Fréttablaðið - 20.02.2010, Síða 68
10 FERÐALÖG
V
iðburðafyrirtækið Esk-
imos er nýbyrjað að
bjóða upp á stuttar fjór-
hjólaferðir að kvöldlagi
í nágrenni höfuðborgarsvæðis-
ins þar sem norðurljósin eru elt
uppi. „Þessi hugmynd spratt upp
hjá okkur um áramótin, þegar
við vorum fengin til að fara með
hóp af útlendingum upp á Úlfars-
fell og vera þar um miðnætti. Þá
sáum við hvað þetta er sniðugt og
ákváðum að fara að bjóða þetta
reglulega,“ segir Eyþór Elmar
Berg, fjórhjólaleiðsögumaður hjá
Eskimos.
Yfirleitt er farið upp á Úlfars-
fell en upp á Hafrafell ef allir í
hópnum eru óreyndir ökumenn,
þar sem Úlfarsfellið er dálítið
bratt. „Úlfarsfell er samt besti
staðurinn fyrir svona ferðir, það
er svo nálægt höfuðborginni.”
Eyþór segir norðurljósin rosa-
leg á þessum árstíma séð frá Úlf-
arsfellinu og borgarljósin megi
sín lítils við hliðina á sjónar-
NORÐURLJÓSADANS Á FJÓRHJÓLUM
Stuttar fjórhjólaferðir viðburðafyrirtækisins Eskimos upp á Úlfarsfell að kvöldlagi eru skemmtileg leið til að upplifa dans norðurljósanna.
Á toppnum Úlfarsfell þykir einn besti staðurinn í nálægð höfuðborgarinnar til að njóta norðurljósanna. Skuggamyndir Oft eyða hópar allt að tveimur tímum á toppi fjallsins, svo það er gott að vera vel búinn.
Horft yfir borgina Frá Úlfarsfelli er frábært útsýni til allra átta.
Sjónarspil Það er auðvelt að gleyma sér þegar norðurljósin fara að dansa á himninum.
spilinu. „Það er stórkostlegt að
horfa yfir borgina frá Úlfars-
felli í myrkrinu, sjá borgarljósin
á vinstri hönd og norðurljósin yfir
Esjunni.“
Ferðirnar ganga yfirleitt
þannig fyrir sig að hópar eru
sóttir í miðbæ Reykjavíkur og
þeir keyrðir upp í gróðrarstöð-
ina Lambhaga, sem er um kort-
ers keyrsla frá miðbænum. Þar
er Eskimos með aðstöðu sína. Þar
eru allir græjaðir í topp og fara
svo tveir og tveir saman á hvert
fjórhjól. Það eina sem þátttakend-
ur þurfa að gæta að er að vera vel
skóaðir og í hlýjum fötum til að
vera í innan undir gallanum. Frá
Lambhaga tekur svo við um 15 til
20 mínútna keyrsla á fjórhjólum
upp á Úlfarsfellið.
Eyþór segist aldrei óttast að
týna einhverjum á leiðinni í
myrkrinu. „Nei, nei. Við erum
með mjög góðar öryggisregl-
ur sem við fylgjum vel eftir og
höfum verið að þróa í nokkur
ár. Það er mjög vel farið yfir öll
öryggisatriði áður en lagt er af
stað svo allt gangi smurt fyrir sig.
Enda náum við að stoppa fólk af
áður en það fer sér að voða.“
Frekari upplýsingar um Esk-
imos og þær ferðir sem fyrirtæk-
ið býður er að finna á vefsíðunni
www.eskimos.is. Ágætt er að taka
fram að fylgst er með norðurljósa-
spám áður en farið er af stað, til
að sem mestar líkur séu á góðu
sjónarspili. Á endanum er það þó
ákvörðun þátttakendanna sjálfra
hvort farið skal af stað eða ekki,
enda eru norðurljósin ólíkindatól
og ekki alltaf tilbúin til að segja
frá því hvar þau verða á hverjum
tíma. - hhs
LJ
Ó
S
M
: M
A
T
S
W
IB
E
L
U
N
D