Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 GÖNGULEIÐIR Á TRÖLLASKAGA er göngu- kort sem var endurútgefið af Hólaskóla – Háskólanum á Hólum um áramótin. Þekktar gönguleiðir er að finna á kortinu, meðal annars Heljardalsheiði, Svarfdæla- leið, Hólamannaveg og Hjaltadalsheiði auk annarra skemmtilegra gönguleiða. www.holar.is Sigmar bjó fyrir nokkrum árum í Chile og dóttir hans, Rósa Marí, var þá með í för. Á þeim tíma ferð- uðust þau meðal annars til Perú en nú í sumar var farin ferð til Mar- okkó þar sem sonur hans, Alex- ander Þór, 12 ára, var einnig með í för. „Ég kýs að ferðast til staða þar sem ekki er mikið um ferðamenn. Mér finnst það ekki síst öruggara þegar ég er með krakka, þar sem ekkert er þá um glæpi sem tengj- ast oft ferðamannastöðum og svo er það oft rólegra og afslappaðra,“ segir Sigmar. Ferðin til Marokkó var hugsuð sem bakpokaferðalag þar sem Sig- mar, Alexander og Rósa ferðuðust þvert yfir landið, ýmist með næt- urlestum, ferjum eða rútum en Sigmar segir að þau hafi reynt að ferðast á nóttunni til að geta notað daginn í annað. „Það reyndist ódýrast að kaupa pakkaferð til Costa del Sol, með hóteli og öllu, og mun ódýrara en ef ég hefði bara tekið flugið. Þannig var þetta tvískipt ferð: Nokkrir dagar í sundlaugunum á hótelinu og svo ævintýraferð: bakpokaferð- in um Marokkó. Við tókum lest til Malaga og svo næturferju til Mar- okkó og dvöldum fyrst í litlum bæ við landamæri Líbíu.“ Þaðan hófst ferðalagið þvert yfir Marokkó en Sigmar var með lítinn þrjátíu lítra bakpoka á bak- inu og allir voru með tvenn föt til skiptanna, en ekkert annað. „Það er þægilegt að vera með lítinn farangur í svona ferðalögum enda ekki farangursgeymslur á hverju strái. Ég þvoði fötin svo í vaski á kvöldin enda fljót að verða skítug í rykinu og hitanum sem fór oft yfir fjörutíu stig. Við sáum margt athyglisvert. Gamli virkisbærinn í Melilla er vel þess virði að skoða og að ráfa um þröngar götur mið- aldabæjarins Fez er líkt því að ferðast aftur í tímann. Á markað- inum þar fæst allt milli himins og jarðar, allt frá ávöxtum til úlfalda. Innan um ferska ávexti og fram- andi krydd voru svo kjötbúðirn- ar sem minntu meira á gæludýra- verslanir með gaggandi hænur, jarmandi kindur og flóttalegar skjaldbökur.“ Eftir að hafa ferðast eftir Mið- jarðarhafsströnd Marokkó endaði ferðin í Tanger þaðan sem ferja var tekin yfir Gíbraltarsund aftur til Spánar. Sigmar segir ferðina hafa verið frábæra lífsreynslu fyrir börnin og góða tilbreytingu frá skipulögðum pakkaferðum. „Mér finnst alltaf skemmtilegra að ferðast á eigin vegum og þá sér- staklega með börnin, ekki síst á þá staði þar sem ferðamenn með börn eru sjaldséðir. Viðmót fólks breyt- ist og alls staðar er manni tekið opnum örmum.“ - jma Ferðast með krakkana sína á óvenjulega staði Sigmar Örn Alexandersson ferðast gjarnan með börnin sín á staði sem ekki eru miklir ferðamannastaðir. Hann hefur ferðast um Suður-Ameríku með dóttur sína og nú síðast til Marokkó með son og dóttur. Sigmar Örn á ferðalagi um Perú fyrir nokkrum árum með dóttur sína, Rósu Marí. MYND/ÚR EINKASAFNI Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.