Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 6
6 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Lokað í dag ÚTSALAN hefst á morgun Laugavegi 7 • sími 5513033 MILLJÓNIR BEINT Í VASANN Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni. EFNAHAGSMÁL Heildareignir líf- eyrissjóðanna til greiðslu lífeyris námu 1.763 milljörðum króna í lok nóvember, samkvæmt upplýsing- um Seðlabankans. Þetta jafngild- ir eins prósents hækkun á milli mánaða. Eignir lífeyrissjóðanna drógust saman um tólf prósent á milli mánaða eftir þrot bankanna í okt- óber í fyrra en þá hurfu 217 millj- arðar króna úr bókum þeirra. Í lok september áttu lífeyrissjóð- irnir innlend hlutabréf og í hluta- bréfasjóðum fyrir 150,7 milljarða króna, sem jafngilti um níu pró- sentum af heildareignum. Innlend- ar hlutafjárstöður hrundu niður í 41,6 milljarða mánuði síðar. Grein- ing Íslandsbanka bendir á í gær að staða innlendra hlutabréfa sé enn sáralítil, eða rétt rúm tvö prósent af heildareignum. Tapið hefur þó gengið að mestu til baka síðan í hruninu og hefur heildareign sjóð- anna aðeins lækkað um 7,9 millj- arða, eða 0,48 prósent, frá lokum september í hittifyrra. Þá er bent á að eignir lífeyris- sjóðanna hafi aukist um 140 millj- arða króna frá í nóvember 2008, eða um 8,6 prósent að nafnvirði. Mestu muni um að innlend verð- bréfaeign lífeyrissjóðanna jókst um 21,5 milljarða á árinu og erlend verðbréfaeign um 3,1 millj- arð. Á móti hafi sjóðir og innstæð- ur í bönkum lækkað um 6,5 millj- arða. Að teknu tilliti til verðbólgu sé staðan hins vegar óbreytt á milli ára. - jab Lífeyrissjóðirnir komnir á sömu slóðir og fyrir hrun efnahagslífsins: Staðan óbreytt frá í fyrra SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsóknastofn- un leggur til að loðnuveiðar verði ekki hafnar að svo stöddu þar sem ekki mælist nægjanlegt magn til að gefa út upphafskvóta. Janúarmælingu Hafrannsókna- stofnunar á loðnustofninum lauk á mánudag en skip stofnunarinnar hafa verið við loðnumælingar frá 5. janúar. Aðstæður til mælinga hafa verið góðar frá því að skipin fóru frá Reykjavík, að undanskildu því að hafís hamlaði leit á töluvert stóru svæði vestur og norður af Vest- fjörðum, sem kann að hafa haft áhrif á niðurstöður. Útreikning- ar sýna að alls mældust 360 þús- und tonn af loðnu, þar af mæld- ist hrygningarstofninn um 355 þúsund tonn. Út af Austfjörðum mældust 180 þúsund tonn, allt hrygningarloðna. Út af Norðaust- urlandi mældust tæp 120 þúsund tonn, mest hrygningarloðna. Út af vestanverðu Norðurlandi mældust 61 þúsund tonn, þar af 56 þúsund tonn af hrygningarloðnu. Aflaregla við loðnuveiðar bygg- ir á að skilja 400 þúsund tonn eftir til hrygningar. Ofangreindar mæl- ingar á stærð hrygningarstofnsins eru undir því magni. Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son verður áfram við athuganir og mælingar á loðnustofninum ásamt leitarskipi sem væntanlegt var á miðin út af Norðurlandi í gær, mið- vikudag. - shá Loðnustofninn mælist ekki nægilega stór til að gefinn sé út upphafskvóti: Engar veiðar að svo stöddu SUÐUREY VE Hér kemur Suðurey inn til löndunar í Vestmannaeyjum á loðnuver- tíðinni 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR 2000 1900 1800 1700 1600 1500 makr. Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris frá nóvember 2007 til nóvember 2009 2007 2008 2009 Eignir lífeyrissjóðanna HEIMILD: SEÐLABANKI ÍSLANDS JARÐHITI Samkvæmt viðnámsmæl- ingum, sem greint er frá í nýrri skýrslu Orkustofnunar, er nýt- anlegt rafafl háhitasvæðisins á Reykjanesi í mesta lagi 81 mega- vatt, miðað við 50 ára nýtingar- tíma. Nú þegar eru framleidd 100 megavött í Reykjanesvirkjun. Orkustofnun hefur til meðferðar umsókn um virkjanaleyfi fyrir allt að 85 MW stækkun til viðbótar til að knýja álver í Helguvík. „Við erum einfaldlega ekki sam- mála því mati sem þarna kemur fram. Ef þeir trúa þessu er virkj- analeyfið gagnslaust,“ sagði Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, í sam- tali við Fréttablaðið. „Það er ekki til orka til þess að knýja vélarnar ef þetta er það sem menn fallast á að sé rétt og satt.