besta
platan kom frá bandarísku
borginni Baltimore.
Nokkuð jafnt er á toppnum í ár,
aðeins eitt stig skilur að tvær
efstu plöturnar. Eins og oft áður
er breiddin mikil á listanum og
mjög margar plötur fá aðeins eina
tilnefningu.
Besta plata ársins er áttunda
platan með Baltimore-sveitinni
Animal Collective, Merriweather
Post Pavilion. Platan hefur fengið
gríðarlega góða dóma og er víða í
efsta sætinu yfir bestu plötur árs-
ins. Tónlistarlega er þetta poppað-
asta plata þessarar tilraunaglöðu
hljómsveitar, útkoman einhvers
konar tuttugustu og fyrstu aldar
samsuða úr barokk-poppi Beach
Boys og sýrurokki Pink Floyd.
Í öðru sæti er Lundúnabandið
The XX með frumraun sína XX.
Platan sækir áhrif í nýbylgjurokk
9. áratugarins og Bristol-senuna í
kringum 1995, er full af draum-
kenndri tónlist og var meðal annars
valin besta plata ársins af gagnrýn-
endum The Guardian. Í þriðja sæti
er Bitte Orca með Dirty Project-
ors frá Brooklyn. Dave Longstreth
er forsprakki sveitarinnar og tón-
listin mjög frumleg blanda framúr-
stefnu, þjóðlaga- og heimstónlist-
aráhrifa og rokks. Björk, sem er
andlega skyld sveitinni, tróð upp
með henni á síðasta ári.
Annars virðist árið 2009 einna
helst hafa einkennst af því að indí-
bylgja síðustu ára er í algleymi og
alltaf fleiri og fleiri nöfn að koma
upp á yfirborðið. Og yfirburðir
Breta og Bandaríkjamanna eru
algerir. Af ellefu efstu plötunum
eru sex bandarískar og fimm ensk-
ar. gunnarh@frettabladid.is
Besta erlenda platan 2009
SAMVINNUHÓPUR DÝRANNA Álitsgjöfum Fréttablaðsins finnst áttunda plata Animal Collective, Merriweather Post Pavilion, besta
plata ársins.
BESTU ERLENDU PLÖTUR ÁRSINS
1. Animal Collective - Merriweather Post Pavilion (19 stig)
2. The XX – XX (18 stig)
3. Dirty Projectors - Bitte Orca (16 stig)
4. Wilco – Wilco (The Album) (11 stig)
5. Grizzly Bear – Weckatimest (10 stig)
6. Bat For Lashes – Two Suns (9 stig)
7. – 8. Micachu and The Shapes – Jewellery (9 stig)
7. – 8. Muse – The Resistance (9 stig)
9. Mumford & Sons – Sigh No More (7 stig)
10. - 11. The Black Eyed Peas - The E.N.D. (7 stig)
10. - 11. Converge – Axe To Fall (7 stig)
Sérfræðingarnir: Alexandra Kjeld – Rjóminn, Andrea Jónsdóttir – Rás 2, Anna Margrét
Björnsson – Fréttablaðið, Árni Þór Jónsson – Zýrður rjómi, Bob Cluness – Grapevine,
Bobby Breiðholt - breidholt.blogspot.com, Brynjar Már Valdimarsson – FM 957, Dr.
Gunni – Fréttablaðið, Egill Harðar – Rjóminn, Einar Bárðarson - Kaninn, Freyr Bjarnason
- Fréttablaðið, Frosti Logason – Xið 977, Haukur S. Magnússon - Grapevine, Heiða Ólafs-
dóttir – RÚV/Poppland, Hildur Maral – Rjóminn, Höskuldur Daði Magnússon – Frétta-
blaðið, Jens Kr. Guð, Kjartan Guðmundsson – Fréttablaðið, Ólafur Páll Gunnarsson – Rás
2 og Trausti Júlíusson – Fréttablaðið.
1
2 3
5
4
„Það er fyrst og fremst mikill heiður að
fá að vinna með svona mönnum eins og
Kristjáni Jóhannsyni,“ segir Geir Ólafs-
son. Hann hyggst gefa út óperuplötu um
næstu jól og upptökustjóri verður sjálf-
ur Kristján Jóhannsson, einn fremsti
tenór landsins og þótt víðar væri leitað.
Þetta er heldur betur kúvending á ferli
Geirs en hann hefur hingað til verið
þekktastur sem Frank Sinatra Íslands
og sá tónlistarstíll á fátt sameiginlegt
með óperum úr hinum sígilda heimi.
Óttar Felix gefur út plötuna og Geir
segist vera tilbúinn með efni á hana,
býst meðal annars við því að taka Ness-
un Dorma og upplýsir að fullskipuð fíl-
harmoníusveit muni leika undir á diskn-
um. „Þetta er bara gaman fyrir mig,
að gefa fólki smjörþefinn af því sem ég
hef verið að gera undanfarin ár,“ segir
Geir en hann hefur lagt stund
á söngnám í Söngskólan-
um undir styrkri stjórn Más
Magnússonar. Þá hefur hann
einnig verið í einkatímum hjá
Kristjáni sjálfum að undan-
förnu „Þetta er auðvitað algjör
viðsnúningur hjá mér en engu
að síður tel ég rétta tímann
vera núna, að ég sé tilbú-
inn.“ - fgg
Geir Ólafs gefur út óperuplötu
ÓLÍKLEGT PAR Þeir Geir Ólafs
og Kristján Jóhannsson starfa
saman á næstu plötu Geirs
því Kristján mun stjórna
upptökunum á fyrstu
óperuplötu Franks Sinatra
Íslands. FRÉTTBLAÐIÐ/VILHELM
Frístundakor t
S p i l a ð u e f t i r e y r a n u !
Markmið okkar er að gefa sem flestum
tækifæri til að stunda tónlistarnám því
tónlist er stór hluti af lífi okkar og veitir
ómælda gleði og ánægju .
Nú gefst þér tækifæri til þess að stunda
skemmtilegt tónlistarnám - Allir eru
velkomnir, byrjendur sem lengra
komnir, ungir og aldnir.”
Ástvaldur Traustason
skólastjóri Tónheima
Upplýsingar og skráning á tonheimar.is
og í síma 846 8888
Slagverk
Lagasmíðar
Rafmagnsgítar
Kassagítar
Píanó
Djasspíanó
Vorönn hefst 12. janúar
Tónheimar - Fákafeni 9 - tonheimar@tonheimar.is
”
50 ára og eldri
Upprifj unarnámskeið!
Reyndasti danskennari Íslandssögunnar
kennir
Hann er 73 ára, ekki gráhærður (aldrei litað á sér
hárið). Ekki með hrukkur (aldrei farið í andlitslyftingu).
Aldrei bakveikur og við hestaheilsu … allt dansinum
að þakka því dansinn er allra meina bót. Kennarinn
heitir Heiðar Ástvaldsson og hann hefur fundið tíma á
þriðjudögum klukkan 20 til að hjálpa landsmönnum að
rifja upp gömlu góðu sporin.
Ath. Að sjálfsögðu höfum við einnig barna- og fullorðins-
hópa í samkvæmisdönsum, auk okkar vinsæla Konusalsa.
Innritun og upplýsingar dansskoliheidars.is
heidarast@gmail.com og 896-0607 kl 16 -22.