Fréttablaðið - 20.02.2010, Side 68

Fréttablaðið - 20.02.2010, Side 68
10 FERÐALÖG V iðburðafyrirtækið Esk- imos er nýbyrjað að bjóða upp á stuttar fjór- hjólaferðir að kvöldlagi í nágrenni höfuðborgarsvæðis- ins þar sem norðurljósin eru elt uppi. „Þessi hugmynd spratt upp hjá okkur um áramótin, þegar við vorum fengin til að fara með hóp af útlendingum upp á Úlfars- fell og vera þar um miðnætti. Þá sáum við hvað þetta er sniðugt og ákváðum að fara að bjóða þetta reglulega,“ segir Eyþór Elmar Berg, fjórhjólaleiðsögumaður hjá Eskimos. Yfirleitt er farið upp á Úlfars- fell en upp á Hafrafell ef allir í hópnum eru óreyndir ökumenn, þar sem Úlfarsfellið er dálítið bratt. „Úlfarsfell er samt besti staðurinn fyrir svona ferðir, það er svo nálægt höfuðborginni.” Eyþór segir norðurljósin rosa- leg á þessum árstíma séð frá Úlf- arsfellinu og borgarljósin megi sín lítils við hliðina á sjónar- NORÐURLJÓSADANS Á FJÓRHJÓLUM Stuttar fjórhjólaferðir viðburðafyrirtækisins Eskimos upp á Úlfarsfell að kvöldlagi eru skemmtileg leið til að upplifa dans norðurljósanna. Á toppnum Úlfarsfell þykir einn besti staðurinn í nálægð höfuðborgarinnar til að njóta norðurljósanna. Skuggamyndir Oft eyða hópar allt að tveimur tímum á toppi fjallsins, svo það er gott að vera vel búinn. Horft yfir borgina Frá Úlfarsfelli er frábært útsýni til allra átta. Sjónarspil Það er auðvelt að gleyma sér þegar norðurljósin fara að dansa á himninum. spilinu. „Það er stórkostlegt að horfa yfir borgina frá Úlfars- felli í myrkrinu, sjá borgarljósin á vinstri hönd og norðurljósin yfir Esjunni.“ Ferðirnar ganga yfirleitt þannig fyrir sig að hópar eru sóttir í miðbæ Reykjavíkur og þeir keyrðir upp í gróðrarstöð- ina Lambhaga, sem er um kort- ers keyrsla frá miðbænum. Þar er Eskimos með aðstöðu sína. Þar eru allir græjaðir í topp og fara svo tveir og tveir saman á hvert fjórhjól. Það eina sem þátttakend- ur þurfa að gæta að er að vera vel skóaðir og í hlýjum fötum til að vera í innan undir gallanum. Frá Lambhaga tekur svo við um 15 til 20 mínútna keyrsla á fjórhjólum upp á Úlfarsfellið. Eyþór segist aldrei óttast að týna einhverjum á leiðinni í myrkrinu. „Nei, nei. Við erum með mjög góðar öryggisregl- ur sem við fylgjum vel eftir og höfum verið að þróa í nokkur ár. Það er mjög vel farið yfir öll öryggisatriði áður en lagt er af stað svo allt gangi smurt fyrir sig. Enda náum við að stoppa fólk af áður en það fer sér að voða.“ Frekari upplýsingar um Esk- imos og þær ferðir sem fyrirtæk- ið býður er að finna á vefsíðunni www.eskimos.is. Ágætt er að taka fram að fylgst er með norðurljósa- spám áður en farið er af stað, til að sem mestar líkur séu á góðu sjónarspili. Á endanum er það þó ákvörðun þátttakendanna sjálfra hvort farið skal af stað eða ekki, enda eru norðurljósin ólíkindatól og ekki alltaf tilbúin til að segja frá því hvar þau verða á hverjum tíma. - hhs LJ Ó S M : M A T S W IB E L U N D
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.