Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2010, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 20.02.2010, Qupperneq 72
36 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR E gypski fornleifafræðingurinn Zahi Hawass þykir skrautleg- ur fýr, rúmlega sextugur, berst töluvert á og gengur gjarnan með hatt sem einna helst minn- ir á Indiana Jones. Þótt starfið sé kannski ekki alveg jafn spennandi og hjá þeim tiltekna starfsbróður hans úr bíómynd- unum þá eru ævintýrin engu að síður ótal- mörg. Hawass er yfirmaður fornleifaráðs Egypta- lands, stofnunar sem hefur umsjón með forn- leifum í Egyptalandi, múmíunum, píramíd- unum og öllum þeim merku dýrgripum sem fundist hafa þar. Ekkert er átt við þessa forn- muni án hans samþykkis og vitundar. Lengi vel var hann á móti því að láta vís- indamenn grúska of mikið í öllum þessum dýrgripum. Hann óttaðist skemmdir og stóð til dæmis harður gegn því að gerðar yrðu rannsóknir á erfðaefni múmíanna, þótt ein- sýnt þætti að slíkar rannsóknir gætu gefið af sér spennandi niðurstöður. Tveggja ára rannsóknir Fyrir nokkrum árum sló hann þó til og leyfði loks áfjáðum vísindamönnum að hefja slík- ar rannsóknir, fyrst í frekar smáum stíl en fyrir tveimur árum var röðin komin að sjálf- um Tútankamon, sem telja verður frægastan allra faraóa Egyptalands þótt ekki hafi hann komið miklu til leiðar á stjórnartíð sinni. Gerðar voru ítarlegar rannsóknir á sex- tán múmíum, teknar tölvusneiðmyndir og erfðaefni þeirra borin saman. Niðurstöðurn- ar voru kynntar á blaðamannafundi í Kaíró á miðvikudaginn og birtar sama dag í tímariti bandarísku læknasamtakanna, Journal of the American Medical Association. Unglingspiltur á valdastól Tútankamon varð faraó árið 1333 fyrir Krist, þá ekki nema níu eða tíu ára gamall. Hann ríkti í tæpan áratug og dó aðeins nítján ára þegar hann hefði átt að vera í blóma lífsins. Grafhýsi hans fannst árið 1922 og vakti sá fundur þegar í stað heimsathygli. Grafhýsið var reyndar óvenju lítið miðað við það sem tíðkaðist um faraóa, hugsanlega vegna þess hve ungur hann var þegar hann dó og hafði lítið afrekað. Þetta litla grafhýsi var hins vegar troðfullt af dýrgripum, kistum, skrínum, styttum og skartgripum og margt af þessu gulli slegið og vandlega skreytt. Fyllt í eyður Fátt var þó vitað í reynd um ævi þessa faraós og margir fóru af stað til að fylla í eyðurnar. Dregin var upp mynd af ungum og hraust- um manni, vinsælum og kátum sem hugsan- lega var myrtur áður en honum tókst að láta til sín taka. Til marks um það, að morð hafi verið fram- ið, höfðu menn fundið holu í höfuðkúpu fara- ósins. Sneiðmyndir af múmíunni, sem tekn- ar voru árið 2005, leiddu þó í ljós að gatið á höfuðkúpunni varð til eftir að hann lést, og þá hugsanlega í tengslum við smurningu líks- ins. Banamein og sjúkdómar Rannsóknir síðustu tveggja ára hafa hins vegar leitt í ljós að banamein hans má lík- lega rekja til malaríu og fótbrots. Rannsókn- irnar sýna einnig að pilturinn var engan veg- inn það heilbrigða hraustmenni sem margir höfðu talið. Hann var til dæmis holgóma og með klumbufót, og svo var hann haldinn Köhlers- kvilla, erfðasjúkdómi sem hamlar blóðflæði til beina í fæti og eyðilagði smám saman bein í vinstri fæti hans, sem hlýtur að hafa verið sársaukafullt. Talið er víst að hann hafi þurft að ganga við staf, en í grafhýsi hans fundust hvorki meira né minna en 130 göngustafir. „Þetta er ansi hreint sjúkur piltur,“ var haft eftir Egyptalandsfræðingnum Emily Teeter í fjölmiðlum í vikunni, þegar hún hafði kynnt sér niðurstöður rannsóknanna. Ættartréð Rannsóknir og samanburður á erfðaefni Tút- ankamons og hinna múmíanna leiddu einnig í ljós skyldleikatengsl sumra þeirra með nokk- uð óyggjandi hætti. Afi Tútankamons reyndist þannig vera Amenhotep III., sem ríkti í nærri fjörutíu ár og þótti afar farsæll, en faðirinn var Akenat- en, sem einnig hefur verið nefndur Amen- hotep IV. og hefur töluverða sérstöðu meðal egypskra faraóa. Hann er stundum nefnd- ur „trúvillingurinn“ því hann er talinn hafa reynt að breyta fjölgyðistrú Egypta yfir í eingyðistrú, eða í það minnsta reynt að hafa áhrif í þá áttina. Sú tilraun til trúarbyltingar, þótt ekki