Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2010, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 20.01.2010, Qupperneq 15
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ALÞJÓÐLEGA BÍLASÝNINGIN Í DETROIT hófst 11. janúar og stendur til 24. janúar. Þar eru kynntar allar helstu nýjungarnar í bílaheiminum. Til að mynda sýndi Volvo hugmyndabíl af gerðinni Volvo C30 BEV sem er önnur kynslóð af hugmyndarafbílnum C30 BEV en bíllinn var frumkynntur í haust. www.brimborg. is „Í raun er mjög erfitt að segja til um hvað stóð upp úr í þessari ferð því þetta var allt svo stórkostlegt. Þetta er flottasta og skemmtileg- asta borg í heimi,“ segir Signý Kol- beinsdóttir hönnuður sem heim- sótti stórborgina Tókíó í Japan í sumarlok 2007 ásamt Heimi Snorrasyni, eiginmanni sínum, og Snorra, syni þeirra, sem þá var tveggja ára. Ferðalag fjölskyldunnar átti sér þann aðdraganda að hjónin fengu ferðastyrk hjá Sasakawa, menningarsjóði Japans og Skand- inavíu. Tilgangur Signýjar var að kynna sér japanska hönnun og Heimir fræddist um þarlenda teiknimyndasögugerð. „Áður en við fórum vöruðu margir okkur við því að fara með lítið barn með okkur, sögðu að við myndum örugg- lega villast og týnast og svo fram- vegis, en sú varð alls ekki raunin. Snorri skemmti sér allra best og er enn þá að tala um Japan, þrem- ur árum síðar. Við komumst fljót- lega að raun um að borgin er ekki hættuleg,“ segir Signý. Eitt af því sem heillaði Signýju við borgina var framandleikinn. „Hún er svo allt öðruvísi en annað sem ég hef kynnst. Það er dálít- ið eins og allar reglur séu brotn- ar en samt gengur allt upp. Til að mynda er tæknin alveg ótrúleg, arkitektúrinn rosalegur og í hönn- un er allt leyfilegt. Þessi reynsla hafði mjög mikil áhrif á mig sem hönnuð,“ segir Signý, sem hefur nýlega stofnað fyrirtækið Tulipop utan um hönnun sína. Signý segist einnig hafa hrif- ist af því hversu mikil kurteisi og virðing hafi ríkt manna í millum í Tókíó. „Við fórum inn í hjólabretta- búð til að kaupa okkur bakpoka og þar voru afgreiðslumaðurinn og sendill, báðir í Stussy-fötum og með derhúfuna á hlið, að afgreiða sendingu. Þegar því var lokið hneigðu þeir sig fyrir hvor öðrum, þessir gríðarlegu töffarar. Þetta þótti mér alveg frábært. Svo týnd- um við snuðinu hans Snorra í miðri mannþrönginni einn daginn og áður en við vissum af hafði heilt unglingagengi hlaupið langa leið til okkar, rétt okkur snuðið og hneigt sig í bak og fyrir.“ Fjölskyldan brá sér einu sinni út fyrir borgina, í göngutúr um nokk- urs konar frumskóg í nágrenninu. „Mýflugurnar voru á stærð við randaflugur og við fundum vel fyrir því þegar þær stungu okkur. Við erum alveg ákveðin í að heim- sækja Japan aftur, enda kynntumst við fólki þar sem við höfum verið í sambandi við, og þá langar okkur að fara líka til Kíótó,“ segir Signý. kjartan@frettabladid.is Mikil virðing og kurteisi Signý Kolbeinsdóttir hönnuður dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í þrjár vikur í Tókíó í Japan sumarið 2007. Hún hreifst mjög af borginni og íbúunum, en minna af risavöxnum mýflugum sem stungu hana í skógi. Signý hlaut styrk til að kynna sér japanska hönnun í Tókíó. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON s g Mjódd UPPLÝSINGAR O

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.