Fréttablaðið - 20.02.2010, Síða 30

Fréttablaðið - 20.02.2010, Síða 30
30 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR N ýlega heimsótti ég vin minn í Kópa- vogi og tók eftir því að hann var kominn með nýja mynd upp á vegg hjá sér. Myndin, eldgömul svart- hvít mynd sem búið var að lita, sýnir vörpulegan karl í víkinga- búningi og ég fékk að vita að þetta væri Oddur sterki af Skag- anum. Ég er þokkalega að mér í sérkennilegum fýrum fortíð- ar en hafði aldrei heyrt á þenn- an minnst áður. Pabbi vinar míns gaf honum myndina og sagði að Oddur hefði oft riðið um Reykja- vík í fullum víkingaskrúða. Það er upplýsingaöld svo ég kynnti mér málið þegar ég kom heim. Oddur Sigurgeirsson, oftast kallaður Oddur sterki af Skagan- um, fæddist 1879. Hann var sjó- maður frá 15 ára aldri en hætti um fertugt eftir slys. Þá virðist hann helst hafa haft það sér til dundurs að setja svip á bæjar- lífið. Karlinn var heyrnardauf- ur og talaði hátt. Hann vakti alls staðar mikla athygli hvert sem hann fór. Krakkar eltu hann stundum með hrópum, meðal annars söngnum „Oddur sterki af Skaganum, með rauða kúlu á maganum.“ Oddur var hrekklaus og barngóður og sagði í viðtali við Alþýðublaðið 1935 í tilefni af 56 ára afmæli sínu: „Mér þykir vænst um öll lítil börn, eins þó þau séu óhrein og mömmurn- ar mega ekki hræða börn með mér. Svo finnst mér líka vænt um hestinn minn og hundinn. Hann sefur í stofunni hjá mér. Ég, hundurinn og hesturinn erum alltaf saman og mér þykir mest gaman að því að vera með þeim í góðu veðri upp í sveit.“ Harðjaxl stuðar íhaldið Þar sem kynlegir kvistir eru má oft finna hina svokölluðu gár- unga. Oddur fór ekki varhluta af þessu. Litla-kaffi á Laugavegi 6 var bækistöð vinstri manna á 3. áratugnum. Þar réð Hannes Kristinson ríkjum og hann fékk þá hugmynd að gefa út blaðið Harðjaxl og láta Odd vera lepp fyrir því. Oddur var dubbaður upp sem ritstjóri og eigandi blaðs- ins og gekk svo um bæinn og seldi það sem Hannes og aðrir vinstri sinnaðir gaurar skrifuðu í blaðið í góðu flippi. „Það var prakkarastrik, and- skotans prakkarastrik, mesta prakkarastrik, sem ég hef nokk- urn tíma gert,“ sagði Hannes í viðtali við Þjóðviljann 1964. „Ég var í andstöðu við þetta íhaldsdót og fannst vitlaust, sem það hélt fram – og þá var vitanlega rök- rétt að tefla fram gegn því mann- inum sem það taldi vitlausan, ef hann skyldi geta leiðrétt í því vitl- eysuna. Það vissu allir að Oddur fékk aðstoð við blaðið.“ Blaðið kom óreglulega út í nokk- ur ár. Þar var djöflast á íhaldinu. Íhaldsmenn voru vitanlega ekki ánægðir. Í leiðara Morg- unblaðsins haustið 1924 mátti lesa: „Heldur má það kallast lúaleg rit- mennska að ota nafni andlega farlama manns fram fyrir sig og slengja á bak einstæðs gamal- mennis þeirri skömm sem að þeim skrifum sem í blaðinu eru.