Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 65
FERÐALÖG 7 HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA Í GAUTABORG? Ég hef búið í Gautaborg, með unnusta mínum Magnúsi Jóhannessyni, síðan í ágúst og er nemandi í bókmennta- og listfræði við háskól- ann. UPPÁHALDSVEITINGASTAÐUR? Í Gautaborg ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi, hér eru margir staðir sem bjóða til dæmis einungis upp á lífrænan mat eða grænmetis- og vegan- rétti. Uppáhaldsstaðirnir mínir eru sushi-stað- irnir sem eru hérna víðs vegar um borgina. Þeir eru yfirleitt með góð hádegistilboð sem henta vel námsmannapyngju. BESTI BARINN? Helsti gallinn við næturlífið hérna er að oft þarf maður að borga um 100 kr. sænskar við innganginn eða maður er skyldug- ur að geyma yfirhöfnina fyrir um 20 kr., sem hentar ekki vel fyrir íslenskan námsmann. Það er reyndar á sumum stöðum hægt að komast hjá þessu gjaldi með því að mæta fyrir klukkan ellefu. Að mínu mati eru skemmtilegustu barirnir á Andra Långgatan i Linnéstaden. Þar eru nokkrir barir í röð og maður fær smá svona Laugavegsfíling. Það er líka plús að það þarf ekki að borga inn og yfirleitt er afslappaðra andrúmsloft þar en á klúbbunum þar sem þarf að borga. SKEMMTILEGASTI SUNNUDAGSBÍLTÚRINN? Um helgar er gaman að taka sporvagninn i Slottsskogen sem er náttúrusvæði nánast í miðbæ Gautaborgar og labba þar um. Þar er margt að skoða og sérstaklega gaman að fara í Náttúrugripasafnið þar sem meðal annars má sjá uppstoppaða steypireyði. ÞAÐ SEM KOM MÉR MEST Á ÓVART? Hversu góðar samgöngur eru hérna í borginni, auðvelt og fljótlegt að ferðast um. Einnig fannst mér gaman að upplifa langt haust og hvað laufin voru lengi að falla af trjánum. Í VOR MÁ ALLS EKKI MISSA AF? Að skoða allt það sem listasöfn Gautaborgar hafa upp á að bjóða og sitja úti og drekka kaffi þegar vorblómin blómstra. UPPÁHALDSVERSLUNARHVERFIÐ? Skemmti- legast er að fara í allar second hand-búðirnar og flóamarkaðina. Myrorna er skemmtileg búð sem er hjá Järntorget og þar er hægt að finna margt skemmtilegt bæði til heimilisins og fatnað. Ef maður vill fara á flóamarkað þá mæli ég með Bellavue og Kvibergs marknad i Gamle staden, það er reyndar bara opið um helgar. En passið að mæta snemma því það lokar klukkan 15 og margir byrja að pakka saman fyrr. MATUR SEM MAÐUR VERÐUR AÐ SMAKKA? Allir verða að fá sér kjötbollur í Ikea, mjög sænskt og ódýrt. Einnig mæli ég með elgskjöti, en það er langbest á haustin þegar veiðitíma- bilið er. HEIMAMAÐURINN  Gautaborg BIRNA HELENA CLAUSEN, NEMI „vintage“ fatnaðar og fleiri íslensk merki eru væntanleg. „Mér líður mjög vel með að hafa Sirkus hérna í Þórshöfn og þetta er eini staðurinn sem ég get hugsað mér að sækja hér,“ segir Ómar sem segir það kaldan veruleika Fær- eyinga að margir halda þaðan í nám erlendis og snúi ekki aftur til baka. „Það verður að skapa eitthvað nýtt og spennandi hérna í Þórshöfn og halda unga fólkinu á staðnum. Þetta er vonandi inn- legg í það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.