Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 20
13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR
HANNIBAL VALDIMARSSON FÆDDIST
ÞENNAN DAG.
„Vinnubrögð verkalýðshreyf-
ingarinnar, viðbrögðin gagnvart
henni, þjóðfélagið sjálft, allt er
orðið breytt og þó að flestu til
hins betra, nema kannski við
sjálf.“
Hannibal Valdimarsson (1903–
1991) var formaður í tveimur
stjórnmálaflokkum, Alþýðuflokkn-
um og Samtökum frjálslyndra og
vinstri manna og kosningabanda-
laginu Alþýðubandalaginu. Hanni-
bal var einnig forseti Alþýðusam-
bands Íslands 1954–1971.
„Það heldur manni mjög ungum að vera svona mikið innan um
lítil börn í svona mörg ár. Mér finnst þetta yndislega skemmti-
legt starf og meðan mér þykir þetta gaman þá sé ég ekki fram
á að hætta þessu,“ segir Helga Steffensen, stjórnandi Brúðu-
bílsins, en í vor verða þrjátíu ár liðin síðan þessi fasti liður í
borgarlífinu lagði upp í sína fyrstu ferð.
Brúðubíllinn frumsýnir tvær sýningar á hverju sumri, ferð-
ast um Reykjavík í júní og júlí og heimsækir svo landsbyggð-
ina í ágúst. Sýnt er á ýmsum útivistarsvæðum, görðum og
við gæsluvelli og skóla. Sýningarnar krefjast töluverðs undir-
búnings og þessa dagana er Helga að búa til brúður og skrifa
handrit fyrir sumarið, ásamt Höllu Ólafsdóttur.
Helga segir Brúðubílinn hafa leikið stórt hlutverk í lífi sínu
undanfarna þrjá áratugi. „Þetta hefur verið mikið og skemmti-
legt ævintýri. Ég hef lagt mikið í Brúðubílinn og að sama skapi
hefur hann gefið mér svo mikið. Ég er ástfangin af Brúðubíln-
um,“ segir hún og hlær.
Gríðarlegur fjöldi fólks hefur notið sýninga Brúðubílsins
í gegnum tíðina, og segir Helga vart hægt að giska á tölur í
því sambandi. „Einna skemmtilegast við þetta allt saman er
að núna eru mörg af börnunum sem horfðu á sýningarnar á
sínum tíma sjálf orðin foreldrar og því önnur kynslóð Brúðu-
bíls-aðdáenda komin fram. Líklega eru ekki svo mörg ár í að
þriðja kynslóðin komi fram,“ segir hún og skellir upp úr.
Spurð hvort það lýsi ekki talsverðri bjartsýni að starfrækja
útileikhús í hinni heimsfrægu íslensku sumarveðráttu játar
Helga því fúslega. „Allir sem koma að Brúðubílnum hafa allt-
af verið mjög bjartsýnir. Aldrei hefur fallið niður heil sýning
og aðeins einu sinni þurftum við að hætta í miðri sýningu.
Það átti sér stað í Mosfellsbæ síðasta sumar, þegar skyndilega
skall á hvílíkt ofsaveður að við héldum hreinlega að börnin
myndu fjúka út í buskann. Ég held líka að vont veður sé bara
nokkuð sjálfsagt í augum barnanna og þau eru ekkert að kippa
sér upp við slíkt. Þau klæða sig bara vel,“ segir Helga.
Hún segist hlakka til sumarsins eins og allra annarra sumra
síðustu ár. „Börnin eru strax farin að spyrjast fyrir um Brúðu-
bílinn,“ segir Helga. kjartan@frettabladid.is
BRÚÐUBÍLLINN: ÞRJÁTÍU ÁRA
Mikið ævintýri
SUMARIÐ UNDIRBÚIÐ Helga undirbýr þessa dagana þrítugasta Brúðu-
bíls-sumarið en vinnur líka í öðrum verkefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
bróðir, afi og langafi,
Þórður Jónsson
Dalbraut 27,
sem andaðist að morgni jóladags, verður jarðsunginn frá
Áskirkju föstudaginn 15. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Bergmál, líknar- og vinafélag.
