Fréttablaðið - 05.01.2010, Síða 42

Fréttablaðið - 05.01.2010, Síða 42
 5. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGURGLEÐILEGT ÁR! NÝTT Í BÍÓ!NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 L L 10 10 L 10 MAMMA GÓGÓ kl. 4- 6 - 8 - 10 MAMMA GÓGÓ LÚXUS kl. 4- 6 - 8 - 10 AVATAR 3D kl. 3.40 - 4.40 - 7 - 8 - 10.15 - 11.15 AVATAR 2D kl. 10.10 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 3.40 - 5.50 - 8 SÍMI 462 3500 MAMMA GÓGÓ kl. 6 - 8 - 10 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 6 AVATAR 2D kl. 8 L L 10 L 10 10 L 7 12 MAMMA GÓGÓ kl. 4 - 6 - 8 - 10 AVATAR 3D kl. 4.30 - 8 - 11.15 AVATAR 2D kl. 4.40 - 8 - 11.15 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 3.40 - 5.50 WHATEVER WORKS kl. 8 A SERIOUS MAN kl. 10.10 SÍMI 530 1919 14 L L 10 L TAKING WOODSTOCK kl. 5.30 - 8 - 10.30 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 6 íslenskt tal ALVIN & THE CHIPMUNKS 2 kl. 6 - 8 - 10 enskt tal AVATAR 2D kl. 6.45 - 10.10 JULIE AND JULIA kl. 8 - 10.35 SÍMI 551 9000 .com/smarabio 600 Gildir bara í 2D 600 600 AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ, BOÐSMIÐA Á FORSÝNINGAR O.M.FL. Ný kómedía frá meistara Ang Lee um partý aldarinnar. STÆRSTA MYND ÁRSINS 2009! 60.000 GESTIR Á AÐEINS 14 DÖGUM! AKUREYRIKRINGLUNNIÁLFABAKKA 16 7 L L L L L L L L V I P 16 16 12 7 7 MEÐ ÍSLENSKU TALI SELMA BJÖRNSDÓTTIR - LADDI - RÚNAR FREYR GÍSLASSON - EGILL ÓLAFSSON 42.000 GESTIR! ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 500 GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D OG BEINAR ÚTSENDINGAR BJARNFREÐARSON 3:20 - 5:40 - 8 - 9 - 10 - 10:20 PRINSESSAN OG FROSKURINN M/ ísl. Tali kl. 4:10 - 6 OLD DOGS kl. 4 - 8 A CHRISTMAS CAROL M/ ísl. Tali kl. 6:20(3D) PRINSESSAN OG FROSKURINN M/ ísl. Tali kl. 6 BJARNFREÐARSON kl. 5:45 - 8 - 8:30 - 10:20 SORORITY ROW kl 10:40 BJARNFREÐARSON kl. 4 - 5:40 - 6:20 - 8 - 9 - 10:20 BJARNFREÐARSON kl. 5:40 - 8 - 10:20 PRINSESSAN OG FROSKURINN ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50 OLD DOGS kl. 4 - 6 - 8 SORORITY ROW kl. 10:30 NINJA ASSASSIN kl. 10:20 TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 - 10:30 A CHRISTMAS CAROL M/ ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50 A CHRISTMAS CAROL M/ Ensku. Tali kl. 8 NÝTT Í BÍÓ - bara lúxus Sími: 553 2075 GLEÐILEGT NÝTT ÁR MAMMA GÓGÓ kl. 2, 4, 6, 8 og 10 L ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 2 og 4 L AVATAR 3D - POWER kl. 3.50, 6, 7, 9 og 10.10 10 ARTÚR 2 - Íslenskt tal kl. 2 L POWERSÝNING KL. 10.10 500 kr.500 kr. Ef að líkum lætur verður árið viðburðaríkt, enda er þetta afmælisár fyrir marga. Til dæmis verður Páll Óskar fertugur, fjöru- tíu ár sömuleiðis verða síðan Stuðmenn komu fram í fyrsta skipti og fjörutíu ár verða síðan Listahátíð í Reykjavík var haldin fyrst. Þá verða þrjátíu ár liðin síðan Bubbi Morthens sló í gegn því bæði Ísbjarnarblús og Geislavirkir Utangarðs- manna komu út 1980. En á að halda upp á þetta? „Já!“ segir Páll Óskar Hjálmtýs- son, sem verður fertugur þriðju- daginn 16. mars. „Ég verð með fjögur partí, eitt fyrir hvern ára- tug. Eins og planið er núna byrja ég á Nasa fimmtudaginn fyrir afmælið þegar ég held tónleika með Hjaltalín. Daginn eftir verður lítið matarboð fyrir blóðfjölskyld- una. Laugardaginn 13. mars verð- ur megapartí á Nasa en á afmæl- isdeginum sjálfum verður bara pínulítið matarborð fyrir mína nánustu vini.