Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 74

Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 74
38 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR Clint Eastwood eða Lee Hazle- wood? Úff, erfitt val, en ég held að ég verði að segja Lee Hazle- wood. Hann syngur svo fallega. Venjulegur dagur hjá þér í stuttu máli? Ég vakna þegar sólin rís og borða morgunnmat, svo fer ég að stússast eitthvað í tónlist- inni. Eruð þið jafn tregafullir og þið hljómið í tónlist ykkar? Nei, treginn jafnar út hvað við erum hressir. Hvar er óvenjulegasti staður sem þið hafið spilað á? Í bakgarð- inum hjá Bjarna Massa. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur nokkurn tímann gert? Beðið. Uppáhaldsstaðurinn á jörðinni? Ég held mjög mikið upp á Barce- lona. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig? Öll tónlist hefur áhrif, góð og slæm. Hvað heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Aðallega ég sjálf- ur, annars er ég mjög fljótur að sofna. Hvenær gréstu síðast? Ég grét úr hlátri um daginn. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Afa míns. Hvaða myndi fullkomna líf þitt? Böns af peningum. Annað á ég. Hvaða lag á að spila í jarðar- förinni þinni? Sin City með Fly- ing Burrito Brothers. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Stjörnufræðing- ur. Hvaða manneskja í sögunni myndir þú vera ef þú værir neyddur til þess? Ég, þegar ég var yngri. Hvað fær þig til að veltast um af hlátri? Fyndni. Uppáhalds íslensku hljómsveit- irnar þínar? Kimono, Seabear, Skakkamanage, múm, Sin Fang Bous og svo mætti lengi telja. Hvernig hljómar síðasta sms í símanum þínum? Kæri vid- skiptavinur Framköllunin tin er tilbuin hja Hans Petersen Arm- ula. Kvedja Hans Petersen - Has- koli Islands Namskynning 20.feb. Haskoladagurinn 2010 Þú finnur töfralampann og getur fengið þrjár óskir uppfyllt- ar. Hverjar? Fyrst myndi ég óska mér óendanlegra óska, að sjálf- sögðu. Þá myndi ég óska þess að það væri ekki svona kalt og svo að batteríið í tölvunni minni væri ekki svona heitt. Hvað er næst á dagskrá hjá Hudson Wayne ? Við erum að fara í tónleikaferðalag til þýskalands í lok þessa mánaðar. Eftir það ætlum við að spila hér og þar. Allt of kalt en batteríið of heitt Hljómsveitin Hudson Wayne spilar tregafullt kántrí- skotið rokk og var að gefa út aðra breiðskífu sína. Anna Margrét Björnsson fékk söngvarann Þráin Ósk- arsson í þriðju gráðu yfirheyrslu. Á LEIÐ Í TÓNLEIKAFERÐALAG Böns af peningum myndi fullkomna líf Þráins Óskarssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Þráinn Óskarsson FÆÐINGARÁR: 1980 HVAÐ GERÐIST MERKILEGT ÞAÐ ÁRIÐ: John Lennon var myrtur Endalaus Íslenski dansflokkurinn „Ástrí›ufull og endalaus einlægni“ Mbl, AGG ■ Á uppleið Femínistar. Femínistarnir koma út úr skápnum hverjir á fætur öðrum og verða róttækari í skoðunum með hverjum deginum. Byltingin nálgast! Barnamenning. Til hvers að fara með krakkana í Kringluna eða á nammibar- inn í Hagkaup um helgar á meðan menning fyrir börn blómstrar út um allar byggðir? Hnit. Tennis- og og bad- mintonfélag Reykjavíkur hefur ekki undan að bóka áhugahnitara í tíma, sem alla dreymir um að verða eins og Broddi og Elsa Nielsen. Ís. Suðurver skartar frábærri ísbúð sem kallast Ísland og framreiðir dásamlegan ís beint frá býlinu. Namm. ■ Á niðurleið Rándýrir kokkteilar. Það kostar orðið nálægt tvö þúsund krónur að kaupa kokkteil á miðlungsbar niðri í miðbæ. Þá er betra að fá sér kók. RÚV-tískan. Eru dagar „Gladiator“-kjóla og fram- úrstefnulegra hárgreiðslna taldir? Besserwisserar. „Ég sagði ykkur það“-týpan lifir góðu lífi og ætlar alla aðra að drepa úr leiðindum með sögum af því hvernig hún vissi að allt var til fjandans að fara á undan öllum hinum. Skíðaferðir til útlanda. Eftir myndbirt- ingar undanfar- ið af 2007- hnökkunum eru skíði bara alveg „passé“. MÆLISTIKAN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.