Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 26

Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 26
26 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR H arpa Elín Har- aldsdóttir hélt til Níkaragva til að vinna fyrir Þró- unarsamvinnu- stofnun í heil- brigðis- og menntamálum árið 2006 og ætlaði einungis að dvelja þar um nokkurra mánaða skeið. Þremur árum seinna hafði hún afrekað það að dansa í níkaragsku stjörnuleitinni og tekið þátt í fjöl- mörgum dansuppfærslum í þjóð- leikhúsinu og víðar. Harpa er með BA-próf í mann- fræði frá Háskóla Íslands og MA í alþjóðatengslum frá Institut d´Est- udis Internacionals í Barcelona en hafði fyrir komuna til Níkaragva aldrei lært að dansa. „Tónlist og dans hafa alltaf heillað mig en ég byrjaði ekki að dansa af neinni alvöru fyrr en í Níkaragva, 26 ára gömul. Ég gerði það til að komast inn í samfélagið og kynnast fólki því það má segja að dansinn slái taktinn í lífinu í Níkaragva,“ segir Harpa en í þjóðleikhúsinu þar í landi eru til að mynda miklu frekar sýndar þjóðdansasýningar heldur en leiksýningar. Harpa skráði sig því í níkaragsku dansakademíuna sem varð svo hennar annað heim- ili. „Ég byrjaði á því að læra alla þessa helstu latnesku dansa eins og salsa, merengue, bachata, reg- eton, samba, cumbia, palo de mayo og fleiri. Mér var seinna boðið að taka þátt í paratímum í salsa og þá varð ekki aftur snúið. Síðar kynnt- ist ég svo töfrum magadansins og þar opnaðist enn einn heimurinn fyrir mér. Ljóshærða töllið Harpa, sem er ljóshærð og hávax- in, skar sig strax úr. „Það var örugglega mjög fyndið að fylgj- ast með mér stíga fyrstu skref- in; mjaðmahnykkir og eldrautt ljóshært höfuð sem gnæfði upp yfir alla svörtu kollana.“ Eftir að hafa lokið starfi sínu fyrir Þró- unarsamvinnustofnun starfaði Harpa sem sjálfstæður ráðgjafi með hinum ýmsu opinberu stofn- unum og frjálsu félagasamtökum í Níkaragva. „Þegar fjölskyldan var spurð að því hvað ég væri að gera þarna úti í langtiburtistan skilst mér hins vegar að svarið hafi oftast verið: „ja hún er nú aðallega í því að dansa!“ Þótt langflestir dansi frá blautu barnsbeini í Níkaragva þá segir Harpa að lítið hafi verið um skipulagða kennslu í salsa- paradansi. Það kom í hennar hlut að taka þátt í því að byggja upp slíka kennslu með danskennara sínum, Ariel Talavera, og fleira góðu fólki. „Við mynduðum nokk- urs konar sýningarhóp til þess að kynna dansinn betur fyrir fólki og í tengslum við það tók ég þátt í þó nokkrum opinberum sýn- ingum og sjónvarpsþáttum. Við dönsuðum til að mynda tvisv- ar í úrslitaþætti í því sem mætti kalla „stjörnuleit Nígaragva.“ Þetta ljóshærða tröll vakti að vonum athygli og var ég í kjöl- farið stundum stoppuð úti á götu og spurð út í dansinn. Eins var ég fengin í fleiri sjónvarpsþætti og gerði Canal 10 til að mynda sérinnslag um Íslending í Ník- aragva. Þar talaði ég heilmik- ið um Ísland og dansinn og bauð svo upp á bolludagsbollur og ban- anabrauð.“ Harpa tók þrisvar sinnum þátt í danssýningum í Þjóðleikhúsi Ník- aragva ásamt því að taka snúning á minni leiksviðum. „Að dansa fyrir fullu þjóðleikhúsi var auð- vitað mögnuð reynsla og ég tel mig ótrúlega lánsama. Þá mun ég aldrei gleyma því þegar ég tók þátt í karnevali Managua-borg- ar með dansakademíunni. Ég var hluti af fjörutíu manna hópi sem æfði ákveðnar rútínur, hannaði búninga og dansaði klukkutím- um saman á götum borgarinnar. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina enda fylgir dansinum svo mikil gleði og ekki spillir fyrir að við unnum fyrsta sæti fyrir bestu kóreógrafíuna.“ Dansar í nýju landi Í júní árið 2009 sagði Harpa skil- ið við Níkaragva og hélt til Síle þar sem hún starfar fyrir GeoTh- ermHydro sem Íslenskar orku- rannsóknir, Mannvit og Verk- is standa að. „Þessi fyrirtæki komu saman til að bjóða þjónustu fyrir nýtingu á endurnýjanlegri orku í Suður- og Mið-Ameríku en þar er mikil þörf á því að breyta orkuframleiðslu frá, oft á tíðum innfluttri olíu, gasi og kolum, í umhverfisvænni orkugjafa. Fyr- irtækið vakti áhuga minn og ég ákvað að færa mig um set.