“ Oddur var 45 ára þegar þetta var ritað. Kóngurinn brosir Nokkru fyrir Alþingishá- tíðina á Þingvöllum 1930 var Oddi færður víkinga- búningur og tilheyrandi vopnabúnaður úr tré. Þetta var ekki síst gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að aðrir létu sjá sig í svona klæðnaði á hátíð- inni. Betri borgarar reyndu hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir að Oddur hitti Kristján X. Dana- konung sem var heiðursgestur á hátíðinni. Oddur átti það nefni- lega til að hrópa níð um konung á ferðum sínum um Reykjavík. Allt kom fyrir ekki og Oddur kom ríðandi í fullum skrúða beint í flas ið á konungi. Kóngurinn hefur greinilega haft góðan húmor fyrir Oddi því aldrei áður hafði hann brosað jafn breitt til íslensks þegns. Ástæðan fyrir brosi Odds var hins vegar sú að kóngurinn gaukaði að honum tíkalli. „Þegar konungurinn hefir gefið manni 10 krónur þá getur maður ekki hróp- að eins og bolsévíki: Niður með kónginn!“ sagði hann síðar. Margar fyndnar flökkusögur gengu um Odd. Ein sú þekktasta er lýsing hans sjálfs á áflogum sem hann lenti í: „Þá kom hann á móti mér með hnífinn í annarri og krepptan hnefann í hinni. Svo lagði hann á flótta. Ég á undan og hann á eftir.“ Oddur virðist hafa verið spar á fé. Hann hafði nurlað saman 40 þúsund krónum árið 1947 sem hann gaf Sjómannafélagi Reykja- víkur. Hann dvaldi síðustu árin á elliheimilinu Grund og lést árið 1953, 73 ára að aldri. Kjörsonur Roosevelt Ég spurði pabba (f. 1926) út í Odd. Hann sagðist vel muna eftir honum: „Það vissu allir hver Oddur var. Hann var lítill karl Furðumenn og gárungar fortíðar FRIÐARBOÐINN AUGLÝSTUR úr Alþýðublaðinu 1942. ODDUR STERKI OG KRISTJÁN X. DANAKONUNGUR Þessi mynd er þó líklega fölsuð heimild um fund kappanna. Sérkennilegir menn fortíðar hafa verið Dr. Gunna hugleiknir að undan- förnu. Hér segir af tveimur sem voru landsfrægir menn á sinni tíð. Þeir urðu báðir leiksoppar hinna svokölluðu gárunga sem hjálpuðu þeim í útgáfustarfsemi. Bæði Oddur sterki og Jóhannes Kr. Jóhannesson létust árið 1953. Árið 1927 mátti lesa í Alþýðublaðinu: „Oddur Sigurgeirsson tilkynnir: Hefi látið gera mér grafarmerki á klappirnar fyrir innan Lækjarhvamm. Þessi er áletrunin: Oddur Sigurgeirsson ritstjóri, 1927. Letrið er mjög greinilegt, höggvið djúpt á klöppina, sem er hér með friðlýst á meðan ég lifi. En þá er ég hefi verið grafinn, bið ég velunnara mína og flokksbræður að kljúfa það stykki af klöppinni, sem letrið er á, og færa það á gröf mína. Þar fyrir skulu koma allir mínir eftirlátnu fjármunir, bæði í föstu og lausu. Ef þessari beiðni minni verður ekki sinnt, mun ekki heiglum hent að hitta mig á kvöldgöngu minni þeirri, er ég rölti þegar þar að kemur.“ Klöppin stendur enn á sínum stað, er við endann á bílastæði fyrir aftan bygginguna að Ármúla 3. Áletrunin er þarna líka en er orðin ansi veðruð og ógreinileg. Fyrirmælum Odds um að höggva áletrunina úr klöppinni og flytja á leiðið hans hefur ekki verið framfylgt. Samt hefur ekki orðið vart við afturgöngu hans, eins og hótað var 1927. Enda engin ástæða til. Á leiði hans í Fossvogskirkjugarði er látlaus en myndarlegur bautasteinn. Klöppin á sínum stað. Áletrunin er óljós en þó sýnileg enn. Þegar konungurinn hefir gefið manni 10 krónur þá getur maður ekki hrópað eins og bolsévíki: Niður með kónginn! KLÖPPIN HANS ODDS STERKA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.