Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 13. janúar 2010 15 ATVINNA Atvinna í boði Nýr og glæsilegur veitingastaður óskar eftir að ráða starfsfólk í sal bæði í fasta vinnu og auka- vinnu. Reynsla áskilin. Einnig á sama stað vantar vanan mann í eldhús. Uppl. á staðnum og í s. 690 1074, Jón Veitingahúsið Portið - Kringlunni. Mosfellsbakarí Mosfellsbakarí í Mosfellsbæ. Óskar eftir góðu fólki til starfa í afgreiðslu. Vinnutími 13.-18.30 og aðra hvora helgi, annan daginn. Nánari upplýsingar veitir Áslaug í s. 660 2155 og 566 6145 eða á staðnum. Næturvaktir - 100% starf Subway Hringbraut auglýsir eftir duglegum starfsmanni með mikla þjónustulund á næt- urvaktir. Um 100% starf er að ræða. Í starfinu fellst afgreiðsla, þrif og skurður á grænmeti. Unnið er 7 nætur í röð og 7 nætur frí. Íslenskukunnátta er æskileg. Lágmarksaldur er 20 ár. Umsóknareyðublöð á staðnum eða gegnum subway.is PRJÓNAKONUR. Nordicstore vill bæta við nokkrum öflugum prjónakonum sem prjónað geta 4-10 peysur á mán- uði. Útvegum allt efni og greiðum hæstu verð fyrir vinnu. Upplýsingar veitir Steinunn í síma 8697821 milli 10 og 18. Tryggingamiðlun Íslands auglýsir eftir úthringjurum til starfa á kvöldin. Góð laun í boði fyrir rétta aðila. Uppl gefur Gísli í 893-7074 og gisli@tmi.is Au-pair Stokkhólmi Við erum íslensk fjölskylda með 3 börn; 5, 7 og 11 ára og erum að leita að au-pair, 20-25 ára, þarf að hafa bílpróf. Sendið póst á aupair. se@gmail.com fyrir frekari upplýsingar. Viðskiptatækifæri Auka tekjur? Vinna heima og byggja upp traustar mánaðarlegar tekjur. Sendu nafn og síma europewealth@ gmail.com TILKYNNINGAR Tilkynningar Hárgreiðslustofan Loftleiðum Var að byrja á Hárgreiðslustofunni á Hótel Loftleiðum, allir hjartanlega vel- komnir 15% afsláttur út janúar. Pantið í síma 552 5230, Pála. Ýmislegt Gítarleikur söngur. www.tonlist.is Leitarorð Marel. Einkamál Til kvenna: Konur sem vilja kynnast karlmönnum með kynf. ævintýri í huga nota Rauða Torgið Stefnumót til að ná sambandi við réttu mennina. Kona, þú auglýsir og vitjar skilaboða frítt í s. 555-4321 Fasteignir Atvinna BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Auglýsing um nýtt deiliskipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýju og breyttu deiliskipulagi í Reykjavík. Lambhagaland Tillaga að deiliskipulagi Lambhagalands við Vesturlandsveg. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir Lambhagareit og nær deiliskipulagssvæðið til alls 14,8 ha. Alls er um að ræða 8 lóðir sem í aðalskipulagi eru skilgreindar sem ræktunarlóðir (garðyrkja og skyld starfsemi). Lagt er til að sérstaða svæðisins varðveitist sem mest í borgarmyndinni enda rík hefð fyrir ræktun innan reitsins. Markmiðið með tillögunni er að leggja fram heildstætt skipulag fyrir allar ræktunarlóðirnar þar sem gætt er samræmis varðandi mögulega landnotkun og byggingarmagn að teknu tilliti til mismunandi lóðastærða og aðstæðna innan hverrar lóðar. Búseta á lóðunum skal vera möguleg og því heimilt að byggja þar íbúðarhús. Áhersla er lögð á ræktun og grænt yfirbragð lóðanna og er því 1/3 hluti hverrar lóðar skilgreindur sem grænt svæði eða ræktunarsvæði. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Vínlandsleið 1 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, athafnasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Vínlands- leið. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir timburlager er komið fyrir á suðvesturhorni lóðarinnar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í þjónustuveri Reykjavíkur- borgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 13. janúar 2010 til og með 24. febrúar 2010. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. - Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 24. febrúar 2010. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 13. janúar 2010 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Tilkynningar Uppboð Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.