“ Eitt af því fyrsta sem Harpa gerði þegar hún kom til Síle var að leita uppi dansstaði. „Hér er þó nokk- uð framboð af dansskólum og hef ég aðeins náð að kynnast þeim. Ég hef þó ekki náð sama skriði og í Níkaragva en þar dansaði ég í þrjá til fjóra tíma á dag alla daga nema sunnudaga. BailemosSalsa- dansskólinn hér í Síle hafði hins vegar samband við mig eftir að hafa séð mig dansa og bað mig um að taka þátt í sýningu á hans vegum. Þær urðu tvær 2009 og sýndum ég og danskennarinn, Danilo Fernandes, salsa og kúb- anska rúmbu. Nú erum við að skipuleggja næstu skref sem verða væntanlega í bachata auk þess sem við munum halda áfram med rúmbuna.“ Ómögulegt að dansa með fýlusvip Harpa, sem lagði ein af stað út í heim, fyrst fyrir um níu árum, segir dansinn frábæra leið til að kynnast fólki. „Það er svo mikil gleði sem fylgir honum. Þú fyll- ist orku og ég hef ekki enn þá séð neinn sem dansar með fýlusvip. Ég hef tengst fólki af öllum stærðum og gerðum í gegnum þessa gleði sem við deilum og á þétt vinanet. Dansar í fríum Þó Harpa hafi verið búsett erlend- is jafn lengi og raun ber vitni þá hefur hún engu að síður náð að kynnast íslenskri salsa-menningu. „Ég tók mér langt jólafrí heima á Íslandi árið 2008 og gat ekki hugs- að mér að vera án dansins. Ég fór á stúfana og var svo heppin að kom- ast í samband við Eddu Blöndal og allt hið frábæra fólk sem stendur að SalsaIceland. Þar er mikið líf og ég náði meira að segja að fara með þeim í frábæra dansferð til Svíþjóðar, en auk þess að vera með góða kennara hér heima þá starfar félagið náið með frábærum döns- urum frá Stokkhólmi sem koma reglulega til Íslands til að halda námskeið. Nú er svo komið að ég er farin að skipuleggja jólafríið mitt í kringum jólaball SalsaIceland sem ég vil ómögulega missa af. Að dansa er eins og að draga andann En hvernig skyldi Harpa sjá fram- tíðina fyrir sér? „Ætli planið sé ekki bara að njóta og nýta sem best þau tækifæri sem bjóðast hverju sinni. Ég ætlaði að koma heim eftir masterinn í Barcelona, og hér er ég sex árum síðar! Svo það er aldrei að vita. Það er hins vegar alveg á hreinu að dansinn er kominn inn í mitt líf til að vera. Auk hreyfingarinnar, félagsskap- arins og gleðinnar þá er þetta orðin tjáningarleið, nokkurs konar framlenging af mér. Ég verð að viðurkenna það að ég er algjör- lega háð því að dansa og er dans- inn mér jafn nauðsynlegur og að draga andann. Ég hugsa þó að ég fari seint að segja upp dagvinn- unni og leggja þetta fyrir mig. Ég stefni bara á að njóta til fullnustu og brosa fram í síðasta snúning.“ Brosir fram í síðasta snúning Í Santíago býr íslensk kona sem hefur náð undraverðum tökum á danslistinni þrátt fyrir að hafa ekki byrjað að dansa fyrr en komin vel á þrítugsaldur. Þetta er Harpa Elín Haraldsdóttir sem hélt til náms til Barcelona fyrir níu árum, ílengdist í Níkaragva og notar nú hvert tækifæri til að dansa í Síle. Vera Einarsdóttir ræddi við hana um dansinn sem dunar í æðum hennar. Harpa var fljót að leita uppi dansstaði þegar hún flutti til Síle árið 2009. Hér er hún með Danilo Ferndandes að sýna salsa. DANSAÐI AÐALLEGA Harpa fór utan til að vinna fyrir Þróunarsamvinnustofnun að heilbrigðis- og menntamálum en þegar fjöl- skylda hennar var spurð að því hvað hún væri að gera var svarið oftast að hún væri aðallega að dansa. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI Í Níkaragva byrjaði Harpa að læra latneska dansa en kynntist svo töfrum salsa og magadans. Harpa hélt ein út í heim og segir dansinn frábæra leið til að kynnast fólki. Hún á orðið þétt net vina af öllum stærðum og gerðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.