Fréttablaðið - 20.01.2010, Page 13

Fréttablaðið - 20.01.2010, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 2010 Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Í heimi frosts og fanna Næsta myndakvöld Ferðafélags Íslands verður tileinkað vetrarferðum á skíðum og er haldið undir yfi rskriftinni: Í heimi frosts og fanna Myndakvöldið fer fram miðvikudagskvöldið 20. jan. n.k. og verður að vanda haldið í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00. Í hléi eru kaffi veitingar með bakkelsi samkvæmt hefð. Aðgangseyrir er aðeins 600 krónur. Innifalið kaffi og meðlæti. Fyrrihluti myndasýningarinnar er í umsjá Einars Ragnars Sigurðssonar. Einar er reyndur fjallamaður sem hefur stundað skíðaferðir um hálendi Íslands í áratugi. Einar sýnir myndir úr gönguskíðaferðum yfi r Vatnajökul, í Landmanna laugar og um Fjallabak, Torfajökul og Laugaveginn. Seinnihluti myndasýningarinnar er í umsjá Páls Ásgeirs Ásgeirssonar sem sýnir myndir úr gönguskíðaferðum í Öskju og um Síðuaafrétt veturna 2008 og 2009. Páll Ásgeir hefur ferðast um íslensk fjöll í áratugi, skrifað leiðsögubækur og er einn af fararstjórum FÍ. Námskeiðin verða haldin í eftirtöldum útibúum: 21. janúar Holtagörðum, Holtavegi 10 kl. 20 28. janúar Akureyri, Strandgötu 1 kl. 20 4. febrúar Selfossi, Austurvegi 20 kl. 20 11. febrúar Bæjarhrauni, Hafnarfirði kl. 20 Skráning og nánari upplýsingar eru á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Allir velkomnir. Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið námskeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármál heimilisins. Í lok febrúar og í marsmánuði verður boðið upp á fjármálafræðslu um skipulag og stýringu fjármála heimilisins þar sem fjallað verður um hvernig hægt er að endurskipuleggja fjármálin, ávöxtun og sparn að, vaxtakjör, útgjöld heimilisins og kosti heimilisbókhalds. Á næstu fjármálakvöldum verður farið yfir helstu breytingar sem gerðar voru á réttindum og greiðslum lífeyrisþega frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2009. Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmda stjóri, og Margrét Jónsdóttir, deildarstjóri á Réttindasviði TR, munu kynna breyting arnar og svara fyrirspurnum ásamt sérfræðingum bankans. Réttindi lífeyrisþega MARKAÐSMÁL Umfangsmikið kynn- ingarátak Iceland Naturally í Bandaríkjunum nær til á milli 30 og 40 milljóna manna á ári hverju. Meðal þess sem ráðast á í á þessu ári eru stórar kynningarher- ferðir á íslenskri ferðaþjónustu, sjávarafurðum, endurnýjanlegri orku og tækni. Íslenskir úrvals- kokkar munu elda fyrir almenning og tónleikar og kvikmynda- og lista- hátíðir haldnar. Þetta kom fram á kynningu á verkefninu Iceland Naturally í fyrradag, en það er samstarfs- verkefni ríkisstjórnar Íslands og íslenskra fyrirtækja sem starfa á mörkuðum Norður-Ameríku, og er rekið af aðalræðisskrifstofu Íslands og skrifstofu Ferðamálaráðs í New York. Markaðsaðgerðir verkefnisins eru byggðar á neytendakönnunum sem gerðar hafa verið annað hvert ár síðan 1999. - sh Markaðsstarf Iceland Naturally kynnt: Efnt til herferðar TÓNNINN SLEGINN Mugison tók lagið á kynningunni í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála, hefur skipað í ferða- málaráð til fjögurra ára. Formað- ur ferðamálaráðs er áfram Svan- hildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Varaformaður ráðsins er Ragn- heiður Hergeirsdóttir, bæjar- stjóri í Árborg, en aðrir fulltrúar eru Ásbjörn Jónsson og Unnur Halldórsdóttir frá Ferðamála- samtökum Íslands, Anna G. Sverrisdóttir, Helgi Már Björgv- insson og Sævar Skaptason frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Aldís Hafsteinsdóttir og Dofri Hermannsson eru fulltrúar Sambands íslenskra sveitar- félaga og Jón Ásbergsson frá Útflutningsráði. - óká Nýtt ferðamálaráð skipað: Svanhildur áfram formaður SVEITARSTJÓRNARMÁL Samningur um nýtingu Ísafjarðarbæjar á vatni úr landareign Hvamms í Dýrafirði kann að hafa runnið út árið 1977. Frá þessu greinir Bæj- arins besta á Ísafirði, bb.is. „Eigendur Hvamms í Dýra- firði hafa óskað eftir fundi með bæjaryfirvöldum í Ísafjarðar- bæ varðandi nýtingu á vatni á landar eigninni,“ segir í fréttinni, en þar kemur jafnframt fram að í desember hafi verið haldinn sam- ráðsfundur með flestum eigend- um Hvamms þar sem farið var yfir nýtingu sveitarfélagsins á vatni úr landi Hvamms. Komi í ljós að samningurinn hafi ekki verið endurnýjaður vilja landeigendur að hliðsjón verði höfð af sambærilegum samningum um vatnsnýtingu sveitarfélaga í nýjum samningi. - óká Vatn úr landi Hvamms: Löngu útrunn- inn samningur ALÞINGI Bæjarhreppur á Strönd- um kemur til með að tilheyra Norðurlandi vestra en ekki Vest- fjörðum, samkvæmt þingsálykt- unartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Frá þessu er greint á vef Reykhólahrepps. „Þessi breyting varðar svæða- skiptingu sem notuð verður til grundvallar við gerð sóknar- áætlana fyrir einstök landsvæði, en þær eru hluti af byggðaáætl- un ríkisstjórnarinnar. Að öðru leyti breytist landafræðin ekki,“ segir á Reykholar.is. „Bæjar- hreppur er allur sunnan Bitru- fjarðar og þess vegna ekki á sjálfum Vestfjarðakjálkanum eins og hann er venjulega skilgreindur.“ Jafnframt er tiltekið að eftir að nýr vegur um Arnkötlu dal hafi verið tek- inn í notkun hafi Bæjarhreppur „færst fjær Vestfjörðum“. - óká Bæjarhreppur á Ströndum: Hreppur flyst á milli landsvæða DÓMSMÁL Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir kannabisræktun á bænum Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Mennirnir eru allir á fertugs- aldri. Einn þeirra hafði yfirráð yfir bænum þar sem ræktunin fór fram. Í maí á síðasta ári stöðvaði lögreglan athæfi mannanna. Þá voru í ræktun á bænum sextán kannabisplöntur. Að auki höfðu mennirnir sett upp mjög stóra ræktunaraðstöðu fyrir allt að 600 kannabisplöntur. Auk plantnanna gerði lögreglan upp- tækan gríðarmikinn ræktunar- búnað. - jss Öflug ræktun stöðvuð: Ákærðir fyrir kannabisrækt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.