Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.01.2010, Blaðsíða 30
26 13. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. glansa, 6. þys, 8. mælieining, 9. gerast, 11. tveir eins, 12. nafnbætur, 14. kriki, 16. tveir eins, 17. gaul, 18. stansa, 20. þessi, 21. þekkja leið. LÓÐRÉTT 1. löngun, 3. 950, 4. planta, 5. fiskur, 7. möttull, 10. skammstöfun, 13. hluti kynfæra, 15. klúryrði, 16. hugfólginn, 19. strit. LAUSN LÁRÉTT: 2. gljá, 6. ys, 8. mól, 9. ske, 11. ll, 12. titla, 14. kverk, 16. kk, 17. gól, 18. æja, 20. sá, 21. rata. LÓÐRÉTT: 1. lyst, 3. lm, 4. jólarós, 5. áll, 7. skikkja, 10. etv, 13. leg, 15. klám, 16. kær, 19. at. „Þetta er elsta harðkjarnasíðan í þessum bransa. Við kunnum mjög vel að meta að hafa verið valin,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, sem framleiðir tölvuleikinn EVE Online. EVE Online var í vikunni val- inn leikur ársins hjá vefsíð- unni mmorpg.com, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar heimin- um. „Þetta er sá blaðamannahópur sem erfiðast er að gera til geðs,“ segir Hilmar. „Þeir eru búnir að vera í þessum bransa í áratugi og kalla ekki allt ömmu sína.“ EVE Online er fjölspilunarleikur þar sem þúsundir notenda spila á sama tíma í sýndarheimi á Netinu. Leikurinn War of Worldcraft er stærsti fjölspilunarleikur heims, en hann hafnaði í öðru sæti í vali reynslubolta vefsíðunnar mmorpg. com. Aðspurður segir Hilmar að afrekið sé sérstakt vegna þess að EVE kom út árið 2003. „Það komu út nokkrir nýir og ferskir leikir í fyrra. Að við séum að taka þá í bakaríið er gaman,“ segir Hilmar á léttu nótunum. CCP sendi frá sér tvær uppfærslur fyrir EVE Online í fyrra sem féllu sérstaklega vel í kramið hjá gagnrýnendum og not- endum. Takmark Hilmars og félaga hjá CCP hefur verið að ná notenda- fjölda EVE Online fram úr fjölda Íslendinga. Takmarkinu er náð í dag, áskrifendurnir eru orðnir fleiri en 330.000, en Íslendingar eru tæplega 318.000. „Það var svakalegur ágangur í EVE um jólin. Leikurinn hefur tekið góðan vaxtarkipp,“ segir Hilmar. Eru þið komin með nýtt takmark? „Við erum ekki alveg búin að „tjúna næsta target“ en eins og gangur- inn er núna og við- urkenningin sem leikurinn er að fá þetta gamall, þá er augljóst að EVE hefur tækifæri til að fara talsvert hærra en í okkar villtustu draumum í upphafi.“ Eve leikur ársins hjá reynsluboltunum LEIKUR ÁRSINS EVE Online var valinn leikur ársins hjá reynsluboltum vef- síðunnar mmorpg. com. Hilmar Veigar, forstjóri CCP, er ánægður með sigur- göngu Eve Online. Íslenska útgáfufyrir tækið Bedroom Community hefur gert dreifingarsamning við þýska fyr- irtækið Kompakt Records. Samningurinn kveður á um að plötur Bedroom Community komi út víðs vegar um heiminn. „Við vorum með svipaðan samn- ing áður hjá bresku fyrirtæki sem var öllu minni. Þannig að þetta er í rauninni næsta skref upp á við í að reyna að koma plötunum sem víðast,“ segir upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Valgeir Sig- urðsson. „Þetta er mjög virt fyr- irtæki. Það byrjaði sem dálítið sérhæft teknó-fyrirtæki en á síð- ustu árum hafa þeir verið að víkka sig talsvert mikið út, sérstaklega í dreifingunni.“ Kompakt er einn- ig með hljómsveitina Gus Gus á sínum snærum og dreifði nýjustu plötu sveitarinnar erlendis á síð- asta ári. Þrjár fyrstu plöturnar frá Bedroom Community sem Kompakt dreifir eru By the Throat eftir Ben Frost, Draumalandið eftir Valgeir og Processions með Daníel Bjarnasyni. Plata með Sam Amidon er einnig væntanleg, sem margir bíða spenntir eftir, auk þess sem nýtt efni frá Ben Frost og Nico Muhly er í pípunum. - fb Samningur við þýska útgáfu VALGEIR SIGURÐSSON Valgeir og félagar í Bedroom Community hafa gert dreifingar- samning við þýska fyrirtækið Kompakt Records. