Fréttablaðið - 20.02.2010, Qupperneq 76
40 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
MERKISATBURÐIR
1472 Orkneyjar og Hjaltlands-
eyjar eru teknar undir
skosku krúnuna sem
heimanmundur en þær
tilheyrðu áður Noregi.
1911 Fiskifélag Íslands er stofn-
að.
1943 Bensínskömmtun hefst á
Íslandi.
1965 Ranger 8 brotlend-
ir á tunglinu eftir að hafa
tekið myndir af hugsan-
legum lendingarstöðum.
1991 Áhöfn þyrlu Landhelgis-
gæslunnar bjargar átta
manna áhöfn Steindórs
GK, eftir að skipið strand-
aði undir Krýsuvíkurbjargi.
2001 Bandarískur alríkislög-
reglumaður, Robert
Hanssen, er handtek-
inn og sakaður um að
hafa njósnað fyrir Rússa í
fimmtán ár.
Kaupfélag Þingeyinga var stofn-
að þennan mánaðardag árið
1882 á Þverá í Laxárdal að frum-
kvæði Jakobs Hálfdanarson-
ar á Grímsstöðum og Benedikts
Jónssonar á Auðnum.
Þetta var fyrsta íslenska kaupfé-
lagið og má að hluta rekja til þess
að Bretar keyptu fé á fæti á þessum
árum og greiddu fyrir í gulli og silfri.
Gránufélagið hafði milligöngu um
sauðasölu en á sýslunefndarfundi í
Þingeyjarsýslu kom fram sú skoðun
að bændur gætu sjálfir tekið hana í
sínar hendur. Þeir sömdu við skosk-
an kaupmann sem sendi skip til
Húsavíkur eftir sauðum og flutti til
þeirra mjölvöru. Í kjölfarið var kaup-
félagið stofnað sem pöntunarfélag
neytenda. Hver félagsmaður greiddi
10 krónur í stofnfé. Út á það fengu
þeir rétt til að panta vörur fyrir allt
að 200 krónur hver.
Jakob Hálfdanarson tókst á
hendur kaupstjórastörf félagsins
og skuldbatt sig til að panta með
næstu póstferð þær varningsteg-
undir sem tilfærðar voru á vöru-
skrám þeim sem honum voru af-
hentar.
ÞETTA GERÐIST: 20. FEBRÚAR 1882
Fyrsta kaupfélag landsins stofnað
Konudagurinn er á morgun og sú hefð
hefur skapast í Garðabæ að halda hann
hátíðlegan með kvennamessu í Vídal-
ínskirkju klukkan 11. Að þessu sinni
verður henni útvarpað á Rás 1.
„Það eru alltaf konur sem predika og
þjóna fyrir altari í þessum guðsþjón-
ustum,“ segir séra Jóna Hrönn Bolla-
dóttir sem tók konudaginn upp á sína
arma þegar hún hóf störf í Garðabæn-
um fyrir fjórum árum. Hún kveðst
jafnan hafa fengið einhverja utanað-
komandi til að predika og nefnir sem
dæmi Evu Maríu Jónsdóttur dagskrár-
gerðarkonu og Rannveigu Rist fram-
kvæmdastjóra. „Þær hafa dálítið frjáls-
ar hendur með efnið en það hafa alltaf
valist konur sem hafa miklu að miðla
til okkar hinna. Þar verður engin und-
antekning á þetta árið því það er Guð-
rún Agnarsdóttir læknir sem stígur í
stólinn og talar þaðan til allra lands-
manna,“ segir hún.
Séra Jóna Hrönn er sjálf ein þeirra
sem þjónar fyrir altari og ásamt henni
verða séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir,
prestur á biskupsstofu, og séra Hild-
ur Eir Bolladóttir, prestur í Laug-
arneskirkju. „Svo verða líka tvær
fermingarstúlkur, þannig að á tíma-
bili verðum við fimm,“ segir hún og
hlakkar greinilega til dagsins. „Þetta
hefur alltaf tekist mjög vel og mynd-
ast mjög fín stemning enda hafa konur
mætt í hundraðavís í Vídalínskirkju,“
lýsir hún. „Kvennakórinn hefur verið
með okkur síðustu árin en nú ætlar
Gosp el kór Jóns Vídalíns að syngja
undir stjórn Maríu Magnúsdóttur.
Hann er samstarfsverkefni Vídalíns-
kirkju og Fjölbrautaskólans í Garða-
bæ og í honum er ungt fólk sem syng-
ur allt mögulegt enda er þetta gríðar-
lega öflugur kór en hann hefur aldrei
svarað tóni áður svo hann hefur verið
að æfa það.“
Strax að lokinni samveru í kirkjunni
er boðið upp á súpu og brauð sem fé-
lagar í Lionsklúbbum Garðabæjar bera
fram í safnaðarheimilinu. „Þeir gera
þetta af mikilli ljúfmennsku herrarnir
og það er öllum boðið,“ segir séra Jóna
Hrönn. „Þar verður líka tískusýning
frá hinni vinsælu verslun Ilse Jacob-
sen í Garðabæ. Við viljum allar fara
að sjá vorlínuna!“
Kvöldvaka verður svo í Bessastaða-
kirkju klukkan 20 annað kvöld. Þar
syngur gospelkórinn líka og ung kona
úr kórnum, Matthildur Bjarnadóttir,
flytur hugleiðingu um konur og Krist.
„Jú, jú, þetta er dóttir mín,“ segir Jóna
Hrönn aðspurð. „Hún er ansi góð að
flytja hugvekjur enda hefur hún gert
það frá því hún var unglingur. Hún er
guðfræðinemi núna og ætlar að fjalla
um konur og Krist. Það er vel við hæfi
því það eru til margar sögur í Biblí-
unni um það hvernig Kristur rétti hlut
kvenna og minnti oft á það að konur og
karlar væru sköpuð í guðs mynd bæði.