“ „Við ætlum að bæta við 50 mega- vöttum og okkar sérfræðingar frá ÍSOR, Vatnaskilum og Mannviti og fleiri telja að það sé hægt án telj- andi áhættu,“ segir hann. HS Orka stefni að því að veita Orkustofnun umbeðnar upplýsingar um ýmis atriði sem snerta virkjanaleyfið fyrir mánaðamót. Hann segist telja að þessar mæl- ingar skipti ekki sköpum, viðnáms- mælingar nýtist aðallega til að leggja mat á svæði þar sem engin orkuvinnsla er hafin. Sérfræðing- ar Orkustofnunar vildu ekki ræða þessi mál í fjölmiðlum. Jarðvísindamaður, sem Frétta- blaðið ræddi við í gær, lagði áherslu á að viðnámsmælingar sé ekki hægt að leggja einar til grundvallar við mat á ágengni nýtingar. Þær nýtist best til að gefa hugmynd um nýtingarmögu- leika á óröskuðum svæðum. Eftir að nýting hefst fáist fyrst upplýs- ingar um ýmis önnur atriði, sem geta haft áhrif á mat á mögulegri hámarksnýtingu. Varðandi Reykja- nes þurfi ásamt öðru að taka tillit til þess að nálægð við sjó eykur leiðni og nýtingarmöguleika vökv- ans sem þar er dælt upp. Raforkuvinnsla í Reykjanes- virkjun hófst árið 2006. 100 MW eru framleidd úr tveimur 50 MW vélum. Árið 2006 bentu nýjustu viðnámsmælingar, frá 1985, til þess að háhitasvæðið væri tveir ferkílómetrar að flatarmáli og nýtanlegt afl svæðisins á 50 árum væri 28 megavött. Hið nýja mat Orkustofnunar gefur til kynna að svæðið sé níu ferkílómetrar. Nýt- anlegt afl sé að lágmarki 27 mega- vött en að hámarki 81 megavatt. Miðgildi nýtanlegs afls til fimm- tíu ára sé 45 megavött. peturg@frettabladid.is Mæla nýtanlegt afl á Reykjanesi 81 MW Viðnámsmælingar Orkustofnunar benda til að miðað við 50 ára nýtingu afkasti háhitasvæðið á Reykjanesi 81 MW. Okkar sérfræðingar ósammála þessu mati, segir forstjóri HS Orku. Aðferð sem hentar best við mat á óröskuðum svæðum. REYKJANESVIRKJUN Raforkuframleiðsla hófst á háhitasvæðinu á Reykjanesi árið 2006 með tveimur vélum sem framleiða 50 megavött hvor. Lögð hefur verið fram umsókn um að framleiða allt að 85 megavött til viðbótar á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÉLAGSMÁL Útgerðir og fisk- vinnslur á Íslandi í samstarfi við SM Kvótaþing og Eimskip gefa Mæðrastyrksnefnd og Fjöl- skylduhjálp Íslands þrettán tonn af fiski. Það jafngildir 52 þúsund matarskömmtum að því er segir í tilkynningu. Að auki gaf Eimskip Mæðrastyrksnefnd 1.750 þúsund krónur sem söfnuðust í skötu- veislu fyrirtækisins. Leitað var fyrir jólin til útgerð- arfyrirtækja og fiskverkenda og annarra fyrirtækja sem tengj- ast sjávarútvegi til að safna fiski fyrir Íslendinga í fjárhagsvanda. Auk fisksins fengust 700 flöskur af lýsi. - gar Útgerðir og fiskvinnslur: Gefa þrettán tonn af fiski til bágstaddra KJÖRKASSINN Telur þú að stjórn og stjórnar- andstaða nái saman í Icesave- málinu? Já 33,4 Nei 66,6 SPURNING DAGSINS Í DAG Borgar þú öðrum fyrir að farga þínu jólatré? Segðu þína skoðun á visir.is HEILBRIGÐISMÁL Matvælastofnun hefur borist tilkynning frá Við- vörunarkerfi Evrópu fyrir mat- væli og fóður þar sem varað er við japönskum sojadrykk, Bonsoy soy milk, sem inniheldur alltof mikið af joði. Ástæða joðmagnsins er sú að drykkurinn inniheldur þara sem nefnist kombu. Drykkurinn er seldur í net- verslunum svo hugsanlegt er að hann hafi verið fluttur til lands- ins. Hann hefur til að mynda verið í dreifingu í Danmörku og á Bret- landi. Í Ástralíu veiktust tíu manns af völdum drykkjarins. Joð í miklu magni hefur áhrif á skjaldkirtilinn og þar með á hormóna. - jss Matvælastofnun: Varað við soja- drykk með joði Séra Bjarni í prófkjör Séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, sækist eftir 4. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor. „Nú varðar öllu að við hugsum tíu, tuttugu, þrjátíu ár fram í tímann og einsetjum okkur að missa ekki sjónar hvert af öðru heldur viðurkennum að við tilheyrum einum stórum samfélagsvef þar sem hver er öðrum háður,“ segir í tilkynningu frá Bjarna. Talsmaður í framboð Gísli Tryggvason, sem starfar sem talsmaður neytenda, býður sig fram til að taka 1. sæti lista Framsóknar- flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi í maí. „Kosningar í vor fela í sér tækifæri til umbóta, bættra stjórn- arhátta og heilbrigðari stjórnmála í þágu allra Kópavogsbúa – eins og ég vil gjarnan stuðla að,“ segir í tilkynn- ingu frá Gísla. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.