Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 32
DREIFING: dreifing@posthusid.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 Mest lesið VISIR.IS Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR AF FÓLKI Magnús á frumsýningu Magnús Scheving, Íþróttaálfurinn sjálfur, hefur staðið í ströngu að undanförnu. Hann hefur, venju sam- kvæmt, mörg járn í eldinum og gaf sér tíma frá Latabæjar-fyrir- tækinu til að mæta á frumsýningu myndar sinnar, The Spy Next Door, sem skartar sjálfum Jackie Chan í aðalhlutverki. Magnús var myndað- ur í bak og fyrir á rauða dreglinum á laugardaginn líkt og meðleikarar hans, þau George Lopez, Amber Valletta og Billy Ray Cyrus, faðir unglingastjörnunnar Miley Cyrus. Sigurjón í dómnefnd Sigurjón Sighvatsson hefur verið valinn í eina af fjölmörgum dóm- nefndum Sundance- kvikmyndahátíðar- innar sem fram fer í lok þessa mánaðar. Fjölmargar stórstjörn- ur hafa verið valdar í hinar og þessar dóm- nefndir en Sigurjón mun velja bestu alþjóðlegu heimildarmyndina á hátíðinni. Fraser-bróðirinn David Hide Pierce mun síðan kynna niðurstöður dómnefndanna hinn 30. janúar. Vinsælasti frasinn „You ain‘t seen nothing yet“ er á góðri leið með að verða einn vinsælasti frasi íslenskrar stjórn- málasögu. Össur Skarphéðinsson reið á vaðið og tók hin fleygu orð sér í munn þegar hann ögraði Baugsmönnum á sínum tíma. Ólafur Ragnar Grímsson tók svo við keflinu og var ekki í nokkrum vafa um að landvinningum Íslands væri sko alls ekki að ljúka. Og í gær ákvað Steingrímur J. Sigfússon að fylgja í kjölfarið þegar hann lýsti áformum sínum um skattheimtu. Gárungarnir spyrja hvort ekki megi finna Bachman Turner Overdrive- disk þeirra kumpána og rispa hann. Fréttablaðið er með 143% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 71,4% 29,3% Jogastudio.org 1 Catalina áfram í varðhaldi 2 Pabbi loftbelgsstráksins í grjótið 3 Sparisjóðsstjóri í haldi í átta klukkutíma 4 Steingrímur boðar frekari skattabreytingar 5 Dorrit er sextug í dag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.