Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 16
16 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
FRÁ DEGI TIL DAGS
Þjóðin glímir nú við tvenns konar kreppu. Samhliða efnahagskreppu er það pólitísk kreppa. Lykillinn
að lausn efnahagskreppunnar er
að leysa pólitísku kreppuna fyrst.
En hvernig má það vera að pólitísk
kreppa hafi grafið um sig aðeins
tæpu ári eftir kosningar?
Síðustu kosningar voru að því
leyti merkilegar að þá var í fyrsta
skipti síðan 1967 beinlínis kosið
um ríkisstjórn. Ríkisstjórnin fékk
afgerandi umboð frá kjósendum.
Pólitíska kreppan snýst því ekki
um veika valdastöðu. Hún er alfar-
ið af málefnalegum toga. Í kosn-
ingunum staðfesti þjóðin einnig
þá málefnalegu ákvörðun tveggja
ríkisstjórna, og þar með Sjálf-
stæðisflokksins,
að grundvalla
efnahagsendur-
reisnina á sam-
starfsáætlun við
Alþjóðagjaldeyr-
issjóðinn.
Vandinn er
þessi : S a m-
starfsáætlun-
in mælir fyrir
um víðtækustu
íhaldsúrræði á sviði ríkisfjármála
og peningamála sem þjóðin hefur
nokkru sinni horfst í augu við. Til
þess að framkvæma þessi íhaldsúr-
ræði kaus þjóðin hins vegar mestu
vinstri stjórn allra tíma.
Forystumenn ríkisstjórnarflokk-
anna hafa af samviskusemi reynt
að framkvæma hluta af þeirri
íhaldsstefnu sem samstarfsáætlun-
in gerir ráð fyrir. Á sama tíma hafa
þeir verið í hugmyndafræðilegu
uppgjöri gegn Sjálfstæðisflokknum
sem stendur íhaldsstefnunni næst.
Rætur pólitísku kreppunnar liggja
í því að stjórnarflokkarnir hafa tek-
ist á hendur að framfylgja stefnu
sem þeim er ekki í brjóst borin.
Þessi þverstæða á sér eðlilega
skýringu hvað sem öðru líður.
Kosningarnar voru fyrst og fremst
uppgjör við hrunið. Af sjálfu leiddi
að eini flokkurinn sem var saklaus
af ríkisstjórnarsetu hlyti kosningu
til valda og ábyrgðar. Sú pólitíska
hugsun sem bjó að baki þeirri nið-
urstöðu sýnist enn vera rík meðal
þjóðarinnar.
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Pólitísk kreppa
Íhaldsúrræðin í samstarfsá-ætluninni við Alþjóðagjald-eyrissjóðinn lúta að stærst-um hluta að ríkisfjármálum
og peningamálum. Fjárlög þessa
árs eru í samræmi við áætlunina.
Flest bendir hins vegar til að þau
geymi pappírsákvarðanir sem ekki
standist í raun.
Stóri niðurskurðurinn kemur
fyrst á næsta ári. Ef einhverjar
líkur ættu að vera á að þau mark-
mið náist þyrfti ríkisstjórnin nú
þegar að vera í umræðum á Alþingi
um stefnumarkandi ákvarðanir
varðandi endurmat á opinberri
þjónustu, skipulagsbreytingar og
hagræðingu. Ákvarðanir af þessu
tagi þarf að taka með löngum fyr-
irvara.
Ástæðan fyrir tómlæti stjórn-
arinnar í þessum efnum er ekki
skilningsskortur forystumanna
ríkisstjórnarinnar. Hún er sú að
í raun er ekki nægjanlegur stuðn-
ingur í baklandi þeirra fyrir slík-
um íhaldsúrræðum. Þeir komast
einfaldlega ekki nógu langt.
Grundvallarágreiningur er á
milli ríkisstjórnarflokkanna um
framtíðarstefnu í peningamál-
um. Hún ræður þó úrslitum varð-
andi samkeppnishæfni íslensks
atvinnulífs og stöðu heimilanna. Á
þessu sviði er að vísu einnig veik-
leiki í stefnu stjórnarandstöðu-
flokkanna.
Efnahagsáætlunin gerir ráð
fyrir stóraukinni verðmætasköpun
í orkufrekum iðnaði. Hugmynda-
fræðilegur ágreiningur útilokar að
þær forsendur endurreisnarinnar
verði að veruleika. Áætlunin gerir
einnig ráð fyrir framleiðniaukn-
ingu í sjávarútvegi. Af hugmynda-
fræðilegum ástæðum er áformað
að kippa þeirri stoð undan áætlun-
inni með því að hverfa frá mark-
aðsstýringu.
