Fréttablaðið - 20.02.2010, Síða 67

Fréttablaðið - 20.02.2010, Síða 67
FERÐALÖG 9 Fyrir kvöldverð þykir mér ljúft að slappa af á siglingu upp Tonle Sap með vinum mínum og stoppa á besta bar borgarinnar, Maxine, sem er oft kenndur við eigandann Snow. Hundruð bjallna hanga í loft- inu, ljúfur blær frá ánni og ein- stök málverk sem hanga á veggj- um barsins skapa andrúmsloft sem finnst á fáum stöðum í Phnom Penh. Það er alltaf gaman að tala við Snow því hann hefur verið í Phnom Penh í tæp 20 ár og hefur margar ótrúlegar sögur að segja. Þegar hungur leiðir hugann verð- um við að fara aftur yfir ána upp í tuktuk (mótorhjól með farþega- kerru í eftirdragi) og minn uppá- haldsveitingastað, Scoop. Fúsjón af bestu gerð er framleidd á þess- um nýtískulega veitingastað sem gæti verið hvar sem er í heimin- um. Matseðill sem ég mæli með, og fæ mér oftast, er hörpudiskur í forrétt, steikt önd með fois gras salat í aðalrétt og hraunkaka í eft- irrétt, annars er allt á matseðlin- um frábært. Ef við erum í stuði eftir veisluna á Scoop veljum við á milli þúsund bara og skemmtistaða. Sé mjög heitt verður Elsewhere fyrir val- inu, þar sem eru bestu kokteilar borgarinnar og notaleg sundlaug til að kæla sig niður. Minn uppáhalds kokteill er Passion Paradise ásamt Elsewhere Mojito sem eru stærstu og bestu Mojito í Kambódíu. Þegar við erum á höttunum eftir ódýru öli er farið í kambódíska bjórgarða þar sem sex lítra bjórturn kostar 6 dollara, hneturnar eru fríar, steikt- ar engisprettur ódýrar og tónlistin léleg en skemmtileg engu að síður. Í bjórgarðinum kemur sér líka vel að hafa farið á dansnámskeið um morguninn sé dansgólf á staðn- um. Til að kóróna fullkominn dag verður að gista á fullkomnu hót- eli til að fullkomni dagurinn geti orðið að litlu fríi. The Pavilion er yndislegt hótel sem mér finnst gott að fara á annað slagið til að slappa almennilega af. Þá leigjum við her- bergi annaðhvort með heitum potti (frá desember-febrúar) eða her- bergi með lítilli einkasundlaug í fallegum trópískum garði á 90 doll- ara fyrir nóttina með morgunmat inniföldum. Þótt golftímabilið sé ekki hafið hér heima geta golfarar tekið forskot á sæluna og skellt sér annaðhvort á nýjar og framandi golfslóð- ir eins og til Tyrklands og Taílands eða farið á klassískari staði eins og til Frakklands og Spánar. Úrval-Útsýn býður upp á golfferðir til sex landa og þótt uppselt sé í páskaferð- irnar til Taílands og Tyrklands má komast þangað í apríl. Eða skella sér þá í lúxus pásk- agolfferð til Portúgals eða Barcelona. ÍT ferðir bjóða einnig upp á vandaðar golfferð- ir, einkum til Bretlands og Spánar, í mars og apríl. Og ekki má heldur gleyma Express ferðum sem bjóða upp á ódýrar pakkaferðir til Spánar og staða á Englandi svo sem Han- bury Manor og Manor Groves. TÍMI GOLFARANNA AÐ RENNA UP London frá 17.200 kr.* Hafdís Arnardóttir. Uppáhaldsborgin hennar er London. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ Hafdís fær vatn í munninn við tilhugsunina um asísku smáréttina á London Gilgamesh, veitingastað fyrir ofan Camden Lock Market. Fyrir henni er borgin eins og ævintýr. Hún nýtur þess að týnast, hverfa nafnlaus í mannfjöldann og smakka allt góðgætið á Borough-markaðnum á fallegum sunnudegi í uppáhalds borginni sinni. Hafdís tók þátt í borgarleik Icelandair á vefnum. Þú getur tekið þátt í borgarleiknum líka. Farðu inn á icelandair.is og segðu okkur frá því hvaða borg er eftirlætið þitt. Þú gætir unnið ferð þangað með Icelandair. + Bókaðu flug á www.icelandair.is „Undir London Bridge leynist neðanjarðarstaður þar sem hægt er að svitna undir taktfastri danstónlist fram á rauða nótt. “ *Flug aðra leiðina með sköttum. Fyrir flug aðra leiðina til London fást 375 til 4.000 Vildarpunktar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.