Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 10
10 10. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR Meira í leiðinniWWW.N1.ISSími 440 1000 Útsölumarkaður N1 við Holtagarða Útsölumarkaður N1 við Holtagarða Handverkfæri, vinnufatnaður, sagir, ljós, kastarar, mælar, ferðavörur og ýmislegt fleira með 70% afslætti. Opið virka daga 13:00–18:00. Sæ b ra ut Sæ b ra ut Sk út uv o g ur H o lt ag ar ð ar B ar ka rv o g ur Holtavegur Fyrstur kemur fyrstur fæ r! Cornelis Vreeswijk kvöldskemmtun NORRÆNA HÚSIÐ Forsala á midi.is 12/3 kl. 21:00Síðasta sinn 2007 2008 2009 2008 2009 Almenn opinber þjónusta 52.259 68.097 126.224 30,3 85,4 Þar af vaxtagreiðslur 17.090 29.495 79.781 72,6 170,5 Varnarmál 977 1.616 1.620 65,4 0,2 Löggæsla, réttargæsla og öryggismál 15.802 19.325 21.386 22,3 10,7 Efnahags- og atvinnumál 52.759 67.685 67.930 28,3 0,4 Umhverfisvernd 4.040 4.656 4.862 15,2 4,4 Húsnæðis- skipulags- og veitumál 544 744 1.069 36,8 43,7 Heilbrigðismál 93.314 109.240 116.518 17,1 6,7 Menningar- íþrótta- og trúmál 15.906 17.423 18.362 9,5 5,4 Menntamál 37 .837 43.192 45.700 14,2 5,8 Almannatryggingar og velferðarmál 86.628 109.297 134.632 26,2 23,2 Óregluleg útgjöld 9.518 202.660 13.155 2.029,2 -93,5 Gjöld alls 369.583 643.935 551.457 74,2 -14,4 Milljónir króna Breyting frá fyrra ári, % Gjöld ríkissjóðs janúar-desember 2007-2009 RÍKISFJÁRMÁL Gjöld ríkisins á síðasta ári námu 551 milljarði króna. Er það fjórtán prósentum lægri fjárhæð en árið 2008. Skýrist munurinn eink- um af svonefndum óreglulegum útgjöldum en til þeirra heyrði tæp- lega 200 milljarða króna bókfært tap á kröfum sem ríkissjóður yfir- tók frá Seðlabankanum árið 2008 vegna falls bankanna. Vaxtagreiðslur ríkisins á síðasta ári námu 80 milljörðum og hækk- uðu úr 30 milljörðum árið áður. Er það hækkun upp á 170 prósent. Talsverð hækkun varð á útgjöldum til almannatrygginga og velferðar- mála. Skýrist hún að mestu af 23 milljarða hækkun útgjalda Atvinnu- leysistryggingasjóðs en einnig af hækkun vaxta- og barnabóta. Aukning útgjalda Sjúkratrygg- inga skýrir svo að stærstum hluta hækkun framlaga til heilbrigðis- mála um rúma sjö milljarða. Aukn- ing til menntamála skýrist af hærri útgjöldum til Lánasjóðs námsmanna og sérstökum framlögum til fram- haldsskólanna og kaup á varðskipi og flugvél fyrir Landhelgisgæsluna skýra aukningu til öryggismála. Á síðasta ári jukust útgjöld til allra málaflokka utan óreglulegra útgjalda. Áðurnefndar vaxtagreiðsl- ur jukust mest, en húsnæðis-, skipu- lags- og veitumál komu þar á eftir. Nam hækkunin þar tæpum 44 pró- sentum. Felst hún einkum í niður- greiðslu vaxta af lánum til byggingu leiguíbúða. bjorn@frettabladid.is Ríkið greiddi áttatíu milljarða í vexti 2009 Útgjöld ríkissjóðs drógust saman um 93 milljarða milli áranna 2008 og 2009. Mest munar um yfirtöku á tapi Seðlabankans frá 2008. Gúmbátur í óskilum Zodiac-gúmbátur ásamt Evanrude- utanborðsmótor er í vörslu lögregl- unnar á Vestfjörðum. Að sögn lög- reglu dúkkaði báturinn upp síðasta sumar og bjuggust menn við að hans yrði vitjað. Þetta var á svartfuglsveiði- tímabilinu og var gengið út frá því að um veiðimann væri að ræða. Enginn hefur vitjað