Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 4
4 10. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR Kvikmyndahús Sögustaðir Leikhús, ópera eða söngleikur Tónleikar Menningar- eða útihátíð Listasafn eða myndlistarsýning Safn af öðrum toga Íþróttaviðburður Danssýning 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 76% 61% 60% 59% 55% 53% 46% 38% 6% Aðsókn eftir viðburðum Eftirsóknarverðast í fjölmiðlum 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Fréttir og veður Fræðsluefni Afþreying og skemmtun Samfélagsmálefni og stjórnmál Menning og listir Tónlist Íþróttir Barna- og unglingaefni Trúmál Annað 93,3% 88,4% 86,6% 63,4% 56,5% 55,2% 45,1% 21,2% 16,3% 3,9% % % Fyrir nemendur á framhaldsskólaaldri Síðasta námskeið vetrarins hefst 15. mars. Áhersla lögð á þjálfun þríþættra hæfileika söngleikja-listamanna: SÖNG * DANS * LEIKLIST Vorönn lýkur með tónleikum og sýningu. SÖNGLEIKJADEILD - inntökupróf fara fram 11. mars 2010 Snorrabraut 54, 105 Reykjavík Sími 552 7366, www.songskolinn.is MENNING Fleiri sækja menningar- viðburði en íþróttaviðburði og fleiri sækjast eftir umfjöllun um menningu og listir en íþróttir í fjölmiðlum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á menningarneyslu Íslendinga. Niðurstöður hennar voru kynntar í Þjóðminjasafni Íslands í gær. Andrea Dofradóttir kynnti skýrsluna fyrir hönd Félagsvís- indastofnunar. Könnunin var framkvæmd haustið 2009. Þátt- takendur voru spurðir um þátt- töku í mismundandi tegundum menningarviðburða síðastliðna tólf mánuði. Þeir voru einnig spurðir eftir hverju þeir sæktust helst í fjölmiðlum. Eins og sjá má af töflunni til hliðar fóru flestir svarendur í bíó en yfir helmingur mætti einnig á aðra menningarviðburði. Tæp 38 prósent mættu á íþróttavið- burði, en þeir voru aftur á móti duglegri að mæta. Hlutfall þeirra sem sóttu íþróttaviðburð oftar en þrisvar á árinu var 68 prósent; aðeins í hópi kvikmyndahúsa- gesta var hlutfallið hærra. Fleiri konur en karlar sækja leikhús, tónleika og listasöfn en í kvikmyndahúsum, á sögustöðum og menningarhátíðum er munur- inn innan skekkjumarka. Hlut- fallslega fleiri karlar en konur sækja hins vegar íþróttaviðburði, 48 prósent á móti 29. Athygli vekur að átján prósent svarenda höfðu ekki lesið bók sér til ánægju á árinu. Hæst var hlut- Fleiri sækja í menn- ingu en íþróttaleiki Fleiri sækja listviðburði en íþróttaviðburði, samkvæmt nýrri könnun um menn- ingarneyslu á Íslandi. Konur eru duglegri en karlar að sækja menningarvið- burði. Stór hópur les ekki bækur og fimmtungur skrifar blogg og pistla á Netið. fallið í hópi ungmenna á aldrin- um 18 til 29 ára, 30,2 prósent, en í hópi karla sem ekki höfðu lesið bók var hlutfallið litlu lægra, 27 prósent. Rúm 35 prósent svar- enda fóru aldrei á bókasafn á árinu. Rétt rúmur fimmtung- ur svarenda fékkst hins vegar við skriftir á Netið, til dæmis á bloggi eða öðrum heimasíðum. Úrtak könnunar var 1200 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Alls tóku 695 þátt. bergsteinn@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 12° 2° 6° 3° 5° 6° 3° 3° 20° 9° 16° 14° 26° 2° 8° 14° 2°Á MORGUN Norðvestan eða vestan 3-8 m/s. FÖSTUDAGUR Suðvestan 3-8 m/s. 6 8 5 6 6 6 4 5 5 7 2 6 8 5 6 4 5 6 7 5 10 8 5 6 2 3 1 4 4 4 6 5 ÚRKOMULÍTIÐ Á MORGUN Það verður áfram hæg- ur vindur og milt á landinu og því lítið hægt að kvarta yfi r veðrinu en á morgun dregur úr vætunni og léttir smám saman til um sunnanvert landið. Það kólnar lítillega norðantil á morgun en á föstu- dag hlýnar á ný. