Fréttablaðið - 20.02.2010, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 20. febrúar 2010 7
Hlutverk Flugstoða nú er að annast rekstur og uppbyggingu
allra flugvalla og lendingarstaða á Íslandi, annarra en Keflavíkur-
flugvallar auk þess að annast alla flugleiðsöguþjónustu sem
Ísland veitir fyrir alþjóðlegt flug og innanlands flug. Einnig að
fara með réttindi og annast skuldbindingar íslenska ríkisins
samkvæmt alþjóðasamþykktum, alþjóðasamningum eða samningum við önnur ríki þ.m.t.
vegna Alþjóðaflugþjónustunnar. Nánari upplýsingar: www.flugstodir.is
Keflavíkurflugvöllur ohf. tók við rekstri Keflavíkurflugvallar og
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 1. janúar 2009 en félagið var stofnað
til að annast rekstur, viðhald og uppbyggingu flugvallarins og flug-
stöðvarinnar. Félagið annast einnig flugleiðsöguþjónustu og þjónustu
við flugrekendur, rekstur verslana með tollfrjálsar vörur og aðra
starfsemi sem nauðsynlegt er að sé innan haftasvæðis flugverndar auk þess að sjá um
hagnýtingu flugvallarins í þágu öryggis- og varnarmála og að stuðla að samvinnu við aðra
aðila um aukna nýtingu flugvallarsvæðisins. Nánari upplýsingar: www.keflavikurflugvollur.is
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Forstjóri
Sameinað félag Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf. óskar eftir að ráða
forstjóra til starfa. Forstjóri mun hafa með höndum yfirstjórn sameinaðs félags og
fara með daglega stjórn fyrirtækisins í umboði stjórnar og í samræmi við samþykkta
stefnu. Forstjóri fer með yfirstjórn flugleiðsöguþjónustu, flugvallareksturs, tæknimála
og stoðstarfsemi og ber ábyrgð á frekari viðskiptaþróun félagsins í samvinnu við
framkvæmdastjóra sviða.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Forstjóri mun m.a. bera ábyrgð á upp byggingu
og stefnumótun hins nýja fyrirtækis í samráði við
stjórn þess.
• Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi félagsins og
dótturfélaga þess og að gerðar séu áætlanir um
rekstur fyrirtækisins og framkvæmdir innan þess.
Hann ber ábyrgð á að rekstrarfyrirmælum Flug-
málastjórnar Íslands sé framfylgt og að lögum,
reglu gerðum og öðrum ytri kröfum í starfsemi
fyrirtækisins sé fylgt.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Gerð er krafa um háskólapróf í verkfræði, viðskiptum eða
lögfræði eða sambærilegum greinum sem nýtast í starfi.
Framhaldsmenntun í viðkomandi greinum er æskileg.
• Gerð er krafa um víðtæka reynslu af stjórnun verkefna og
starfsmanna.
• Viðkomandi þarf að hafa mjög gott vald á íslenskri og enskri
tungu.
• Reynsla af rekstri fyrirtækja og/eða stofnana er nauðsynleg.
• Reynsla af sameiningu fyrirtækja og rekstrareininga er kostur.
• Reynsla og þekking á flugtengdri starfsemi er kostur.
• Hæfni í mannlegum samskiptum er mjög mikilvæg.
Upplýsingar veitir
Þórir Þorvarðarson hjá Hagvangi í
síma 520 4700 eða tölvupósti,
thorir@hagvangur.is.
Farið er með allar umsóknir sem
trúnaðarmál og öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu
liggur fyrir.
Umsóknir og fylgigögn sendist á
thorir@hagvangur.is eða á skrifstofu
Hagvangs merkt: „Forstjóri Flug-Kef“.
Umsóknarfrestur er til og með
3. mars nk.
Leitað er eftir kraftmiklum stjórnanda með víðtæka stjórnunarreynslu og framúrskarandi samskiptahæfileika.
Hann þarf að hafa mikinn framkvæmdavilja og metnað fyrir hönd fyrirtækisins.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nýtt framsækið opinbert hlutafélag hefur verið stofnað og mun taka yfir hlutverk Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf.
Tilgangur sameiningar innar er að efla og bæta þjónustu við flugfarþega, flugrekendur og aðra samstarfsaðila, innlenda og erlenda.
Lögð verður áhersla á að samhæfa alla starfsemi sem heyrir undir sameinað félag. Hjá sameinuðu félagi munu starfa tæplega 700
manns. Nýja félagið, sem hlotið hefur vinnuheitið Flug-Kef ohf., er stofnað samkvæmt heimild í lögum nr. 153/2009.
Sjóvá óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa á tjónasviði félagsins.
Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem á auðvelt með að starfa sjálfstætt og takast á
við krefjandi og fjölbreytt verkefni.
Starfssvið:
Ákvörðun bótaskyldu og uppgjör skaðabótamála vegna líkamstjóna
Umsagnir til málskotsnefndar ásamt ráðgjöf og samskiptum við starfsmenn,
viðskiptavini og lögmenn
Miðlun upplýsinga til starfsmanna og viðskiptavina ásamt tilfallandi verkefnum
Hæfniskröfur:
Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
Þekking og áhugi á vátrygginga- og skaðabótarétti
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð ásamt hæfileikum til upplýsingamiðlunar
Hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að sýna frumkvæði og kraft í starfi
Mjög gott vald á rituðu máli
Nánari upplýsingar veitir Guðrún I. Guðlaugsdóttir, fræðslustjóri, í síma 440 2327. Umsókn
skal fylla út á www.sjova.is, merkt „Lögfræðingur“ fyrir 1. mars 2010.
Sjóvá er lei›andi félag sem leggur metna› sinn í a› tryggja ver›mætin í lífi fólks. Bo›i› er
upp á gott starfsumhverfi fyrir hæft starfsfólk, ásamt tækifæri fyrir hvern og einn til a›
eflast og flróast í starfi.
Lögfræðingur
SJÓVÁ | KRINGLUNNI 5 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 440 2000 | FAX 440 2020 | SJOVA.IS | SJOVA@SJOVA.IS
sími: 511 1144