Fréttablaðið - 20.02.2010, Side 71

Fréttablaðið - 20.02.2010, Side 71
LAUGARDAGUR 20. febrúar 2010 35 Ragnheiður Bjarnadóttir er 98 ára gömul og man vel eftir orðinu Las- arus úr æsku sinni á Húsavík. „Þetta orð var mikið notað þegar ég var ung og átti þá við um menn sem eru góðir með sig en illa klæddir,“ segir hún. „Þá var oft sagt sem svo: Hann er duglegur maður en óttaleg- ur Lasarus.“ Hún kannast ekki við orðið í merkingunni að vera lasinn, eins og það er oft notað í dag og þá einkum um börn. „Nei, það þekki ég ekki. Þá var nú heldur talað um að vera drusla. Til dæmis sagt: „Hún er óttaleg drusla til heilsunnar“ um heilsulitlar konur. LASARUS RAGNHEIÐUR BJARNADÓTTIR Segir orðið Lasarus aldrei hafa verið notað yfir veikindi eða sjúklinga í gamla daga heldur illa klædda karlmenn. „Sulta er mauk og ég myndi nú aldrei líkja neinni kerlingu við sultu – nema kannski einni,“ segir Einar Leifur Pét- ursson, þegar hann er ónáðaður við kapalinn með spurningunni um hvað hann teldi orðið sulta merkja, í nýrri og yfirfærðri merkingu. „Maður gæti hugsað sér að það þýddi eitthvað mjúkt eða lint,“ segir hann við nánari umhugsun. Orðið er hins vegar notað fyrir skrítnar manneskjur, eins og segir Slangurorðabókinni. „Já, svoleiðis. Fyrir það notuðum við orðið kyndugar í Vesturbænum.“ SULTA VIÐ KAPALINN Einar Leifur Pétursson segir skrítið fólk hafa verið kallað kynd- ugt í gamla daga. Hann myndi ekki líkja nokkurri manneskju við sultu. Lolla Skellihlæja, myndað af skammstöfuninni LOL (e. laughing out loud). Neimdroppa Nefna fræga manneskju í sam- tali til að láta vita að maður þekki hana. Millifótakonfekt Getnaðarlimur. Gullfoss Vera með og Geysir uppkast og niðurgang á sama tíma. Skrúðkrimmi Útrásarvíkingur. Haardera Gera ekki neitt. Vísar til þess að sumir töldu Geir Haarde gera helst til lítið eftir bankahrunið haustið 2008. Straumbreytir Sá sem hefur áhrif á tísku- strauma (e. trendsetter). Blekaður Mjög ölvaður. Vælubíll Hringja í vælubíl- inn, notað þegar einhver er að kvarta eða væla. Þáþrá Fortíðarfíkn, nostalgía. Þankahríð Hugmynda- flæði, láta allar hugmyndir flakka án þess að hugsa nánar um þær, þýðing á enska orðinu brain- storm. Þarmavarmi Sætishitarinn í bílnum. Tálgari Einkaþjálfari. Negrunarkúr Tímabil þar sem einstaklingur leggur metnað í að dekkja hör- undslit sinn. Rafbarbari Tölvuþrjótur, hakkari. Nokkur dæmi úr slangurorðabókinni á netinu, www.slangur.is Á augnlokunum blindfullur, ofurölvi Beinasleggja hávaxin og grönn kona Blöðruselur Þöngulhaus eða bjáni Dúkkuspil Linleg knatt- spyrna Fingrapolki Sjálfsfróun Fílapensill Ógeðfelldur maður, leiðin- legur gaur Gilli Partí, veisla Hippsumhapps Tilviljun Inniskóagæi Feiminn karl- maður Þrjúbíó Heimskur maður, bjáni, asni Vinnukonuvatn Ilmvatn Brjóstalind Brjóstamikil kona Buxnaklaufi Getnaðarlimur Fáari Fábjáni, asni svínkaður Kenndur, hreifur af áfengi Dæmi úr Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál frá 1982 ➜ SÖMU ORÐ EN BREYTTAR MERKINGAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.