Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 40
6 FERÐALÖG
eiga það líka til að myndast hér.
„ Á opnunarkvöldinu sem var um
miðjan desember kom auðvitað
ekkert annað til greina en að fá
Magga Legó til að þeyta skífum,“
segir Sunneva en hópur Íslend-
inga fylgdi honum á opnunarhelg-
ina. „Það má með sanni segja að
nokkrir Íslendingar hafi fengið
tár í augun þegar þeir komu hing-
að og sáu Sirkus endurfæddan.“
Sunneva tekur þó skýrt fram að
þetta sé ekki sami staðurinn og í
Reykjavík. „Þetta er Sirkus Fær-
eyjar. Þetta er útibú frá gamla
Sirkus. Hér er að skapast stemn-
ing sem er sérstök og skemmtileg
á sinn eigin hátt.“
Staðurinn hefur verið feikivin-
sæll meðal listafólks og tónlist-
arfólks sem sækir hann bæði á
rólegum vikukvöldum og um helg-
ar þegar fjör færist í leikinn. „Í
miðri viku erum við með bíókvöld,
rauðvín og ostakvöld svo eitthvað
sé nefnt. Með sumrinu stefnum
við svo á að vera með einfaldan
og góðan matseðil svo fólk geti
líka sest hér að snæðingi.“ Sunn-
eva býst við að nóg verði að gera
í sumar en þá fyllast Færeyjar af
túristum. „Það verður til dæmis
mikið fjör hérna í júní því þá er
bæði Ólafsvakan og G-festival tón-
listarhátíðin í gangi.“ Sunneva er
ein af skipuleggjendum G-festivals
og sér um danshliðina á tónlistinni
þar en vinsældir hátíðarinnar hafa
farið vaxandi og þar spilar fjöldi
erlendra og innlendra hljómsveita.
Hún ritstýrir einnig tímaritinu
MESS sem svipar að nokkru leyti
til tímaritsins Mónitor á Íslandi og
fjallar um tísku, tónlist og afþrey-
ingu. „Það er gífurlega mikið að
gerast í menningarlífi Færeyja.
Það vantaði bara alltaf stað eins
og Sirkus. Nú er þetta allt á upp-
leið,“ segir hún og hlær.
Íslensk hönnun á neðstu hæðinni
Á neðstu hæð byggingarinnar
sem hýsir Sirkus er verslunin Zoo
til húsa og er hugarfóstur þeirra
Sunnevu og Jóels. Versluninni
stýrir Ómar Pálsson sem er hálf-
ur Færeyingur og bjó í Reykjavík
í nokkur ár. „Ég var reyndar við
það að flytja út aftur frá Færeyj-
um þegar þessi hugmynd kom upp.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
tísku og hönnun og lærði tísku-
markaðssetningu í London. Það er
því spennandi að fá íslenska hönn-
uði til að selja vörur sínar hérna
hjá okkur.“ Í Zoo er meðal ann-
ars að finna fatnað frá merkjun-
um Kalda, Dead, Eygló og hnýtt-
ir hálstreflar frá Philippe Clause.
Auk þess er skemmtilegt úrval
Sirkus endurfæðist í Færeyjum: Sunneva og Jóel við barinn á Sirkusi en hann er næstum því alveg eins og hann var á gamla Sirkusi. Utandyra er Srikus Föroyar skreyttur með pálmatrjám og túrkísblárri málningu eins og hann var á
Klapparstígnum. Húsgögnin ´á báðum hæðum eru fengin úr Fríðu frænku og héðan og þaðan. Ómar Pálsson í versluninni Zoo en þar hefur gömlu baðkari verið breytt í búðarborð. LJÓSMYNDIR: ÞÓRÐUR GRÍMSSON
FRAMHALD AF FORSÍÐU