Fréttablaðið - 20.02.2010, Side 86

Fréttablaðið - 20.02.2010, Side 86
50 20. febrúar 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is „Fyrsta lagið sem ég heyrði var Bahama og ég kunni strax vel að meta það,“ segir Frakkinn Mathi- eu Balaguer. Mathieu er einlægur aðdáandi Veðurguðanna, þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Hann fann hljómsveitina á vefsíðum eins og Myspace og Youtube og bíður jafn- an spenntur eftir nýjum lögum. „Þeir eru reyndar ekki þekktir í Frakklandi,“ segir hann og bætir við að lög eins og Drífa, Gesta list- inn, Vá hvað ég fíla‘na og Þessi hljómsveit séu virkilega svöl. „Þeir virðast ekki vera á leiðinni til Frakklands á næstunni, en ég óska þess að sjá þá einn daginn á sviði,“ segir Mathieu. „Það hlýtur að vera frábært og ég er viss um að ég myndi elska það!“ Mathieu á ekki plötuna Góðar stundir, sem Ingó og Veðurguðirnir gáfu út í fyrra, en hann er duglegur að fylgjast með lögunum sem birt- ast á Netinu. Textarnir eru allir á íslensku og hann hefur notað Goog- le þýðingarvélina til að skilja þá. „Textarnir skipta máli fyrir mig og íslenska er svo fallegt tungumál,“ segir hann. „Eftir að ég byrjaði að hlusta á Veðurguðina, Hvanndals- bræður og Hjaltalín er ég byrjaður að skilja nokkur orð!“ - afb Elskar Veðurguðina FRANSKUR AÐDÁANDI Mathieu hefur ekki komið til Íslands, en hlustar á íslenska tónlist á netinu. > AFTUR Í MEÐFERÐ Tiger Woods talaði í fyrsta skipti um margfalt framhjáhald sitt við fjölmiðla í gær. Hann viðurkenndi að hafa brugð- ist fjölskyldu sinni og aðdáendum, baðst afsökunar, sagðist vera á leiðinni í frek- ari meðferð og sagðist ekki vita hvenær hann myndi snúa aftur á golfvöllinn. „Ég er bara ánægður með þetta. Það er gott að vera kominn með þessi mál á hreint,“ segir Hafnfirðingurinn Frið- rik Dór Jónsson sem hefur skrifað undir útgáfusamning við Senu. „Núna getur maður farið að einbeita sér að því að búa til góða tónlist.“ Samningurinn felur í sér útgáfu á fyrstu sólóplötu hans sem er væntanleg í haust. Honum til halds og traust verður upptökuteymið Redd Lights, sem hefur verið að hasla sér völl að undanförnu. Friðrik Dór sló í gegn síðasta sumar með laginu Hlið við hlið sem var þriðja mest spilaða íslenska lagið á FM 957 á síðasta ári. Nýja lagið hans, Á sama stað, sem hann gerði með rapparanum Erpi Eyvindarsyni, hefur einnig hlotið góðar viðtökur. Friðrik, sem sérhæfir sig í dúnmjúkri R&B-tónlist, er sjóðheitur um þessar mundir. Hann kom fram í spjallþætti Loga Bergmanns í gærkvöldi og í kvöld stígur hann á svið á konukvöldi FM 957 ásamt Haffa Haff, Í svörtum fötum og fleiri tónlistarmönnum. „Þetta verður vonandi bullandi stemning,“ segir hann um konukvöldið. Jón Gunnar Geirdal hjá Senu segir útgáfuna hafa tröllatrú á Friðriki. „ Við erum mjög spenntir og bindum miklar vonir og væntingar við hann,“ segir Jón Gunnar. „Það er gaman að koma fram með ungan og ferskan listamann sem er með frambærilegt og gott efni,“ segir hann og útilokar ekki að 2010 verði árið hans Friðriks: „Þetta getur klárlega verið árið hans og hann á pottþétt eftir að kremja einhver hjörtu. Hann hefur alla burði til að verða poppstjarna.