“ Palli sér ekki fram á að ný plata komi út á afmælisárinu – „Ég á frekar von á því að ég gefi út tvö, þrjú lög og geri vídeó við þau öll því ég elska að gera músíkvídeó. Ég ætla allavega ekki að stressa mig á því að prumpa út plötu 2010. En við erum alltaf að dúlla okkur. Ég og Örlygur Smári, Trausti Har- alds og Toggi.“ Skoða og pæla Jakob Frímann segir vissulega rétt að í ár verði fjörutíu ár liðin síðan Stuðmenn komu fyrst fram á MH- skólaballi á Hótel Sögu. „En það skýrist ekki fyrr en á næstu vikum hvort það verður eitthvað sérstak- lega haldið upp á það,“ segir hann. „Þetta voru ansi skrautleg ár sem komu þarna í kjölfarið og óminnis- hegrinn flögrandi yfir hausamót- unum á sumum.“ Kannski Jakob og félagar bíði til 2015 þegar fjörutíu ár verða liðin síðan Sumar á Sýr- landi, sem gerði bandið að almenn- ingseign, kom út. Bubbi er álíka óráðinn og Jakob með sitt afmælisár. Hann sér hvorki endurkomu Utangarðs- manna né Ísbjarnarblús-tónleika í kortunum eins og er. „En hvað vitum við, maður? Samanber það að fyrir þremur árum var hér allt í blússandi sveiflu. Við erum bara að skoða þetta og pæla. Ég er svo að bíða eftir að Pétur Hallgrímsson klári túrinn með Emilíönu Torrini, því við erum að pæla í að taka upp plötu, ég og strákarnir mínir [Stríð og friður].“ Ekkert stórrokk á Listahátíð Það mun sjást á listahátíð í ár að hún fagnar fertugsafmæli. Led Zeppelin kemur þó ekki aftur (eins og 1970) og ekki verður boðið upp á nein innflutt risanúmer í poppi eða rokki, frekar en undanfarin ár. „Þemað í ár verða ljósmyndir og það verða bókstaflega ljósmynd- ir út um allan bæ, bæði í gallerí- um og utan þeirra,“ segir Steinunn Þórhallsdóttir kynningarstjóri. „Listahátíð speglar alltaf samtím- ann og það verða ekki fluttir inn neinir listamenn á sama skala og 2007. Það rýrir ekkert innihaldið að mínu mati. Prógrammið skýr- ist á næstu vikum, en ég get sagt að við erum að fá risanöfn í klass- íska heiminum, norska píanósnill- inginn Leif Ove Andsnes og Tetz- laff-systkinin.“ drgunni@centrum.is Nokkur stóraf- mæli í kortunum AFMÆLI Í ÁR Páll Óskar verður með ferfalt afmæl- ispartí, en Bubbi og Stuðmenn eru enn að spá í hvort þeir haldi upp á ferilsaf- mælin sín. ÞETTA GERIST LÍKA Í ÁR 6. feb: Íslenska Eurovision-lagið valið á RÚV. 12. feb: Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Kanada og standa í rúm- lega tvær vikur. 22. mars: Fyrsta sólóplata Jónsa í Sigur Rós, Go, kemur út. 28. apríl: Jón Páll Sigmarsson hefði orðið fimmtugur þennan dag. 1. maí: Heimsýningin í Kína hefst. Hún stendur til 30. október. Ísland verður með skála. 29. maí: Sveitarstjórnarkosning- ar á Íslandi og keppt til úrslita í Eurovision í Ósló. 11. júní: Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst. Hún fer fram í Suður-Afríku og stendur yfir í einn mánuð. 29. júní: Fjörutíu ár liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna í heiminum. 11. okt: Björn Jörundur fertugur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.