bátsins og vill lögregla biðja þá sem geta gefið upplýsingar að hafa samband í síma 450 3730. LÖGREGLUFRÉTTIR Segja sig frá Byggðasafni Sveitarstjórn Strandabyggðar vill að Héraðsnefnd Strandasýslu ræði við aðra eigendur Byggðasafns Húnvetn- inga og Strandamanna um úrsögn úr safninu. „Ljóst er að fram undan er mikill kostnaður vegna viðhalds þar sem núverandi húsnæði heldur hvorki vatni né vindum,“ segir í fundargerð sveitarstjórnar. STRANDIR LÖGRREGLUMÁL Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vest- mannaeyjum eftir skemmtana- hald helgarinnar. Kæran varðar árás á veitingastaðnum Lundanum aðfaranótt síðstliðins laugardags. Þar hafði maður, sem var að reyna að stilla til friðar, verið skallaður í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Sá sem grunaður er um árásina var handtekinn og færður í fanga- geymslu lögreglu. Hann neitaði ásökunum við yfirheyrslu. Málið er í rannsókn. - jss Líkamsárás kærð til lögreglu: Nefbrotinn við sáttatilraun ÁHUGASAMUR FLÓÐGRÍS Fimmtán daga gamalt flóðsvín þefar af mynda- vélarlinsu í dýragarðinum í Medellin í Kólumbíu. NORDICPHOTOS / AFP DÓMSMÁL Borgarlögmaður mun á næsta fundi borgarráðs gera grein fyrir úrskurðum sveitar- stjórnaráðuneytisins sem ber- ast hver af öðrum þessa dagana og snúast um mál lóðarhafa sem borgin hefur neitað um að fá að skila lóðunum inn aftur. Þetta kom fram hjá full- trúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir fyrir- spurn frá fulltrúum Samfylk- ingarinnar sem lýstu furðu á því að borgarstjórn og borgar- ráði hafi ekki verið gerð grein fyrir úrskurðum sveitarstjórna- ráðuneytisins „um ólögmætar ákvarðanir Reykjavíkurborgar varðandi lóðaskil“. Þeir vilja fá yfirlit yfir aðgerðir og viðbrögð Reykjavíkurborgar. - gar Minnihluti vill skýringar: Lóðarúrskurðir fyrir borgarráð VIÐSKIPTI Verðmæti eigna Kaup- þings nam 743 milljörðum króna í lok síðasta árs, að því er fram kemur í skýrslu skilanefndar og var birt í gærmorgun. Upphæðin er 214 milljörðum hærri en í árs- lok 2008. Þar af nam handbært fé Kaupþings 176 milljörðum króna, sem er 98 milljarða hækkun á síð- asta ári. Skilanefndin endurgreiddi inn- lánseigendum hjá útibúi Kaup- þings í Þýskalandi 58 milljarða króna í fyrra en hafði áður endur- greitt öllum sparifjáreigend- um í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Austurríki. Heildargreiðslur erlendis nema um 125 milljörð- um króna. Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skila- nefndar Kaup- þings, segir að eftir að bank- inn var ríkis- væddur hafi verið ákveðið að selja ekki eign- ir heldur styðja við þær þar til markaðsaðstæður yrðu hagstæðari eða þegar viðun- andi verð fengist. Sem dæmi um það er sala skilanefndar á 5,5 prósenta hlut í norræna tryggingarisan- um Storebrand. Norsk yfirvöld frystu hlutinn við fall Kaupþings og hugðust þvinga fram sölu á honum. Skilanefndin náði sáttum og seldi hann fyrir tuttugu milljarða króna í desember í fyrra, sem var þrefalt hærra verð en fengist hefði ári fyrr. - jab STEINAR ÞÓR GUÐGEIRSSON Verðmæti eigna gamla Kaupþings hækkar um 214 milljarða króna á milli ára: Þolinmæðin borgaði sig

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.