Þó að sumt hafi þokast í rétta átt
á liðnu ári er nú þegar ljóst að for-
ystumenn ríkisstjórnarflokkanna
hafa ekki af hugmyndafræðilegum
ástæðum nægan stuðning í eigin
röðum til að fylgja efnahagsáætl-
uninni eftir eins og nauðsyn kref-
ur. Þetta er pólitísk kreppa sem
horfast verður í augu við.
Endurreisnaráætlunin
Klípan er sú að fleiri lausn-ir eru sjáanlegar á efna-hagskreppunni en pólit-ísku kreppunni. Í raun
réttri er engin nærtæk lausn á
pólitísku hlið kreppunnar. Þjóðin
er enn að gera upp við fortíðina.
Kosningar eru þar af leiðandi ekki
líklegar eins og sakir standa til að
leysa hnútinn.
Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa
pólitískan hag af því að bíða rólegir.
Eftir hefðbundnum lögmálum ættu
þeir að styrkja stöðu sína þegar
áhrifin af pólitísku kreppunni fara
að koma fram af fullum þunga á
næsta ári. Við venjulegar aðstæð-
ur væri það eðlileg og lýðræðisleg
framvinda mála.
Tímarnir eru hins vegar óvenju-
legir. Veruleikinn er sá að þjóðin
hefur ekki efni á að taka áhættuna
af því að pólitíska kreppan fari að
bíta. Við erum of nærri nýju hruni
til þess að það sé verjanlegt.
Þjóðstjórn gæti verið kostur.
Hún leysir þó engan vanda ef hún
snýst bara um skiptingu ráðuneyta
eða valda. Hún þyrfti að fela í sér
samstöðu og sannfæringu fyrir
framkvæmd á öllum lykilatriðum
samstarfssamningsins við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn og framtíðar-
stefnu í peningamálum sem trygg-
ir samkeppnishæfni landsins.
Slík stjórn kallar á málamiðl-
un milli flokka. Aukheldur yrðu
allir flokkarnir í misríkum mæli
að taka afstöðu til mála sem inn-
byrðis ágreiningur er um. Það yrði
vandamest. Engin leið er að sætta
alla. Stjórnarandstaðan kæmi
því væntanlega fram í mismun-
andi hópum þingmanna einstakra
flokka eftir málum hverju sinni.
Þetta er ekki líklegur kostur.
Aðrir bera þó ekki við sjónar-
rönd.
Engin nærtæk lausn
Ekki heppilegastur
DV greindi frá því í gær að Jón
Sigurðsson, fyrrverandi formaður
Framsóknarflokksins, fyrrverandi
seðlabankastjóri og lektor við HR,
hafi verið ráðinn, án auglýsingar, til
að skrifa sögu Seðlabanka Íslands.
Hann hefur fengið rúmar fimm
milljónir fyrir verkið en óljóst er
um verklok. Jón telur líklegt að
leitað hafi verið til hans þar sem
hann hafi áður skrifað bækur
og nýlega haft aðgang að
trúnaðarskjölum bankans
sem starfsmaður. Það
er reyndar ástæðan
fyrir því að Jón ætti
alls ekki að skrifa
söguna; þá þarf
hann að leggja
hlutlægan dóm á eigin störf. Þarf að
spyrja hvort ekki væri heppilegra að
einhver utanaðkomandi gerði það?
Ekki reynslumestur
Jón lauk BA-prófi í íslensku og sagn-
fræði frá HÍ árið 1969. Hann hefur
skrifað tvær bækur um söguleg efni.
Það ætti því ekki að vera erfitt að
finna reynslumeiri sagnfræð-
ing en Jón til að skrifa sögu
Seðlabankans. Að vísu hefði
sá fræðimaður líklega ekki
haft sama aðgang og Jón að
trúnaðarmálum bankans.
Það hefði hins vegar
mátt leysa með því að
veita honum hann.
Leitað langt yfir skammt
Annað af þeim tveimur söguritum
sem Jón hefur skráð hingað til er
Bifrastarævintýrið og Jónasarskól-
inn. Þar er saga Samvinnuskólans á
Bifröst rakin en Jón var einmitt rektor
skólans. Það fer því að komast upp
í vana að Jón sé ráðinn til að skrifa
sögu vinnustaða sinna. Þess má geta
að saga Framsóknarflokksins hefur
aðeins verið skráð til ársins 1966.