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Það þarf að meta kostnaðinn sem hlýst af töfum á því að samið sé um Icesave. Hann getur verið mikill, segir Vilhjálm- ur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hvetur hann þá er að málinu koma til að nálgast verkefnið af ábyrgð og með alla hagsmuni í huga. Vilhjálmur segir að lausn Ice- save-málsins hafi mikið að segja um aðgang að fjármagnsmörkuð- um í útlöndum. Aðgangur ríkis- sjóðs og einstakra fyrirtækja að lánsfé sé nauðsynlegur, bæði vegna atvinnu- sköpunar en e k k i s í ð u r vegna mikill- ar endurfjár- mögnunarþarf- ar ríkisins og orkufyrirtækj- anna á næsta og þarnæsta ári. „Það verð- ur að vera búið að koma þessum málum í lag. Aðgangur að erlendu lánsfé er langur ferill og þetta þarf að vera í lagi þegar við þurfum á pening- unum að halda. Þetta er ekki eins og að kveikja og slökkva ljós,“ segir Vilhjálmur. Gylfi Zoëga, prófessor í hag- fræði við Háskóla Íslands, sagði í Fréttablaðinu í síðustu viku að ef aðgangur ríkisins að erlendum lánsfjármörkuðum haldist lokað- ur þurfi að smíða nýja efnahags- áætlun. Í henni myndi líklega felast enn frekari lækkun þjóðar- útgjalda til að afla gjaldeyris. Það sé unnt að gera með lækkun geng- is krónunnar, skattahækkunum eða niðurskurði ríkisútgjalda. - bþs Vilhjálmur Egilsson segir mikilvægt að fjármagnsmarkaðir opnist sem fyrst: Aðgangur að lánsfé hangir á Icesave VILHJÁLMUR EGILSSON LÖGGÆSLA Lögreglumenn fjöl- menntu að húsakynnum ríkis- sáttasemjara í gær þegar fund- ur samninganefndar ríkisins og Landssambands lögreglumanna hófst. Fyrir fundinn sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, við Fréttablaðið að þolinmæði þeirra væri þrotin. „Mér skilst að það sé ekkert tilboð í gangi,“ sagði Benedikt Lind rannsóknarlögreglumað- ur. „Við eigum sannast sagt fá úrræði önnur en að sýna óánægju okkar með þessu móti.“ - jss MÓTMÆLI Benedikt Lund og Þórir Rúnar Geirsson lögreglumenn sögðu fá úrræði í stöðunni. FRETTABLADID/PJETUR Fjölmenn mótmæli í gær: Lögreglumenn segjast hunsaðir EFNAHAGSMÁL Leiðtogar stjórn- ar og stjórnarandstöðu fóru í gær yfir stöðu mála á fundi í Stjórnarráðshúsinu með Lee Buchheit, formanni samninga- nefndar í Icesave-málinu. Stefnt er að því að halda fund- um við Breta og Hollendinga áfram en engin dagsetning mun vera komin á hvenær framhald gæti orðið á þeim viðræðum. Fundur með Bucheit: Fundum verður haldið áfram SJÁVARÚTVEGUR Loðnuveiðum skipa HB Granda á vertíðinni lauk í gær með samtals um 4.900 tonna afla en þar af fara 3.100 tonn til hrognatöku og vinnslu á Akranesi og 1.800 tonn fara til sams konar vinnslu á Vopnafirði. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar deildarstjóra var loðnu- kvótinn 20.500 tonn. Með því að skipuleggja veiðarnar var hægt að nýta allan loðnukvóta félags- ins til hrognatöku og frystingar á hrognum fyrir markaði í Japan og Austur-Evrópu. - shá Loðnuvertíð HB Granda lokið: Allur aflinn fór til hrognatöku KÝPUR, AP Líkið af Tassos Papa- dopoulos, fyrrverandi forseta Kýpur, fannst á mánudag í grunnri gröf í kirkjugarði í úthverfi höfuðborgarinnar Nikosíu. Líkinu var stolið úr öðrum kirkjugarði þann 11. desember síðastliðinn, þegar ár var liðið frá því hann lést úr lungna- krabbameini. Rannsóknir á erfðaefni líksins staðfestu að það er af Papado- poulos. Ekki er vitað hvers vegna líkinu var stolið. Líkið fannst eftir að nafnlaus ábending hafði borist lögreglu. - gb Líkfundur á Kýpur: Lík fyrrverandi forseta fundið FOTINI PAPADOPOULOS Ekkja forsetans fyrrverandi ræddi við fjölmiðla. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Frestur til að sækja ráð- herra til saka vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins rennur út í lok þessa árs, að mati Helga Magnúss Gíslasonar, sak- sóknara efnahagsbrota og for- manns Ákærendafélags Íslands. Hafi ráðherra bakað almenn- ingi tjón með vanrækslu í starfi skal hann dæmdur til refsingar samkvæmt lögum um ráðherra- ábyrgð, en Alþingi þarf að sam- þykkja ályktun um málshöfðun gegn einstökum ráðherrum. - þþ Ákærur á hendur ráðherrum: Frestur rennur út í lok ársins AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 09.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 229,3005 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,82 128,44 191,12 192,04 173,48 174,46 23,310 23,446 21,530 21,656 17,840 17,944 1,4237 1,4321 195,30 196,46 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.