“ - fb Friðrik Dór til Senu SAMNINGUR Í HÖFN Friðrik Dór við undirritun samningsins ásamt Jóni Gunnari Geirdal hjá Senu. Sacha Baron Cohen, maðurinn á bak við karaktera á borð við Bruno og Borat, var fyrsta val þegar leit hófst að kynni. Eins og fram hefur komið þá hafa silfurrefirnir Alec Baldwin og Steve Martin verið fengnir til verksins, en Cohen þótt einfaldlega of grófur og óútreiknanlegur. Nýir framleiðendur hátíðarinnar greindu nýlega frá þessu í útvarpsviðtali. Þeir sögðu forsvarsmenn akademíunnar hafa harð- neitað þegar þeir stungu upp á því að fá Cohen í verkið og sagt að hann væri allt of villtur. Hátíðin fer fram 7. mars. Of grófur fyrir Óskarinn Heimildarmyndin Living on the Edge hefur verið seld til sjónvarpsstöðvarinnar National Geographic. Um 390 milljónir manna horfa á hana á degi hverjum. „Maður kemst ekkert lengra með heimildarmynd en að selja hana þessum mönnum,“ segir leikstjór- inn Jóhann Sigfússon. Heimildarmynd hans Living on the Edge hefur verið seld til sjón- varpsstöðvarinnar National Geog- raphic International. Þar verður hún sýnd víðsvegar um heiminn í haust en samkvæmt nýjustu tölum horfa um 390 milljónir manna á stöðina á degi hverjum. Þrátt fyrir mikinn áhuga erlendis frá verður hún ekki sýnd í Ríkissjónvarp- inu. „Núverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins fannst mynd- in ekki vera nógu góð til að Sjón- varpið gæti sýnt hana og segir það mikið um ástand Ríkissjónvarps- ins í dag,“ segir Jóhann og er mjög undrandi á þessari ákvörðun. Það er fyrirtækið Profilm, sem verður einmitt tuttugu ára á mánu- daginn, sem framleiðir myndina. Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistina og Neil McMahon er handritshöfundur og sögumað- ur. Ætlunin er að myndin, sem er 52 mínútna löng, sýni sálina í íslensku þjóðinni. Engin viðtöl eru í henni heldur fjallar sögumaður um það sem fyrir augu ber, þar sem íslensk náttúra er áberandi. Living on the Edge var að stórum hluta tekin á Húsavík og þar verð- ur myndin einmitt frumsýnd í dag á Hvalasafninu. „Þetta er sætur bær sem við notuðum sem svið fyrir þessa mynd,“ segir Jóhann um Húsavík. „Þetta er mynd sem við gerðum út af kreppunni á sínum tíma. Í staðinn fyrir að gera Guð blessi Ísland-mynd lang- aði okkur að gera mynd sem myndi rétta af orðstír Íslands.“ Tvær aðrar myndir frá Profilm verða sýndar á National Geogra- phic, en samt ekki fyrr en á næsta ári. Fyrst ber að nefna The Disapp- earing World of the Asian Elep- hant sem fjallar um þá staðreynd að asíski fíllinn verður útdauður eftir fimmtíu ár ef ekkert verður að gert. Hin er í svipuðum anda og Living on the Edge en gerist á Taí- landi. „Við þurftum að snúa vörn í sókn því það er ekkert að gera heima. Það er gjörsamlega búið að eyðileggja kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi,“ segir Jóhann. Af þeim sökum einbeitir Profilm sér nán- ast alfarið að erlendu efni í stað íslensks. freyr@frettabladid.is Sýnd 390 milljónum manna JÓHANN SIGFÚSSON Heimildarmyndin Living on the Edge hefur verið seld til Nation- al Geographic. „Snilldarlega samin og viðburðarík skáldsaga sem smám saman þróast í spennuþrunginn reyfara.“ „… virkilega góð bók sem ég mæli eindregið með að ÞÚ lesir.“ Margverðlaunuð metsölubók Frumútgáfa í kilju 10. –16.02.10 S K Á LD V ER K , V A S A B R O T Fyrsta lífvarðanámskeið á Íslandi Öryggisvarðaskólinn 14 til 28 Nóvember 2009 Sími: 698 1666 k li i Lífvarðanámskeið á Íslandi í mars Terr security býður upp á starfsmöguleika á heimsvísu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.