Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 80

Fréttablaðið - 20.02.2010, Page 80
44 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Myndlistarmaðurinn Krist- ín Gunnlaugsdóttir sýnir um þessar mundir í sal Íslenskrar grafíkur hafnar- megin í Hafnarhúsinu. Kristín er þekkt fyrir falleg mál- verk sem bera sterkan keim af helgi- myndum, enda listakonan lærð á því sviði. Það sem hún býður upp á nú er algjörlega frábrugðið fyrri verkum. Á sýningunni eru grófgerð vegg- teppi sem sýna konur á nærgöngul- an og hreinskilinn hátt. „Móðir og barn er þema sem ég hef meðal annars verið í undanfar- in ár. Ég er enn að vinna með svip- að myndefni en nálgast það inn um allt aðrar dyr. Þess vegna er vel við hæfi að sýningin er bakdyrameg- in í Hafnarhúsinu,“ segir Krist- ín. „Þessi sýning er mikil kúvend- ing hjá mér þar sem ég var komin á enda í fágaðri blindgötu. Ég er að taka ákveðna áhættu með því að standa með frumorkunni í mér. Þetta er allt hluti af sköpunarferl- inu en það hafa verið átök að standa með sjálfri sér.“ Kristín segir ýmislegt hafa vald- ið stefnubreytingunni, meðal annars ólgan í þjóðfélaginu. „Hún hjálpaði. Þörfin verður svo ríkjandi að koma með hlutina upp á yfirborðið og standa með sjálfum sér. Maður nýtir sér áskorunina. Þrátt fyrir allt er skurnin lítilsvirði. Ég hef getað selt verkin mín og lifað á þessu, sem er mikil heppni en það nægði ekki því það skapar þá hættu að maður fest- ist í hjólförum. Svo má líka segja að ég hafi gengið gegnum hluti í einka- lífinu sem ýtti þessu af stað. Ég er sama eðlis og íslenska þjóðarsálin að því leyti að vilja nýta mér áskor- unina þegar það sem maður þekkir er hrunið. Rétt áður en maður er að gefast upp verður að prófa að breyta til. Ég gerði það og þá fyrst náði ég í skottið á sköpunargleðinni.“ Viðbrögð við veggteppum Krist- ínar hafa verið kröftug en jákvæð. „Fólk verður mjög hissa. Margar konur fá flisskast. Á opnunni var mikil gleði og léttleiki. Mörgum léttir en sumir verða reiðir eins og gengur þegar unnið er með tabú. Aðrir hafa nú séð annað eins.“ Sýningunni lýkur 28. febrúar. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags, á milli kl. 14 - 18. . drgunni@frettabladid.is Kraftakonur Kristínar KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR Kúvendir á sýningu sinni í sal Íslenskrar grafíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sunnudagur kl. 15.15 Á morgun kl. 15.15 halda tvær af efnilegri tónlistarmönnum yngri kynslóðarinnar, þær María Jónsdótt- ir sópran og Ástríður Alda Sigurðar- dóttir píanóleikari, tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og hjartnæm. Sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns og Sibelius mæta pólsk- um snillingum á borð við Chop- in og Moniuszko, en einnig heyrast hádramatískar óperuaríur. Miða- verð er 1.500 kr., en 750 kr. fyrir eldri borgara og nemendur. > Ekki missa af … Útvarpsleikhúsið frumflytur Hlauptu náttúrubarn eftir Andra Snæ Magnason kl. 14 á sunnudaginn. Verkið fjallar um Ástu og Örvar sem fara inn í borgina og ræna Sibbu, sem er firrtur borgarmaðkur að þeirra mati. Þau aka með hana hringinn í kringum landið með tónlist Jóns Leifs í botni. Meiningin er að sleppa Sibbu lausri úti í náttúrunni, en ýmislegt fer öðruvísi en ætlað var. Leikstjóri er Hjálmar Hjálmarsson. Gradualekór Langholtskirkju held- ur tónleika á vegum Listafélags Langholtskirkju á sunnudaginn kl. 20. Meginverk tónleikanna er A Little Jazz Mass eftir Bob Chilcott. Messan var samin árið 2004 og frumflutt í New Orleans sama ár. Hún er samin við hinn klassíska, latneska messutexta; Kyrie, Gloria, Sanctus, Benedictur og Agnus Dei. Hver kafli sýnir mismunandi stíl- tegundir djassins svo sem groove- funk, rokk, ballöðu og blues. Með kórnum leika Einar Valur Scheving á trommur, Kjartan Valdemarsson á píanó, Sigurður Flosason á saxófón og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontra- bassa. Nokkrir kórfélaga koma fram sem einsöngvarar en nítján kórfélagar af tuttugu og sjö eru í söngnámi ýmist við söngdeild Kór- skóla Langholtskirkju eða í Söngs- kólanum í Reykjavík. Kórinn flytur fjölbreytt verk auk messunar, bæði sígild og djass- kennd. Miðasala er við inngang- inn. Gradualekórinn djassar GRADUALEKÓR LANGHOLTSKIRKJU Ásamt Jóni Stefánssyni stjórnanda. Myndin er tekin í Prag, en í fyrra hlaut kórinn gullverðlaun í kórakeppni í Tékklandi. Trío Nordica heldur tón- leika hjá Kammermúsík- klúbbnum á sunnudaginn kl. 20. Tónleikarnir fara fram í Bústaðakirkju. Á efnisskrá eru píanótríó eftir Haydn, Beethoven og hið stórbrotna píanótríó eftir Tchaikovsky op. 50. Tríó Nordica var stofn- að árið 1993 af þeim Auði Hafsteinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Monu Kontra. Tríóið hefur fjölda verka á verkefnaskrá sinni. Fyrir utan helstu píanótríó tónbókmenntanna er lögð áhersla á að flytja verk eftir konur, norræn píanótríó og nútímaverk. Fram undan hjá tríóinu er fjöldi tónleika. Má þar nefna tónleikaferð til Finnlands í lok apríl auk þess sem tríó- ið mun leika á tónlistarhátíð í Svíþjóð í júlí. Tónleikar Tríó Nordica VERÖLD SEM VAR LOKSINS FÁANLEG AFTUR NÝ KILJA Norræna húsið Mánudagur 22. febrúar kl. 12:00: Höfundahádegi Vilborg Davíðsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir spjalla um tilurð nýjustu bókar Vilborgar um landnámskonuna Auði djúpúðgu. Vilborg sýnir slæður frá sögusviði bókarinnar á Bretlandseyjum og myndir tengdar heimildavinnunni. Allir velkomnir. Mánudagsbíó 22. febrúar kl. 20:00: Babettes gæstebud Hin franska Babetta er líklega einn þekktasti kokkur bókmenntasögunnar og máltíðin sem hún töfrar fram er með eftirminnilegri bíómáltíðum. Árni Svanur Daníelsson, guðfræðingur, mun ræða efni myndarinnar áður en sýning hefst. Allir velkomnir. Laugardagur 27. febrúar kl. 13-17: Málþing Matur í bókmenntum og matreiðslubækur sem bókmenntir Katrín Jakobsdóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda og menntamálaráðherra, setur málþingið. Meðal þeirra sem tala á málþinginu eru Nanna Rögnvaldardóttir, Helle Brønnum Carlsen, Dagný Kristjánsdóttir og Sarah Moss. Allir velkomnir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.