Fréttablaðið - 20.02.2010, Side 84

Fréttablaðið - 20.02.2010, Side 84
48 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Nýstirnið Rad Hourani hefur vakið töluverða athygli undanfar- in þrjú ár fyrir mínímalískar síl- úettur í anda Helmuts Lang. Nýj- asta línan hans sem var sýnd á tískuvikuni í New York bar keim af einhvers konar post-gothi og fyrirsætur klæddust svörtum og straumlínulöguðum fötum. Hour- ani notaðist við leður og glans- andi efni og úr varð afar nútíma- leg og dálítið rokkuð lína sem ætti að veita mörgum konum inn- blástur. - amb RAD HOURANI SÝNIR Í NEW YORK: SÍÐGOTUNGAR Á FERLI LEÐUR Vesti í rokkabillístíl við ljósar þröngar galla- buxur. GLANS Silfurlit- aður toppur við þröngar buxur. HÁR KRAGI Töff útfærsla af rúllukraga- peysu við þröngar leggings. NÚTÍMALEGT Svartur laus kjóll við leggings. TÖFF Skemmtilega frumleg kápa við háglansandi sokkabuxur. Það er fagnaðarefni að Íslendingar hafa loks fundið eitthvað nýtt til að tala um í stað Icesave: stóra kjólamálið á RÚV. Það er einnig, að mínu mati, fagnaðarefni að fá svona hressandi innlegg eins og frá yfirmanni fatahönnunardeildar LHÍ þar sem hún kallar kjóla ljóta. Mikið vildi ég að fleiri væru jafn duglegir við að viðra skoðanir sínar hér á landi eins og Linda Árnadóttir þar sem tíðkast að hafa engar skoðanir á neinu. Það er að segja, fyrir utan baktal um allt og alla svona óopinberlega. Það má samt aldrei segja neitt opinberlega af því þá fá allir kast. Eitt skildi ég þó ekki í málflutningi Lindu en það var hvers vegna í ósköp- unum það ættu yfirleitt að vera smekklegir kjólar hannaðir af fagfólki innan tískugeirans fyrir undankeppni í Eurovision á Íslandi. Ef við ætlum að fara að krefjast slíks af kjólunum, má ég þá biðja um aðeins skárra lagaval líka. Og eftir „faglega“ höfunda, ekki tannlækna út í bæ sem hafa lagasmíðar sem hobbí. Og hvað varðar bréf hönnuðarins Birtu Björnsdóttur þá efa ég líka stórlega að æðsti draumur nemenda LHÍ sé að hanna kjóla fyrir sjónvarpskynna í undankeppni Euro vision. En hvað um það, allt þetta fár er gífurlega hressandi og vekur nauð- synlegar spurningar um stöðu fatahönnunar á Íslandi sem af sumum virðist afskrifast sem „kerlingarröfl“. Ég hef ákveðinn grun um að eftir að hafa lesið bréf Lindu í Frétta- blaðinu í gær um ástæður þessa harðorða tölvupósts að hún hafi hrein- lega verið búin að fá upp í kok af hnakkvæðingu landsins. Linda talar um undarlegan húðlit á sjónvarpsþulum og ljóst hár. Fyrir utan skoð- un hennar á Star Trek-kjólunum, myndi ég telja að hún væri að skjóta veikri herör á þann lágklassasmekk sem tröllríður öllu þessa dagana í dægurmenningunni. En ó, já þá er hún væntanlega kölluð snobbuð og við eigum auðvitað aldrei að gagnrýna neitt. En mikið er ég sammála því þegar hún segist vilja fjölbreyttari fyrirmyndir í sjónvarpi en sjást núna í fjölmiðlum. Ekki langar mig að sjá dóttur mína útklínda í brúnkukremi þegar hún verður unglingur og ráfa um á djamminu ber- leggjaða með appelsínugult andlit. Nei, þá vonandi skoðar hún gamlar myndir frá árinu 2010 og segir, nei sko mamma, voru þetta skinkurn- ar? Herör gegn hnakkavæðingu? Töfrakrem Crème de Rose frá Christian Dior er án efa besti varasalvi sem þú getur ímyndað þér. Mýkir, sléttir og gerir varirnar þrýstnari! > SCORCESE OG CHANEL Tískuhúsið Chanel hefur tilkynnt að leikstjórinn Martin Scorcese hafi verið fenginn til að leik- stýra nýjustu auglýsingaherferð þess. Herferðin er fyrir nýjan rakspíra og franski leikarinn og hjartaknúsarinn Gaspard Ulliel er andlit línunn- ar. Rakspírinn kemur á markaðinn í september. Mýkjandi sápa Savon Ultra-riche visage er nýjung frá l‘Occitane og er frábær fyrir þurra húð. Glamúr peysa Flott gyllt peysa lífgar upp á hvunndaginn. Fæst í Topshop.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.