Fréttablaðið - 20.02.2010, Side 38

Fréttablaðið - 20.02.2010, Side 38
4 FERÐALÖG Meginstarfsemi SEEDS á Íslandi snýst um að taka á móti fólki sem kemur hingað til að vinna en frá árinu 2006 hafa samtökin tekið á móti 1.300 sjálfboðaliðum alls staðar að úr heiminum. Rétt eins og sjálfboðaliðarnir sem fara héðan til útlanda, vinna þeir sem hingað koma að umhverfis- og menningarmálum og er það leiðarljós samtakanna að stuðla að menningarlegum skilningi í gegnum þá vinnu. Verkefni sem þeir hafa komið að eru meðal annars að hreinsa strandlengjur, gróðursetja tré, leggja og laga göngustíga, viðhalda minjum og fornleifum, mála, ýmis landbúnaðarvinna og að aðstoða við menningarhátíðir á borð við Gay Pride og menningarnótt og þar fram eftir götunum. Unnið er víðs vegar um landið og eru samtökin í samstarfi við bæj- arfélög, önnur samtök og einstaklinga sem vinna að því að fegra og bæta Ísland, viðhalda menningu landsins og minjum. Sjálfboðaliðarnir fá þannig tækifæri til þess að lifa, starfa og kynnast íslenskri menn- ingu, samfélögum og fólki. Þ eir sem hafa áhuga á að ferðast til fjarlægra landa, læra sitthvað um þjóðina og jafnvel leggja eitthvað af mörkum til hennar líka ættu að velta fyrir sér þeim kosti að fara utan á vegum frjálsu félagasamtakanna SEEDS. Sam- tökin, sem eru alþjóðleg og starfa um allan heim, eru rekin án hagn- aðarsjónarmiða og hafa það hlut- verk að stuðla að menningarlegum skilningi í gegnum vinnu tengda umhverfismálum. Starfsfólk skrifstofunnar hér er þó einnig í því að aðstoða Íslend- inga sem vilja fara út til að starfa í vinnubúðum. „Allt eru þetta verk- efni sem eru tengd félagslegum þáttum og umhverfinu. Fólk getur verið að gróðursetja tré, hreinsa ákveðin svæði, hlúa að einhverj- um minjum eða að kenna börnum á munaðarleysingjaheimilum eða leikskólum. Fólk vinnur í 25 til 30 manna hópum, býr saman, vinnur saman og gerir í raun allt saman. Verkefnin leggja til fæði og hús- næði og fólkið leggur fimm til sex vinnustundir á móti,“ útskýr- ir Anna Lúðvíksdóttir, ein þeirra sem starfa á skrifstofu SEEDS á Íslandi. Hún hvetur fólk eindreg- ið til að leita til sín eða samstarfs- fólks hennar, því möguleikarnir séu fjölmargir, enda um 100 lönd í boði og þúsundir verkefna. Nú hugsa ábyggilega margir: „Þetta er nú aldeilis sniðugt en ekki fyrir fjölskyldu eins og okkur“. En þeir geta tekið gleði sína, því mörg verkefnanna eru með fjölskylduvænar vinnubúð- ir. „Það eru nokkur lönd sem hafa helst verið með slíkar búðir: Ítalía, Eistland, Þýskaland og Georgía sem dæmi. Þær eru þannig gerðar að fólk með börn á sínum snærum, foreldrar eða jafnvel amma og afi, geta komið saman. Þá er boðið upp á verkefni sem börnin geta tekið þátt í, það getur til dæmis verið að taka upp og hreinsa grænmeti. En auðvitað eru börnin ekki látin vinna eins og fullorðna fólkið, svo þá er sérstök skemmtidagskrá í boði fyrir þau.“ Þá eru jafnframt búðir fyrir fólk eldra en 30 ára. „Það er gert vegna þess að fólk sem tekur þátt í svona verkefnum er oft í yngri kantin- um. Búðirnar fyrir eldra fólkið eru þá hugsaðar fyrir þá sem vilja síður vera í þessum „háskólafíl- ingi“,“ útskýrir Anna. „Þá færðu til dæmis gistiaðstöðu sem er örlít- ið meira út af fyrir sig og þess háttar.“ Þátttakendur í vinnubúðum SEEDS greiða 10 þúsund krónur í umsýslugjald til íslensku sam- takanna og þurfa sjálfir að koma sér á staðinn. Í sumum tilfellum er auka-umsýslugjald, svo sem í fjöl- skyldubúðunum. Að jafnaði eru vinnubúðirnar um tveggja vikna langar en SEEDS tekur jafnframt þátt í lengri verkefnum sem eru í boði fyrir fólk á aldrinum 18 til 30 ára og eru styrkt að fullu af Evr- ópusambandinu. Á heimasíðunni www.seedsiceland.org er hægt að nálgast frekari upplýsingar um verkefnin. holmfridur@frettabladid.is Í VINNUBÚÐUM Á FJARLÆGUM SLÓÐUM Ævintýragjarnir ferðalangar sem hafa áhuga á að leggja sitt að mörkum til um- hverfi sins ættu að skoða möguleikana sem félagasamtökin SEEDS hafa að bjóða. Vinabönd Ung sambísk stúlka vingast við sjálfboðaliða á vegum SEEDS. Í Aserbaídsjan Verkefnin sem sjálfboðaliðar SEEDS vinna að eru af ólíku tagi í meira en eitt hundrað löndum. Í Gana Sjálfboðaliði frá SEEDS, skólabörn og kennarar í Gana. Á Íslandi Sjálfboðaliðar á vegum SEEDS hreinsa strandlengjuna á Patreksfirði. 1.300 HAFA KOMIÐ HINGAÐ Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Benedikt • benediktj@365.is • sími 512 5411 Bjarni Þór • bjarni thor@365.is • sími 512 5471 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 5125439 Sigríður Dagný • sigridurdagny@365.is • sími 5125462 Kemur út þriðjudaginn 23. febrúar Fermingar Sérblað Fréttablaðsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.