Konudagurinn er ágætur til að minna
á jafnrétti kynjanna. gun@frettabladid.is
SÉRA JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR: EFNIR TIL KVENNAMESSU Á MORGUN
Vel við hæfi að fjalla um
konur og Krist á þessum degi
Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Séra Jóna Hrönn umkringd ungum stúlkum í kirkjunni þegar ljósmynd-
arinn kom á staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BRYNJA BENEDIKTSDÓTTIR VAR
FÆDD ÞENNAN DAG.
„Listgrein leikarans er hræði-
lega kröfuhörð. Hann verð-
ur að leggja líkama sinn og
sál, að ég tali nú ekki um geð-
heilsu, á altari áhorfandans
án nokkurrar miskunnar.“
Brynja (1938-2008) var mikil-
virkur leikari og leikstjóri. Meðal
leikverka sem hún setti upp voru
Ínúk og Ferðir Guðríðar sem
slógu í gegn, líka utan landstein-
anna.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Kristín Magnúsdóttir
Réttarholti, Garði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi Garði, 17. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju, laugardaginn 27.
febrúar kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rúnar Guðjón Guðmundsson Sylvía Hallsdóttir
Guðný Anna Guðmundsdóttir Björn Gunnar Jónsson
Magnús Helgi Guðmundsson Halla Þórhallsdóttir
Birgir Þór Guðmundsson Þóranna Rafnsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Fréttablaðið býður nú upp
á birtingu æviminninga á
tímamótasíðum blaðsins.
Hafið samband í síma
512 5490-512 5495 eða sendið
fyrirspurnir á netfangið
timamot@frettabladid.is
Æviminning
Gísli Eirík
ur Helgaso
n
Laugateigi 7
2, Reykjavík
Gísli Eirík
ur Helgaso
n fæddist
í
Reykjavík
1. janúar 1
931. Hann
lést á Hraf
nistu í Ha
fnarfirði 1
2.
janúar síð
astliðinn.
Foreldrar
hans
voru Guðr
ún Jónsdót
tir frá Þing
eyri
í Dýrafirði
f. 1917, d.
1988, og H
elgi
Gíslason fr
á Ísafirði,
f. 1915, d.
1970.
Gísli Eirík
ur bjó fyrs
tu æviár sí
n í
Reykjavík
en fluttist
eftir það v
estur
til Ísafjarð
ar með for
eldrum sín
um
og systkin
um.
Systkini G
ísla Eiríks
eru Jón
Hannes, f.
1933, Sigrí
ður Ása, f.
1936 og G
uðmundur
, f.
1941.
Eiginkona
Gísla Eirí
ks er Marg
rét Magnú
sdóttir hjúk
r-
unarfræði
ngur, f. 4.
apríl 1937
. Þau geng
u í hjóna-
band árið
1960. Börn
Gísla Eirí
ks og Mar
grétar eru:
1) Magnús
kennari, f
. 1.5. 1972
, kvæntur
Guðbjörgu
Björnsdótt
ur kennara
, f. 30.11. 1
971. Börn
þeirra eru
Margrét, f.
17.2. 1997
og Björn J
óhann, f. 2
0.1. 1999.
2) Helgi tæ
knifræðin
gur, f. 18.6
. 1975, í sa
mbúð með
Jórunni Dr
öfn Ólafsdó
ttur leiksk
ólakennar
a, f. 15.2.
1975. Þeir
ra dóttir e
r Þórunn Á
sta, f. 24.12
. 2001. 3)
Guðrún læ
knir, f. 14.
11. 1979, í
sambúð m
eð Þór
Halldórssy
ni stjórnm
álafræðing
i, f. 6.6. 19
80.
Gísli Eirík
ur lauk sk
yldunámi
á Ísafirði e
n hélt suð
ur
til Reykjav
íkur 17 ára
gamall til
að nema h
úsasmíði.
Húsasmíð
ar urðu æv
istarf hans
. Framan a
f starfsæv-
inni vann
hann á Tré
smíðaverk
stæðinu Fu
ru en eftir
að
hafa fengi
ð meistara
réttindi í i
ðn sinni st
ofnaði han
n
sitt eigið f
yrirtæki, G
ísli, Eiríku
r, Helgi, se
m hann át
ti
og rak þar
til fyrir fá
einum áru
m.
Stangveiði
var aðaláh
ugamál Gí
sla Eiríks a
lla tíð
og sinnti h
ann meða
l annars tr
únaðarstö
rfum fyrir
Stangveið
ifélag Reyk
javíkur.
Útför Gísla
Eiríks fer
fram í dag
kl. 13.00 í
Fossvogskir
kju.
G
1
gason
æddist í
Hann
firði 12.
drar hans Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í
að ve tur m sínum
ur, f.
úkr-
u:
u
ð
ur
ð
Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar
1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar
síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá
Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason
frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu
æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til
Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum.
Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður
Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941.
Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna-
band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru:
1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu
Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru
Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999.
2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með
Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2.
1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3)
Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór
Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980.
Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður
til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði.
Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv-
inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að
hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann
sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti
og rak þar til fyrir fáeinum árum.
Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð
og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir
Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Ástkær tengdamóðir mín, amma okkar
og langamma,
Friðrika Tryggvadóttir
lést á Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri, laugardaginn
13. febrúar. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Bestu þakkir viljum
við færa starfsfólki á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða
umönnun.
Kristín B. Alfreðsdóttir Pétur Ásgeirsson
Friðrik Hreinsson Þórdís Ólafsdóttir
Jóhanna Hreinsdóttir Jón Eðvald Halldórsson
og barnabarnabörn.
timamot@frettabladid.is