Fréttablaðið - 20.02.2010, Side 40

Fréttablaðið - 20.02.2010, Side 40
6 FERÐALÖG eiga það líka til að myndast hér. „ Á opnunarkvöldinu sem var um miðjan desember kom auðvitað ekkert annað til greina en að fá Magga Legó til að þeyta skífum,“ segir Sunneva en hópur Íslend- inga fylgdi honum á opnunarhelg- ina. „Það má með sanni segja að nokkrir Íslendingar hafi fengið tár í augun þegar þeir komu hing- að og sáu Sirkus endurfæddan.“ Sunneva tekur þó skýrt fram að þetta sé ekki sami staðurinn og í Reykjavík. „Þetta er Sirkus Fær- eyjar. Þetta er útibú frá gamla Sirkus. Hér er að skapast stemn- ing sem er sérstök og skemmtileg á sinn eigin hátt.“ Staðurinn hefur verið feikivin- sæll meðal listafólks og tónlist- arfólks sem sækir hann bæði á rólegum vikukvöldum og um helg- ar þegar fjör færist í leikinn. „Í miðri viku erum við með bíókvöld, rauðvín og ostakvöld svo eitthvað sé nefnt. Með sumrinu stefnum við svo á að vera með einfaldan og góðan matseðil svo fólk geti líka sest hér að snæðingi.“ Sunn- eva býst við að nóg verði að gera í sumar en þá fyllast Færeyjar af túristum. „Það verður til dæmis mikið fjör hérna í júní því þá er bæði Ólafsvakan og G-festival tón- listarhátíðin í gangi.“ Sunneva er ein af skipuleggjendum G-festivals og sér um danshliðina á tónlistinni þar en vinsældir hátíðarinnar hafa farið vaxandi og þar spilar fjöldi erlendra og innlendra hljómsveita. Hún ritstýrir einnig tímaritinu MESS sem svipar að nokkru leyti til tímaritsins Mónitor á Íslandi og fjallar um tísku, tónlist og afþrey- ingu. „Það er gífurlega mikið að gerast í menningarlífi Færeyja. Það vantaði bara alltaf stað eins og Sirkus. Nú er þetta allt á upp- leið,“ segir hún og hlær. Íslensk hönnun á neðstu hæðinni Á neðstu hæð byggingarinnar sem hýsir Sirkus er verslunin Zoo til húsa og er hugarfóstur þeirra Sunnevu og Jóels. Versluninni stýrir Ómar Pálsson sem er hálf- ur Færeyingur og bjó í Reykjavík í nokkur ár. „Ég var reyndar við það að flytja út aftur frá Færeyj- um þegar þessi hugmynd kom upp. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og hönnun og lærði tísku- markaðssetningu í London. Það er því spennandi að fá íslenska hönn- uði til að selja vörur sínar hérna hjá okkur.“ Í Zoo er meðal ann- ars að finna fatnað frá merkjun- um Kalda, Dead, Eygló og hnýtt- ir hálstreflar frá Philippe Clause. Auk þess er skemmtilegt úrval Sirkus endurfæðist í Færeyjum: Sunneva og Jóel við barinn á Sirkusi en hann er næstum því alveg eins og hann var á gamla Sirkusi. Utandyra er Srikus Föroyar skreyttur með pálmatrjám og túrkísblárri málningu eins og hann var á Klapparstígnum. Húsgögnin ´á báðum hæðum eru fengin úr Fríðu frænku og héðan og þaðan. Ómar Pálsson í versluninni Zoo en þar hefur gömlu baðkari verið breytt í búðarborð. LJÓSMYNDIR: ÞÓRÐUR GRÍMSSON FRAMHALD AF FORSÍÐU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.