Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 4

Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 4
4 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Reglugerðir sem heilbrigðisráðherra setti um ára- mót og fjalla um endurgreiðsl- ur vegna tannréttinga og aðgerða í gómi barna með skarð í vör og gómi hafa valdið foreldrum barn- anna miklum vonbrigðum. Árni Stefánsson stjórnarmað- ur í félaginu Breið bros, samtök- um aðstandenda barna með skarð í vör og/eða gómi, og faðir tveggja ára drengs með skarð í vör og gómi, bendir á að nýjar reglur takmarki tíma til tannréttinga barnanna við þrjú ár. Það sé of stuttur tími í mörgum tilvikum. Eins hafi verið sett of lágt þak á endurgreiðslur vegna þess hluta meðferðarinn- ar sem lýtur að því að víkka góm og gera hann tilbúinn fyrir bein- ígræðslu sem framkvæmd er við átta til tíu ára aldur barna. Börn sem fæðast með skarð í vör og góm gangast undir margs konar aðgerðir. Svo dæmi séu tekin þá er skarðinu lokað þegar þau eru mjög ung og er það gert af lýtalæknum inni á spítölum. Sá hluti meðferð- arinnar er þeim að kostnaðarlausu. Vegna þess að tann- og tannrétt- ingalæknar eru ekki hluti af sjúkra- tryggingakerfi landsins greiða for- eldrar þann hluta meðferðar barna sinna úr eigin vasa en hafa fengið hluta kostnaðarins endurgreiddan. Fram til síðustu áramóta mið- aðist endurgreiðslan við gjaldskrá heilbrigðisráðherra sem sett var 1994 og hefur ekki verið uppfærð í samræmi við verðlagsbreytingar á tímabilinu. Þess má geta að tann- læknar eru einnig afar óánægðir með reglugerðirnar, til að mynda þann hluta sem kveður á um að þeir geri kostnaðaráætlun vegna tannréttinga barnanna áður en þær hefjast og að endurgreiðslur miðist við þá upphæð. Árni segir dæmin sanna að ekki sé hægt að segja til um það nákvæmlega fyrirfram hversu miklar aðgerðir börnin þurfi. Hann segir hins vegar að það sé óþolandi fyrir aðstandendur að dragast inn í deilur tannréttinga- lækna og ríkisins. „Þessar deil- ur hafa tekið mörg ár og á meðan koma gluggaumslögin til foreldr- anna,“ segir Árni og undir þetta sjónarmið taka fleiri foreldrar sem Fréttablaðið hefur rætt við. Kynning á reglugerðunum á fundi hjá Sjúkratryggingum Íslands hafi til að mynda leiðst út í umræður um gjaldskrár tannréttingalækna. „Ég á nóg með að hugsa um börnin mín og gæta hagsmuna þeirra og á ekki að þurfa að hugsa um stríðið á milli tannlækna og Sjúkratrygg- inga Íslands,“ sagði foreldri sem ekki vill láta nafns síns getið. Árni segir eðlilegt að jafnræð- is væri gætt og heilbrigðiskerfið greiddi fyrir alla læknismeðferð barnanna, þar með talið tannrétt- ingar og talþjálfun, rétt eins og læknismeðferð barna með annars konar fæðingargalla er greidd af íslenska ríkinu. sigridur@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 9° 1° 1° 3° 2° 0° 1° 1° 21° 5° 14° 8° 22° -10° 4° 14° -5° Á MORGUN Strekkingur með SA- og A-strönd annars hægari. MÁNUDAGUR Strekkingur nokkuð víða. -3 -3 -3 -4 -6 -3 -3 -3 -4 -2 -2 -3 -3 -2 -2 -1 -1 -1 0 -8 1 5 15 8 7 6 7 7 6 5 8 7 15 NORÐANÁTT Það ríkir norðanátt á landinu næstu daga með bjartviðri sunnanlands en snjókomu eða éljum norðan- og austantil. Frost verður á landinu eins og venja er til í norðanátt á þessum árstíma. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður Börn með fæðingargalla búa við misrétti í læknisþjónustu Foreldrar barna með skarð í vör og góm eru ósáttir við nýjar reglugerðir vegna tannréttinga. Þeir segja misrétti að læknisþjónusta barnanna sé ekki greidd af ríkinu eins og á við um aðra fæðingargalla. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðis- ráðherra hefur falið lögfræðingum ráðuneytisins að leita leiða til þess að börn með skarð í vör og góm njóti sömu réttinda og börn sem fæðast með annars konar fæðingargalla. Það er að segja að allur kostnaður við aðgerðir sem börnin þurfa að fara í, þar með talinn kostnaður við tannréttingar og tannlækningar, verði þeim að kostnaðarlausu. Ráðherra segist hafa talið að reglugerðir sem settar voru um áramót og fjalla um endurgreiðsl- ur vegna tannlæknakostnaðar barnanna myndu rétta hlut hóps- ins. Það virðist sem svo sé ekki. Álfheiður segir að komið verði til móts við hópinn sem taldi ellefu börn árið 2009 með breyt- ingu á reglugerð eða lögum. „Það