Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 42
22 10. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Vináttulandsleikirnir við heims, Ólympíu- og Evrópu- meistara Frakka í apríl fara ekki fram í Egilshöllinni þar sem kostnaður við flutning og leigu á áhorfendapöllum er alltof mikill. „Kostnaðurinn við að leigja þessar stúkur er á milli ellefu og tólf milljónir. Hugmyndin er alls ekki slæm en stúkurnar þyrftu að vera til í landinu ef þetta ætti að geta gengið,“ segir segir Einar Þorvarðarson, framkvæmda- stjóri HSÍ. - óój Frakkaleikirnir ekki í Egilshöll: Var alltof dýrt FRÁBÆRIR Frakkar eru handhafar allra titla í handboltanum. MYND/DIENER FÓTBOLTI „Hann er ógnvænlegur maður, meint á jákvæðan hátt,“ segir David Beckham um Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester Unit- ed. Beckham leikur í kvöld sinn fyrsta leik á Old Trafford síðan hann var seldur til Real Madrid árið 2003. Beckham hefur fyrirgefið Ferguson eftir atvikið fræga þegar sá gamli sparkaði í skó sem lenti rétt fyrir ofan auga hans. Sauma þurfti nokkur spor. „Það verður gaman að hitta hann aftur. Hann hefur verið mik- ill áhrifavaldur í lífi mínu og hann var mér sem faðir þegar ég var hjá Man United. Ég verð alltaf þakk- látur fyrir það,“ sagði Beckham sem er nú í herbúðum AC Milan á lánssamningi frá LA Galaxy. Beckham og félagar eiga erfitt verkefni fyrir höndum að reyna að komast í átta liða úrslit Meistara- deildarinnar enda unnu Englands- meistararnir fyrri leikinn á Ítalíu 3-2. „Það er mjög erfitt að sækja sigur á Old Trafford en ég er í fót- boltanum til að takast á við áskor- anir. Ég vona svo sannarlega að ég fái tækifæri í þessum leik,“ sagði Beckham sem var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum. Wayne Rooney æfði með Unit- ed í gær og verður með í kvöld en hann hefur átt við smávægi- leg meiðsli að stríða. Ryan Giggs hefur enn ekki jafnað sig á meiðsl- um og þá verður Michael Carrick ekki með vegna leikbanns. United hefur aldrei dottið út eftir að hafa unnið fyrri leikinn á útivelli í Evr- ópukeppni. Hinn leikur kvöldsins í Meist- aradeildinni er ekki síður athygl- isverður. Lyon heimsækir Real Madrid eftir að hafa unnið fyrri leikinn 1-0. „Við skoruðum ekki í fyrri leiknum en nú erum við á heimavelli. Við munum leggja okkur alla fram frá fyrstu mín- útu til síðustu og sýna þeim hverj- ir ráða ferðinni,“ sagði Cristiano Ronaldo sem er bjartsýnn fyrir leikinn. „Ég vonast eftir góðum stuðn- ingi áhorfenda. Þeir voru frábær- ir gegn Sevilla og verða vonandi ekki síðri í þessum leik. Lyon er með líkamlega sterkt lið og þetta verður alls ekki auðvelt,“ sagði Ronaldo. Þess má til gamans geta að Real Madrid hefur unnið alla heimaleiki sína í spænsku deild- inni í vetur. - egm David Beckham mætir aftur á Old Trafford í kvöld þegar AC Milan reynir að snúa við úrslitunum á Ítalíu: Ferguson er eins og ógnvænlegur faðir FAÐIR OG SONUR David Beckham og Sir Alex Ferguson hittast aftur í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY > Helena var valin best Helena Sverrisdóttir hefur verið valin besti leik- maður Mountain West-deildarinnar í bandaríska háskólakörfuboltanum og komst auk þess í lið ársins annað árið í röð. Helena er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu TCU sem er kosinn leikmaður ársins en hún átti frábært tímabil sem leiðtogi besta liðs deildarinnar en hún var eini leikmaðurinn í Mountain West- deildinni sem komst inn á topp fimmtán í fjórum tölfræðiþáttum. Helena var númer tvö í stoðsendingum (5,3 í leik), númer þrjú í stolnum boltum (2,3), númer sex í fráköstum (6,6) og númer níu í stigaskorun (13,6). „Það styttist í að mann fari að kitla í tærnar fyrst snjórinn er farinn,“ segir Bjarki Gunnlaugsson sem segir alls ekki ólíklegt að hann verði í eldlínunni í Pepsi-deildinni í sumar. „Maður sér til hvort og hvenær greddan kemur aftur. Miðað við fyrri ár eru meiri líkur en minni á að hún komi. Það er best að sleppa öllum yfirlýsingum, ég byrjaði á þeim 2002 og nú er komið 2010,“ segir Bjarki. „Fótboltinn hefur verið stór hluti af manni öll þessi ár svo það er erfitt að slíta sig frá þessu. Ég fer ekkert í þetta samt nema það sé 100 prósenta hugur á bak við það og skrokkurinn líka. Þetta er krefjandi.“ Bjarki segist vera í fínu standi, hafi mætt á eina og eina æfingu og æfi þar að auki sjálfur aukalega. Arnar bróðir hans gekk til liðs við nýliða Hauka snemma vetrar þar sem hann er spilandi aðstoðarþjálfari. Bjarki segir að Arnar hafi alveg þrýst aðeins á sig að koma í Hafnarfjörðinn. „Hann gerir það. Það er erfitt að slíta eineggja tvíbura í sundur. Það eru samt engar viðræður í gangi við neitt lið, við sjáum bara hvort greddan komi eða ekki. Arnar er búinn að vera flottur hjá Haukum, hann er duglegur kallinn,“ segir Bjarki sem mætti á eina æfingu hjá Breiðabliki fyrir nokkrum vikum. Hann er greinilega hrifinn af Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Blika. „Ég hafði mjög gaman af þessari æfingu. Þetta eru hörkustrákar og svo er mjög góður þjálfari þarna líka. Það eru ekki margir þjálfarar á Íslandi í dag sem eru með svona fótboltalega hugsun og pælingar. Hitt er ekkert mál, að stilla upp í varnarbolta og spila.“ Bjarki segir það ekki koma til greina að spila utan efstu deildar ef hann ákveður að taka slaginn í sumar. „Maður er alltaf með einhverjar grillur í hausnum að enda þetta eins og maður,” segir Bjarki Gunnlaugsson. BJARKI GUNNLAUGSSON: HEFUR ENN EKKI TEKIÐ FÓTBOLTASKÓNA AF HILLUNNI EN TELUR LÍKLEGT AÐ ÞAÐ GERIST Það er erfitt að slíta eineggja tvíbura í sundur 1.780.0 F í t o n / S Í A BRUNAÐU Á Á MILLJÓNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.