Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 70
FENEYJAR Þessi ævintýralegi
staður hefur áhrif á alla sem koma
þangað. Fagrar byggingar, gondól-
ar og dásamlegur matur gera ferð
til Feneyja ógleymanlega.
PARÍS Það er alltaf rómantískt í
París, alveg sama hver árstím-
inn er. Gangið hönd í hönd eftir
Signubökkum, fáið ykkur ís á Île
Saint-Louis, röltið í gegnum antík-
markaði og gangið tröppurnar upp
að Sacré-Cœur.
BRUGGE Miðaldaborgin Brugge í
Belgíu er afar rómantísk og falleg.
Fullkomin fyrir þá sem hrífast af
gömlum arkitektúr, frábærum mat
og besta súkkulaði í heimi.
AMSTERDAM Af einhverjum
ástæðum eru borgir með síkj-
um alltaf
taldar þær
rómantísk-
ustu.
Amster-
dam hefur
verið kölluð
Feneyjar
norðursins
og ekki að ástæðulausu. Litlar
þröngar götur, fallegur arkitektúr
og skemmtilegt andrúmsloft.
PRAG Ein skemmtilegasta borg
Austur-Evrópu og er orðin afar
smart. Gnægð af flottum hótelum
og veitingastöðum og kastalinn
og Karlsbrúin eru víðfræg fyrir
rómantík sína.
KAUPMANNAHÖFN Kósí blanda af
gömlu og nýju og ávallt rómantísk.
Njótið þess að rölta um göturnar,
setjast á kaffihús eða fara saman
í Tívólíið.
FLÓRENS Maður grípur andann
á lofti stórfenglegum byggingum,
kirkjum, görðum og söfnum og
ástin svífur yfir vötnum.
BÚDAPEST Rómantík á bökk-
um Dónár með angurværan leik
sígauna í bakgrunninum. Njóttu
þess að skoða gamla hlutann því
þar eru ótrúlegar byggingar og
kirkjur, og borðaðu svo gúllas við
eitt af hinum fallegu torgum.
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
FEBRÚAR 2010
NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT
ÞÚ KEMST ÞANGAÐ
MEÐ OKKUR!
EX
PO
· w
w
w
.e
xp
o
.is
BSÍ - Umferðarmiðstöðin / 101 Reykjavík / 580 5400 / main@re.is / www.re.is
FERÐAVEFURINN TÚRISTI.IS
Á vefsíðunni www.turisti.is er að finna skemmtilegar og fróðlegar
ferðagreinar af ýmsu tagi, meðal annars um flottustu flugstöðvar
heims, heimsins bestu gistiheimili, hótel í eigu fræga fólksins og
smábæinn Humlebæk á Norður-Sjálandi, svo eitthvað sé nefnt.
Þar eru einnig vegvísar um margar af stórborgum heims og ýmsar
aðrar fróðlegar og skemmtilegar upplýsingar fyrir ferðamenn. Auk
þess vísar vefurinn veginn inn á góðar greinar virtra tímarita, sem
allar eru vel til þess fallnar að blása ferðaglöðu fólki andann í brjóst
og láta það byrja að plana næsta frí. Maðurinn að baki síðunni er
Kristján Sigurjónsson, sem býr og starfar í Kaupmannahöfn ásamt
fjölskyldu sinni og sinnir vefnum í hjáverkum. - hhs
RÓMANTÍSKAR
HELGARFERÐIR