Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 26
 10. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● fermingar Fermingin er stór dagur í lífi okkar flestra og lifir lengi í minningunni. Þeirri minningu er gjarnan haldið á lofti með fermingarbarnamótum víða um land. Árgangur 1964 í Neskaupstað hittist á fermingarbarnamóti árið 2008 þegar hann átti 30 ára ferm- ingarafmæli. „Við fermdumst 30. apríl árið 1978. Þetta var frekar stór hópur eða um 40 krakkar og var fermt bæði fyrir og eftir hádegið,“ segir Eysteinn Þór Kristinsson, einn þeirra heimamanna sem skipu- lagði mótið. Hópurinn hefur hist þegar fermingarafmælið hittir á tug og segir Eysteinn ríka hefð í Neskaupstað fyrir því að ferming- arbörn haldi hópinn. „Við héldum okkar mót um sjó- mannadagshelgina og þá voru aðrir fimm árgangar í bænum á ferm- ingarbarnamóti. Það var vel mætt þótt hópurinn sé dreifður um allt land og allan heim og þarna komu krakkar sem maður hafði ekki séð í þrjátíu ár en við buðum líka krökk- um sem voru með okkur í skóla en fermdust ekki með hópnum. Við settum mótið uppi á mjöl tönkunum við Síldarverksmiðjuna þar sem er gott útsýni yfir bæinn og borðuð- um saman tvö kvöld. Heimsóttum gamla skólann okkar og kirkjuna og hittum séra Svavar Stefánsson sem fermdi okkur.“ Þegar Eysteinn er beðinn að rifja upp fermingardaginn segir hann daginn nokkuð venjulegan í minningunni en bjartan og falleg- an. Haldin var kökuveisla heima í stofu og fermingarpeningarnir notaðir til kaupa á skrifborði. Ey- steinn segir hópinn halda áfram að hittast á tíu ára fresti og rifja upp gamla tíma enda góðan hóp. „Mótið tókst mjög vel og við ætlum okkur líka að smala fólk- inu saman einhvern sumardaginn á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir búa þar,“ segir Eysteinn. „Það sem er svo sérstakt og yndislegt við þennan hóp er að þau höfðu fyrir því að leita okkur uppi sem vorum flutt burt,“ segir Bryndís Baldursdóttir en hún flutti frá Neskaupstað tíu ára og fermd- ist því ekki með bekkjarfélögun- um. Hún segir svona samkomur hafa mikið gildi fyrir hópinn og sérstaklega brottflutta sem bera enn þá sterkar taugar til heima- haganna. „Ég saknaði alltaf félaganna og þess að búa á staðnum. Þarna var mér tekið eins og týndu systurinni og fékk að heyra allar skemmti- legu sögurnar sem ég hafði misst af. Það hefur mikið að segja, þá finnur maður fyrir því að maður á enn þá rætur á staðnum.“ - rat ● ÍSLENSKT ÞEMA Í VEISL- UNA Þjóðlegt þema virðist eiga upp á pallborðið þessa dagana og gaman að leika sér að því að láta veisluna líta út fyrir að vera nógu „ís- lenska“. Klassískt ráð er að skreyta með borðum af íslenska fánanum sem fást til að mynda í bókabúð- um. Einnig mætti blása upp blöðrur í fánalitunum – rauðum, bláum og hvítum og skreyta. Þá eru til serv- íettur með lopapeysumynstri sem og kerti. Gömlu fallegu þjóðbún- ingadúkkurnar eru líka alltaf skemmtilegar og þannig mætti fá lánað- ar nokkrar slíkar í íslenskum búningi og stilla þeim upp á veisluborðið. Hluti fermingarbarnanna 30. apríl árið 1978 en fermt var bæði fyrir og eftir hádegi. Eysteinn er 3. frá vinstri í fremstu röð. MYND/ÚR EINKASAFNI Hópurinn hittist á 30 ára fermingarafmælinu árið 2008. Eysteinn stendur lengst til hægri í 3. röð og Bryndís Baldursdóttir í miðið í bleikri peysu. MYND/EYSTEINN ÞÓR KRISTINSSON Fermingarbarnamót styrkja tengsl ● AFÞREYING FYRIR YNGSTA FÓLKIÐ Yngstu kynslóðinni getur farið að leiðast þófið í ferm- ingarveislum, sérstaklega þegar sækja þarf fleiri en eina sama daginn. Veislu- haldarar ættu að hafa í huga að hafa eitthvert afþreyingarefni eða fönd- ur í boði fyrir minnstu fermingargestina og vera búnir að undirbúa eitthvert horn eða afdrep þar sem hægt er til að mynda að lita, skoða myndabækur og annað slíkt. Þannig er hægt að hvetja börn í veislunni til að lita mynd og gefa svo fermingarbarninu teikninguna í lok veislunnar, um leið og fullorðna fólkið skrifar í gestabókina. ● HEILAGT ALTARISBRAUÐ Orðið obláta er komið úr latínu og merkir „fórn“ eða „hið framborna“. Alt- arisbrauðið vísar til brauðsins sem Jesús Kristur braut með lærisveinum sínum við síðustu kvöldmáltíðina. Altarisbrauðið var bakað í sérstök- um bakstursjárnum og ekki höfðu allir leyfi til að baka altarisbrauð. Hér á landi voru altarisbrauð bökuð á prestsetrinu allt til síðari hluta 19. aldar og jafnvel lengur. Oblátur voru hins vegar ekki bakaðar á Íslandi heldur keyptar frá Danmörku. Annað heiti brauðsins er hostia. Það merkir sáttafórn eða friðþæg- ingarfórn og minnir á fórn Krists til sáluhjálpar. Á vefnum www.kvi.annall.is er að finna bæði fróðleik um altarisbrauð og uppskrift þar sem segir að í altarisbrauðið skuli notað heilhveiti, hveiti og ölkelduvatn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.