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég man nú ekki hver greiðsl- an var en þetta hélt mér uppi í heilt ár í London. Og var borgin dýr þá. Umboðsmaðurinn minn sagði að þarna væru árslaunin komin,“ segir Óskar Páll Sveins- son, lagahöfundur og upptöku- stjóri, en hann var einn af heilun- um á bak við söluhæstu smáskífu Bretlands á áratugnum sem var að líða að því er kemur fram í breska blaðinu The Sun. Óskar stjórnaði upptökunum á laginu Anything is Possible sem var lokalagið í fyrstu Idol-keppni Bretlands árið 2002. Will Young fór með sigur af hólmi í þeirri keppni en söngvararnir þrír sem voru í úrslitum sungu allir lagið. Sá sem hins vegar var krýndur popp-idol Bretlands fékk smáskífuna gefna út undir sínu nafni en Anything is Possible seldist í tæpum tveimur milljón- um eintaka. „Ég held að ég hafi fengið þre- falda platínu-plötu fyrir þetta og það gerist nú ekki oft,“ rifjar Óskar Páll upp en hann var á þess- um tíma á mála hjá Sony í Lond- on. „Þótt ótrúlegt megi virðast þá þekkti ég aðeins til Will Young áður en hann byrjaði í þessari keppni. Hann vann nefnilega sem sendill hjá Sony og ég kannaðist aðeins við hann,“ segir Óskar sem viðurkennir að hann hafi ekki haft mikla trú á því að Will gæti unnið þessa keppni. „Nei, hann var eitt- hvað svo lítillátur og hógvær að maður trúði því einhvern veginn ekki að hann myndi standa uppi sem sigurvegari.“ Óskar kynntist einnig sjálfum Simon Cowell, hinum eitilharða dómara þáttanna, við upptökur á laginu og þeir unnu saman að nokkrum verkefnum eftir það. „Ég man eftir því að við vorum að klára hljóðblöndun lagsins þegar Simon, Nigel Lythgoe (aðalsprautan og einn af dómurum So you think you can Dance-þáttanna) og einhverj- ir aðrir komu í stúdíóið, vel við skál. Og þá lék Simon við hvurn sinn fingur og var mjög almenni- legur. Hann veit hins vegar allt- af hvað hann vill og ég fékk ein- mitt mjög gott heilræði frá honum þá sem var: „never overestimate the public“, eða, ekki ofmeta hinn venjulega hlustanda. Við vorum þá að missa okkur í einhverju smáat- riði.“ freyrgigja@frettabladid.is ÓSKAR PÁLL: FÉKK ÁRSLAUN FYRIR SMÁSKÍFU WILL YOUNG Var heilinn á bak við sölu- hæstu smáskífu Bretlands Í FLOTTUM FÉLAGSSKAP Óskar Páll stjórnaði upptökunum á söluhæstu smáskífu áratugarins í Bretlands en það var sigurlag Will Young í Pop Idol 2002. Óskar vann þá náið með hinum eitilharða Simon Cowell, sem vissi alltaf hvað hann vildi, og Will en Óskar sagðist ekki hafa haft mikla trú á því að hann gæti sigrað í keppninni. Eurovisionstjarnan Jóhanna Guðrún og Veðurguðinn Ingó komu fram í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn og tilkynntu um fyrirhugað samstarf. Stefna þau á að halda tónleika á árinu og flytja saman fræga dúetta. Samstarfið hlýtur að teljast afar áhugavert þar sem þau eru bæði gríðarlega vinsæl og skiptu með sér efstu sætunum í undankeppni Eurovision í fyrra. Eki er byrjað að ræða um gerð plötu, en ljóst er að hún myndi seljast eins og ólgandi heitar lummur yrði hún að veruleika. Og meira um sætar stelpur og fótbolta- stráka. Nú heyrist að ungfrú Ísland, Skagamærin Guðrún Dögg Rúnarsdóttir og hinn bráðefni- legi fótboltakappi Björn Bergmann Sigurðarson, sem leikur með Lilleström í Noregi, hafi fagnað nýja árinu með því að byrja saman. Fótboltakappar hafa þótt lunknir við að næla í fagrar dömur og Guðrún Dögg er vissulega með þeim glæsilegri, enda nýkominn heim frá Suður-Afríku þar sem hún keppti um titilinn Ungfrú heimur. Guðrún hefur þar með bæst í sístækkandi hóp ofurskutlna sem næla í fótboltakappa. Í hópnum eru margar af glæsilegustu konum landsins, til dæmis Manúela Ósk, sem er gift Grétari Rafni Steinssyni, leikmanni Bolton í ensku úrvals- deildinni. Pattra Sriyanonge sem er trúlofuð Theódóri Elmari, sem leikur með Gautaborg í Sví- þjóð. Og ekki má gleyma Kristrúnu Ösp Barkardótt- ur, sem átti í ástarsam- bandi við markaskorarann Dwight York, en hann lék á sínum tíma meðal annars með Manchest- er United. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég hlusta helst á Rás 2 eða bara eitthvað gott af Youtube. Ég hlusta á Mugison, Sigur Rós og stundum Damien Rice. Síðan er kvikmyndatónlistin úr Once alveg yndisleg.“ Thelma Jónsdóttir hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.