Fréttablaðið - 20.02.2010, Qupperneq 67
FERÐALÖG 9
Fyrir kvöldverð þykir mér ljúft
að slappa af á siglingu upp Tonle
Sap með vinum mínum og stoppa
á besta bar borgarinnar, Maxine,
sem er oft kenndur við eigandann
Snow. Hundruð bjallna hanga í loft-
inu, ljúfur blær frá ánni og ein-
stök málverk sem hanga á veggj-
um barsins skapa andrúmsloft
sem finnst á fáum stöðum í Phnom
Penh. Það er alltaf gaman að tala
við Snow því hann hefur verið í
Phnom Penh í tæp 20 ár og hefur
margar ótrúlegar sögur að segja.
Þegar hungur leiðir hugann verð-
um við að fara aftur yfir ána upp
í tuktuk (mótorhjól með farþega-
kerru í eftirdragi) og minn uppá-
haldsveitingastað, Scoop. Fúsjón
af bestu gerð er framleidd á þess-
um nýtískulega veitingastað sem
gæti verið hvar sem er í heimin-
um. Matseðill sem ég mæli með,
og fæ mér oftast, er hörpudiskur
í forrétt, steikt önd með fois gras
salat í aðalrétt og hraunkaka í eft-
irrétt, annars er allt á matseðlin-
um frábært.
Ef við erum í stuði eftir veisluna
á Scoop veljum við á milli þúsund
bara og skemmtistaða. Sé mjög
heitt verður Elsewhere fyrir val-
inu, þar sem eru bestu kokteilar
borgarinnar og notaleg sundlaug til
að kæla sig niður. Minn uppáhalds
kokteill er Passion Paradise ásamt
Elsewhere Mojito sem eru stærstu
og bestu Mojito í Kambódíu. Þegar
við erum á höttunum eftir ódýru
öli er farið í kambódíska bjórgarða
þar sem sex lítra bjórturn kostar 6
dollara, hneturnar eru fríar, steikt-
ar engisprettur ódýrar og tónlistin
léleg en skemmtileg engu að síður.
Í bjórgarðinum kemur sér líka vel
að hafa farið á dansnámskeið um
morguninn sé dansgólf á staðn-
um.
Til að kóróna fullkominn dag
verður að gista á fullkomnu hót-
eli til að fullkomni dagurinn geti
orðið að litlu fríi. The Pavilion er
yndislegt hótel sem mér finnst gott
að fara á annað slagið til að slappa
almennilega af. Þá leigjum við her-
bergi annaðhvort með heitum potti
(frá desember-febrúar) eða her-
bergi með lítilli einkasundlaug í
fallegum trópískum garði á 90 doll-
ara fyrir nóttina með morgunmat
inniföldum.
Þótt golftímabilið sé ekki hafið hér heima
geta golfarar tekið forskot á sæluna og skellt
sér annaðhvort á nýjar og framandi golfslóð-
ir eins og til Tyrklands og Taílands eða farið
á klassískari staði eins og til Frakklands og
Spánar. Úrval-Útsýn býður upp á golfferðir
til sex landa og þótt uppselt sé í páskaferð-
irnar til Taílands og Tyrklands má komast
þangað í apríl. Eða skella sér þá í lúxus pásk-
agolfferð til Portúgals eða Barcelona. ÍT
ferðir bjóða einnig upp á vandaðar golfferð-
ir, einkum til Bretlands og Spánar, í mars
og apríl. Og ekki má heldur gleyma Express
ferðum sem bjóða upp á ódýrar pakkaferðir
til Spánar og staða á Englandi svo sem Han-
bury Manor og Manor Groves.
TÍMI GOLFARANNA AÐ RENNA UP
London frá 17.200 kr.*
Hafdís Arnardóttir.
Uppáhaldsborgin hennar er London.
HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ
Hafdís fær vatn í munninn við tilhugsunina um asísku
smáréttina á London Gilgamesh, veitingastað fyrir ofan
Camden Lock Market. Fyrir henni er borgin eins og ævintýr.
Hún nýtur þess að týnast, hverfa nafnlaus í mannfjöldann
og smakka allt góðgætið á Borough-markaðnum á fallegum
sunnudegi í uppáhalds borginni sinni.
Hafdís tók þátt í borgarleik Icelandair á vefnum. Þú getur
tekið þátt í borgarleiknum líka. Farðu inn á icelandair.is og
segðu okkur frá því hvaða borg er eftirlætið þitt. Þú gætir
unnið ferð þangað með Icelandair.
+ Bókaðu flug á www.icelandair.is
„Undir London Bridge
leynist neðanjarðarstaður
þar sem hægt er að svitna
undir taktfastri danstónlist
fram á rauða nótt. “
*Flug aðra leiðina með sköttum. Fyrir flug aðra leiðina til London fást 375 til 4.000 Vildarpunktar.