Fréttablaðið - 10.03.2010, Síða 43

Fréttablaðið - 10.03.2010, Síða 43
MIÐVIKUDAGUR 10. mars 2010 23 Meistaradeildin í fótbolta Arsenal-Porto 5-0 1-0 Nicklas Bendtner (10.), 2-0 Nicklas Bendtner (25.), 3-0 Samir Nasri (63.) 3-0 Emmanuel Eboue (66), 4-0 Nicklas Bendtner (víti 91.) Arsenal vann samanlagt 6-2. Fiorentina-Bayern Munchen 3-2 1-0 Juan Vargas (28.), 2-0 Stevan Jovetic (54.), 2-1 Mark van Bommel (60.), 3-1 Stevan Jovetic (64.) 3-2 Arjen Robben (65.) Bayern fer áfram á fleiri útivallarmörkum. Enska úrvalsdeildin Sunderland-Bolton 4-0 1-0 Fraizer Campbell (1.), 2-0 Darren Bent (64.), 3-0 Darren Bent (víti 74.), 4-0 Darren Bent (88.) Grétar Rafn Steinsson byrjaði hjá Bolton. Portsmouth-Birmingham 1-2 0-1 Cameron Jerome (16.), 0-2 Cameron Jerome(42.), 1-2 Kanu (90.) Hermann Hreiðarsson byrjaði hjá Portsmouth. N1 deild kvenna í handbolta Fram-Fylkir 31-26 (17-10) Mörk Fram: Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6, Stella Sigurðardóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Anna Guðmundsdóttir 3, Anna Friðriksdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Guðrún Hálfdánsdóttir 1, Marthe Sördal 1. Mörk Fylkis: Sunna Jónsdóttir 12, Sunna María Einarsdóttir 4, Anna Sif Gunnarsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 2, Ela Koval 1, Hanna Sigurjónsdóttir 1, Elín Jónsdóttir 1, Laufey Guðmundsdóttir 1, Guðrún Ósk Maríasdóttir 1. Leiknum var flýtt vegna þátttöku Fram í Evrópukeppni kvenna. ÚRSLIT Í GÆR 000.000 150.000.000 +1.630.000.000 Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is Fyrsti vinningur stefnir í 150 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 1.630 milljónir. ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 10. MARS 2010 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 FÓTBOLTI Danski sóknarmaðurinn Nicklas Bendtner klúðraði dauðafærum eins og enginn væri morgundagurinn í deildarleik Arsenal gegn Burnley um síðustu helgi. Hann var samt sem áður í byrjunarliðinu í gær þegar Arsenal tók á móti Porto í síðari viðureign liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það hló enginn að Bendtner í gær, hann launaði stjóra sínum svo sannarlega traustið og skoraði þrennu í leiknum. Fyrri leikurinn endaði með 2-1 sigri Porto og því ljóst að Arsenal þurfti að sækja. Það gerði liðið svo sannarlega og hóf leikinn gríðarlega vel með sínum margrómaða stórskemmtilega sóknarleik. Bendtner braut ísinn strax á tíundu mínútu og kom heimamönnum verðskuldað yfir. Andrei Arshavin átti reyndar að vera dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins en flaggið fór ekki á loft. Arsenal lét kné fylgja kviði og Bendtner bætti við öðru marki á 25. mínútu eftir rússneska rispu frá Arshavin. Enska liðið var mjög óheppið að ná ekki að bæta við þriðja markinu fyrir hálfleik. Miðja Portúgalanna réði ekkert við hraða þeirra rauðklæddu sem gerðu út um leikinn með tveim- ur mörkum með stuttu millibili í seinni hálfleik. Samir Nasri skor- aði fallegt mark sem hann átti sjálfur með húð og hári og vara- maðurinn Emmanuel Eboue kom Arsenal í 4-0 eftir skyndisókn. Bendtner innsiglaði svo þrennu sína með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma og Arsenal flaug áfram í átta liða úrslitin með þessum glæsilega stórsigri. Ítalska liðið Fiorentina var í sömu stöðu og Arsenal fyrir seinni leik sinn. Liðið fékk Bayern München í heimsókn eftir að þýska liðið hafði unnið fyrri leikinn 2-1 í Þýskalandi. Þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum komst Fiorentina yfir með marki Juan Vargas. Hans-Jörg Butt í marki Bayern hefði átt að gera betur. Hann hélt ekki boltanum eftir skot og væng- maðurinn frá Perú refsaði honum fyrir það. Í seinni hálfleik kom marka- regn. Svartfellingurinn Stevan Jovetic bætti við marki fyrir Fior- entina en Mark van Bommel svar- aði strax með hnitmiðuðu skoti og staðan í einvíginu orðin hnífjöfn. Jovetic skoraði þá aftur og heima- menn komnir í 3-1. Þá var komið að Hollendingnum Arjen Robben sem skoraði stórfallegt mark meðan áhorfendur voru enn að fagna markinu á undan. Fiorentina vann leikinn 3-2 en samanlögð úrslit 4-4 og Þjóðverjarnir fögnuðu í leikslok enda komust þeir áfram á fleiri útivallarmörkum. elvargeir@frettabladid.is Bendtner launaði traustið Nicklas Bendtner skoraði þrennu fyrir Arsenal sem komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Bayern München komst áfram á útivallarmörkum. SKÚRKURINN VARÐ HETJA Nicklas Bendtner fór illa með mörg dauðafæri um síðustu helgi en bætti fyrir það með þrennu í gær. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.