Og fer ekki að líða að því að út komi
saga Háskólans í Reykjavík. Hver gæti
skrifað þær? Kannski einhver sem
áður hefur skrifað bækur og haft
aðgang að trúnaðarmálum
í krafti starfs síns?
bergsteinn@frettabladid.is
Það er ótrúlega margt líkt með rekstri fyrirtækis og þjóðfélags.
Stjórn fyrirtækis og lykilstjórnendur, alveg eins og Alþingi og
ríkisstjórn, þurfa að ná samstöðu í lykilmálum og vinna vel
saman. Yfirleitt nær fyrirtæki eða þjóðfélag ekki góðum árangri
nema stjórnendahópurinn sé samstíga.
Á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands síðastliðinn miðviku-
dag endurspeglaðist þetta víða í ræðum fyrirlesara, ekki síst
hjá Richard Vietor, prófessor við Harvard Business School.
Lýsti hann meðal annars árangri margra ríkja við að takast á
við efnahagserfiðleika á undanförnum áratugum. Hann nefndi
nokkur dæmi í því sambandi. Stjórnvöld verða að tryggja skýr-
an eignarrétt einstaklinga og fyrirtækja og skilvirkt atvinnulíf.
Efnahagsstefna, þar með talin skattastefna, peningamálastefna
og fleira, þarf að styðja við stefnu stjórnvalda. Það þarf að ríkja
frjálsræði í viðskiptum, en á sama tíma sterkt eftirlitskerfi með
fjármálamarkaðnum. Ekki má líða spillingu og ósiðlega viðskipta-
hætti. Koma þarf í veg fyrir of mikinn launamun í þjóðfélaginu,
hvetja til sparnaðar, en jafnframt fjárfestingu til hagvaxtar.
Íslendingar eru ekki einvörðungu að fást við bankahrun, efna-
hagshrun og gríðarlega miklar skuldir heldur ríkir einnig pólitísk
kreppa í landinu. Á sama tíma og grípa þarf til róttækra aðgerða
í efnahagsmálum, þá vantar samstöðu, skýra framtíðarsýn og
sóknaráætlun í mikilvægum málaflokkum.
Á viðskiptaþingi kom greinileg fram mikill vilji til að vinna
með stjórnvöldum að samstöðu um endurreisn atvinnulífsins. Svo
var að heyra á forsætisráðherra að ríkisstjórnin vilji jafnframt
leita samstöðu. En samstarfsvilji er ekki nóg, það þarf að vera
virkt samstarf og samstaða um stefnu og leiðir.
Stjórnvöld og forsvarsmenn atvinnufyrirtækja eru ekki sam-
stíga. Margir virðast halda að hægt sé að nýta áfram krónuna
sem gjaldmiðil í framtíðinni og aðrir halda að hægt sé að taka upp
evru án þess að ganga í Evrópusambandið. Sumir láta sig dreyma
um einhvern annan erlendan gjaldmiðil. Vonandi næst samstaða
í Icesave-málinu, en gjá er á milli atvinnulífsins og stjórnvalda í
mikilvægum málum svo sem kvótamáli sjávarútvegsins, skatta-
málum og vaxtamálum.
Það er tími til kominn að við áttum okkur á því að án öflugs
atvinnulífs og sterkra stjórnvalda náum við aldrei að byggja upp
velferðarsamfélag á Íslandi. Það er því ekki undarlegt að eftirfar-
andi spurningu hafi verið varpað fram á viðskiptaþingi: Er fram-
tíð fyrir íslenskt atvinnulíf? Þeirri spurningu var í raun svarað
játandi, en þá verða stjórnvöld og atvinnulíf að vinna saman til
að ná þeim markmiðum sem flestir virðast vera sammála um.
Íslendingar verði áfram í hópi þeirra þjóða sem búa við hvað best
lífskjör og lífsgæði.
Núna þurfum við samstöðu og þjóðarátak til að vinna okkur
út úr vandanum og tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það
getum við vel gert.
Samstaða er skilyrði fyrir samkeppnishæfni Íslands.
Pólitísk og efna-
hagsleg kreppa
ÞORKELL SIGURLAUGSSON SKRIFAR
m
ag
g
i@
12
o
g
3.
is
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…
Grundvalllarágreiningur er á
milli ríkisstjórnarflokkanna
um framtíðarstefnu í peninga-
málum.
Þjóðstjórn gæti verið kostur.
Hún leysir þó engan vanda ef
hún snýst bara um skiptingu
ráðuneyta og valda.