gengur ekki að þessi hluti með- ferðarinnar sé að kollsigla efnahag fjölskyldna eins og því miður eru dæmi um,“ segir ráðherra sem séð hefur reikninga upp á fimm millj- ónir vegna tannréttingakostnaðar barns með skarð í vör og góm. - sbt KOMIÐ VERÐI Á MÓTS VIÐ HÓPINN ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR MIKILVÆG BARÁTTA Árni Stefánsson og Bjarni Gunnar, tveggja ára sonur hans. „Þar sem drengurinn okkar er að verða tveggja ára er ekki farið að reyna á tannréttinga- kostnað en hann er þegar byrjaður í talþjálfun. RÉTTABLAÐIÐ /ANTON PALESTÍNA, AP Hamashreyfing Palestínumanna á Gasasvæðinu fullyrti í gær að tveir Palestínu- menn, sem tóku þátt í morðinu á háttsettum Hamasliða í Dúbaí í síðasta mánuði, hafi verið fyrr- verandi yfirmenn í Fatah-sam- tökunum. Talsmaður Fatah sagði ekkert hæft í þessu, en gaf í skyn að Pal- estínumennirnir tveir hafi hugs- anlega verið liðsmenn Hamas. Hamas og Fatah eru tvær helstu hreyfingar Palestínu- manna, en átök þeirra urðu til þess að Hamashreyfingin hefur einangrast á Gasasvæðinu en Fatah fer með völd á Vesturbakk- anum. - gb Mossadmorðið í Dúbaí: Hamas ásakar Fatah og öfugt FERÐAMENNSKA Milli þrjú og fjög- ur hundruð erlendir ferðamenn nutu norðurljósadýrðar fyrir austan fjall á sunnudagskvöld. Skilyrði hafa verið einstaklega góð að undanförnu, að sögn Þóris Garðarssonar hjá Allrahanda. Norðurljósaferðir eru ann- ars vegar farnar í Borgarfjörð eða austur að Skógum, eftir því á hvorum staðnum eru betri veð- urskilyrði. Norðurljósaferðirnar geta tekið allt að fimm klukku- stundir. - ng Veðrið leikur við ferðamenn: Hundruð horfa á norðurljósin NORÐURLJÓS Vel hefur viðrað að und- anförnu. DÓMSMÁL Maður sem braust inn til fyrrverandi barnsmóður sinn- ar til að hafa þaðan á brott með sér dóttur sína nauðuga var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands. Í dómi yfir manninum segir að hann hafi slegið til barnsmóður sinnar þegar hún reyndi að hindra hann í að hafa dóttur þeirra á brott. Þá hafi hann brotið nálgun- arbann gagnvart dótturinni með því að senda henni níu tölvuskeyti á vikutímabili stuttu eftir að hér- aðsdómur hafði úrskurðað hann í bann við því að nálgast stúlkuna á almannafæri eða setja sig í sam- band við hana. - gar Faðir braut nálgunarbann: Hugðist nema dóttur á brott VIÐSKIPTI Actavis vinnur nú að fjár- mögnun tilboðs í þýska samheita- lyfjafyrirtækið Ratiopharm. Stefnt er á að ljúka fjármögnun innan tveggja vikna og leggja fram drög að samrunaáætlun í kjölfarið. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir ísraelska lyfjafyrirtækið Teva, sem einn- ig er á síðustu metrunum í kapp- hlaupinu um Ratiopharm, muni kynna samrunaáætlun undir lok næstu viku. Talið er að tilboð Actavis muni hljóða upp á tæpa þrjá milljarða evra, jafnvirði rúmra 520 milljarða íslenskra króna. Deutsche Bank í Þýskalandi, helsti kröfuhafi Acta- vis, stendur á bak við fjármögnun- ina, að sögn bandaríska stórblaðs- ins New York Times. Blaðið bætir við að bankinn sjái hag í samruna félaganna enda auki það líkurnar á að Actavis geti haft burði til að greiða bankanum til baka í kring- um fjóra milljarða evra, sem hann lánaði Novator, félags í eigu Björ- gólfs Thors Björgólfssonar, við yfirtöku á Actavis sumarið 2007. Wall Street Journal bætir við að ekki megi útiloka að sænski fjár- festingarsjóðurinn EQT gangi til liðs við Actavis og Deutsche Bank á síðustu metrunum. Félagið hafi í upphafi ætlað að leggja fram yfir- tökutilboð í félagi við Actavis en helst úr lestinni á dögunum þar sem það hafi viljað tryggja sér meirihluta í Ratiopharm. - jab BJÖRGÓLFUR THOR Deutsche Bank lánaði félagi Björgólfs Thors í kringum fjóra milljarða evra til að yfirtaka Actavis árið 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Actavis vinnur að fjármögnun tilboðs í eitt af stærstu lyfjafyrirtækjum heims: Deutsche Bank styður kaupin GENGIÐ 19.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,1527 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,87 129,49 198,2 199,16 173,88 174,86 23,36 23,496 21,469 21,595 17,643 17,747 1,4027 1,4109 196,37 197,55 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is varmadaela.is • S: 823-9448 SPARIÐ með varmadælum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.