Fyrir hönd aðstandenda
Margrét Anna Þórðardóttir
Bergur Jón Þórðarson Eydís Ólafsdóttir
Árnína Jónsdóttir
afa- og langafabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
Stefán Sörenson
fyrrum háskólaritari,
sem andaðist að heimili okkar hinn 7. janúar sl. verður
jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 15. janúar kl.
15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Perla Kolka.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ingunn Anna
Hermannsdóttir
lést á Hrafnistu Reykjavík mánudaginn 4. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn
15. janúar kl. 13.00.
Björn Jónasson
Herman Páll Jónasson
Finnbogi Jónason
Gunnar Börkur Jónasson Dóra Hansen
Kristín Jónasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
Sigríður Sæmundsdóttir
Hjúkrunarheimilinu Skjóli, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 23. desember sl. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
3. hæðar á Hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir hlýju og
góða umönnun.
Sæmundur Árnason
Guðríður Árnadóttir
Elísabet Árnadóttir
Svava Árnadóttir
og aðrir aðstandendur.
Elsku hjartans sonur minn, bróðir
okkar, mágur og frændi,
Sigurður Jóhann
Thorsteinsson
lést miðvikudaginn 6. janúar. Útför hans fer fram frá
Háteigskirkju föstudaginn 15. janúar kl. 13.00.
Guðbjörg Elín Þórarinsdóttir
Dóra Thorsteinsson Sigurður Ólafsson
Geir Thorsteinsson Halldóra Æsa Aradóttir
Pjetur Stefánsson María Árnadóttir
Helga Sigríður Thorsteinsson Jón Helgi Jónsson
og systkinabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju
við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa, langafa og langalangafa,
Gríms Bjarna Bjarnasonar
fyrrverandi stöðvarstjóra Pósts
og síma, Ólafsfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hornbrekku, Ólafsfirði
fyrir hlýhug og frábæra umönnun.
Með nýárskveðjum, Guð blessi ykkur öll.
Hrafnhildur J. Grímsdóttir
Grímur Grímsson Valgerður S. Ebenesersdóttir
Sigurpáll Grímsson Ingibjörg K. Geirmundsdóttir
Bjarni Kr. Grímsson Brynja V. Eggertsdóttir
Sigurður Egill Grímsson Katrín B. Bergmundsdóttir
og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,
Haukur Bjarmi
Óskarsson
rafvirki,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut
mánudaginn 11. janúar. Útförin verður auglýst síðar.
Sigríður Sigurðardóttir
Óskar Baldvin Hauksson Inga Jóna Friðgeirsdóttir
Sigurður Ferdinandsson Guðrún Matthíasdóttir
Reynir Jóhannsson Inga Rún Garðarsdóttir
börn og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Erna Rafn Jónsdóttir
verður jarðsungin frá Áskirkju, föstudaginn 15. janúar,
kl. 11.00.
Margrét Theodórsdóttir,
Halldór Jón Theodórsson,
Sigrún Edda Theodórsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlý-
hug við andlát og útför okkar ástkæra
Guðmundar Heiðars
Guðjónssonar
frá Bakkagerði, Ystaseli 21.
Guð blessi ykkur öll.
Halldóra Sigurðardóttir
Heiðrún Ásta Guðmundsdóttir Andrew James
Scrimshaw
Sigurjón Már Stefánsson
Ásta Sólveig Stefánsdóttir
Guðjón Guðmundsson
systkini og afastrákar.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Anna Sigrún Snorradóttir
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
22. desember, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju,
fimmtudaginn 14. janúar kl. 15.00.
Birgir Þórhallsson
Snorri Sigfús Birgisson
Guðrún Sigríður Birgisdóttir Martial Nardeau
Þórhallur Birgisson Kathleen Bearden
og barnabörn.
Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur,
Kristinn Freyr Arason
Stekkjarhvammi 12, Hafnarfirði,
lést af slysförum fimmtudaginn 7. janúar.
Ari Óskar Jóhannesson Ólöf Sigurlín Kristinsdóttir
Steinunn Aradóttir, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir.
timamot@frettabladid.is