Samtíðin - 01.07.1935, Blaðsíða 33
SAMTÍÐIN
31
um síðan, enda eru margar ágætar
sögur í því og í alla staði prýðilega
frá því gengið af safnandans hálfu“.
Útgefandi býst við, að safnið verði
alls fjögur bindi á stærð við þetta
fyrsta, og má af því sjá, að hér er
um stórt og eigulegt ritverk að ræða.
Svo er til ætlast, að æviágrip Ólafs
Davíðssonar fylgi einhverju af seinni
bindunum.
Sögunum í þessu bindi er skipt í
16 flokka, sem hér segir: 1. Örnefna-
sögur, 2. Viðburðasögur, 3. Saka-
mannasögur, 4. Sögur um nafnkunna
og einkennilega menn, 5. Helgisögur,
6. Galdrasögur, 7. Ófreskisögur, 8.
Draugasögur, 9. Náttúrusögur, 10.
Vatna- og sæbúasögur, 11. Huldu-
fólkssögur, 12. Tröllasögur, 13. Úti-
legumannasögur, 14. Ævintýri, 15.
Kímnisögur og 16. Lygisögur. — Má
af þessu yfirliti sjá, að efni sagnanna
er ærið fjölbreytt. Alls hafa 32 menn
skrásett sögurnar í þessu bindi, og
hafa þeir Gísli Konráðsson sagnarit-
ari, Þorsteinn Þorkelsson sagnaritari
á Syðra-Hvarfi og Ólafur Davíðsson
sjálfur lagt þar fram drýgstan skerf.
Það er enginn vafi á því, að þetta
mikla þjóðsagnasafn verður mikið
keypt og lesið. Bæði er það, að sög-
urnar eru læsilegar og margbreyti-
legar að efni og svo er hitt, að fátt
er íslendingum kærkomnara lestrar-
efni en þjóðsögur. Ýmsar þjóðsögur
fjalla um dulræn efni, sem margir
hafa gaman af, en sumar þeirra eru
um þá menn, sem þjóðin vill gjarna
kynnast sem best. En allar íslenskar
þjóðsögur eiga sammerkt í því að
varpa ljósi yfir ýms atriði í menningu
þjóðar vorrar. Hér á landi eru svo
að segja daglega að skapast nýjar
sagnir, þó að vér heyrum þær ekki
verða til fremur en vér heyrum gras-
ið gróa á jörðinni. Öllum slíkum inn-
lendum fróðleik er skylt að safna, og
eiga þeir menn þakkir skyldar, sem
það gera. Því ber að þakka Þorsteini
M. Jónssyni þetta framtak hans.
Hann hefir sýnilega ekkert til þess
sparað, að útgáfa þessi mætti verða
hin prýðilegasta, og má í því sam-
bandi nefna, að þjóðsagnabindinu
fylgir auk ítarlegrar efnisskrár
nafnatal (manna- og staðanafnaskrá)
og registur hluta og hugmynda. Safn
þetta sannar enn það, sem menn
hafa raunar áður vitað, að Ólafur
Davíðsson átti fáa sína líka um af-
köst við ritstörf og áhuga á þjóðleg-
um fræðum.
Srtimincke-
Olíulitir,
Vatnslitir,
Tempera-litir.
Alt, sem að list-
málningu lýtur, fáið
þér best hjá okkur.
Málarinn
Bankastræti 7.
Mussini
Oelfarbe
Colinblau
Bleu coeruleum
SCHMINCKE
Oiisseldorf