hafi hún náð varanlegri fótfestu meðal Egypta, telja ýmsir fræðimenn hugsanlegt að hafi leitt af sér eingyðistrú gyðinga nokkur hundruð árum síðar, þótt engan veginn sé ljóst eftir hvaða krókaleiðum það á að hafa gerst. Móðir Tútankamons er síðan ónefnd kona sem hefur verið kölluð „unga daman“ og var, eftir því sem nýju rannsóknirnar leiddu í ljós, alsystir Akenatens, föður Tútanka- mons. Einnig hefur verið staðfest að amma Tút- ankamons, bæði í móður- og föðurætt, er kona sem lengi vel var nefnd „eldri daman“, en fullvíst þykir að hún sé Taia, ein af eigin- konum Ahenhoteps III. Ættarsjúkdómar Rannsóknirnar staðfestu einnig að ýmsir þeir kvillar sem Tútankamon átti við að stríða hrjáðu fleiri meðlimi fjölskyldunnar, og vafalaust hafa náin skyldleikatengsl for- eldra hvern ættliðinn á fætur öðrum átt sinn þátt í því. Það er ljóst að faðir hans, Akenaten, var til dæmis holgóma eins og Tútankamon, og afinn Amenhotep III. var bæði með klumbu- fót og þjáðist af Köhlers-sjúkdómnum. Afsannað þykir þó að svonefnt Marfan- heilkenni hafi verið í ættinni eða aðrir sjald- gæfir erfðasjúkdómar sem gefa karlmönnum kvenlegt yfirbragð og afmynda bein líkam- ans. Frekari rannsóknir Fornleifafræðingar Egyptalands eru hreint ekki af baki dottnir og ætla að halda ótrauðir áfram að rannsaka múmíur með aðstoð fær- ustu vísindamanna og nýjustu tækni. Hawass boðar nýjar uppljóstranir innan árs. Fársjúkur piltur í guðatölu Tveggja ára ítarlegar rannsóknir á erfðaefni Tútankamons og nokkurra nánustu ættingja hans draga upp töluvert breytta mynd af þessum fræga faraó, sem engan veginn reynist vera það heilbrigða hraustmenni sem menn höfðu áður gert sér í hugarlund. Guðsteinn Bjarnason rýnir í niðurstöður rannsóknanna, sem meðal annars staðfesta að foreldrar hans voru systkini. BLAÐAMANNAFUNDURINN Zahi Hawass efndi til blaðamannafundar á miðvikudag í Egypska safninu í Kaíró þar sem hann skýrði frá niðurstöðum tveggja ára ítarlegra rannsókna á tíu múmíum, þar á meðal múmíum föður, ömmu og móður Tútankamons sem eru til sýnis í glerkössum á myndinni. NORDICPHOTOS/AFP TÚTANKAMON Meira en þrjú þúsund ára gamalt andlit piltsins, sem var fársjúkur og aðeins 19 ára þegar hann lést. AKENATEN Faðir Tútank- amons, einnig þekktur sem Amenhótep IV., faraóinn sem talinn er hafa reynt að koma á eingyðistrú í Egyptalandi. „YNGRI DAMAN“ Múmía móður Tútankamons. Ekki er vitað hvað hún hét, en hún var alsystir Akenatens. TAIA Föður- og móður- amma Tútankamons, áður nefnd „eldri daman“, eig- inkona hins farsæla faraós, Amenhóteps III. NEFERTÍTÍ Ein af fimm eiginkonum Akenatens, sú sem naut mestrar virðingar og tvímælalaust sú fræg- asta. Hún er talin hafa verið bróðurdóttir Taiu, sem var bæði móður- og föður- amma Tútankamons. Það var breski fornleifa- fræðingurinn Howard Carter sem fann grafhýsi Tútankamons í nóvember árið 1922. Þetta þykir enn einn merkasti fornleifa- fundur sögunnar og hann rataði fljótt í heimsfrétt- irnar. Tútankamon varð á allra vörum og fljótlega fóru á kreik sögur um bölvun múmíunnar. Hvert óhappið á fætur öðru átti að hafa hent fornleifafræðingana og aðstoðarfólk þeirra, sem höfðu raskað ró hinnar fornu múmíu. Alvarleg slys og voveifleg dauðsföll áttu að hafa fylgt hópnum, en þegar nánar er að gáð virð- ist fátt til í þessu. Carnavar- on lávarður, auðugur Breti sem fjármagnaði leiðangur Carters, lést að vísu í apríl árið 1923, innan við hálfu ári eftir að grafhýsið fannst. Hann hafði hins vegar verið heilsuveill í tuttugu ár áður en hann dó, en fréttin af dauða hans magnaði upp sögurnar. Flestir úr hópnum lifðu fram á elliár og Carter sjálfur hélt áfram að vinna í grafhýsi faraósins í tíu ár eftir fundinn. Hann lést árið 1939, þá orðinn 65 ára gamall. STYTTUR AF TÚTANKAMON Vegna kvenlegs útlits á styttum af Tút- ankamon og ættingjum hans var lengi vel talið að ættin hafi verið plöguð af sjaldgæfum erfðasjúkdómum. GULLSLEGIN TRÉKISTA TÚT- ANKAMONS Faraóinn ungi var grafinn í þremur kistum, og var sú innsta skrautlegust. DÁNARGRÍMA TÚTANKAMONS Hin þekkta dánargríma faraósins gefur engan veginn rétta mynd af útliti hans. BÖLVUN MÚMÍUNNAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.