Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 18
18 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Oft er því haldið fram að í hraða nútímasamfélagsins gefist lítill tími til að huga að náunganum. Vissulega er samfé-lagið gerbreytt frá því sem var, jafnvel fyrir aðeins hálfri öld þegar mun stærri hluti daglegs lífs kvenna og barna fór fram inni á heimilinu. Stuðningur við þá samborgara sem á liðsinni þurftu að halda var þá að langstærstum hluta í höndum heimavinnandi kvenna. Margt er nú breytt. Þorri kvenna er á vinnumarkaði og margt af því sem áður var í höndum húsmæðra er nú hluti heilbrigðis- og tryggingakerfis. Því fer þó fjarri að hver og einn lifi bara í sínum kassa og láti sig samborgarana engu varða. Allt í kringum okkur er fólk sem notar frítíma sinn til þess að leggja eitthvað af mörkum til þess að bæta líf meðborgara sinna. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í fimmta sinn í gær. Markmiðið með veitingu verðlaunanna er einmitt að beina kast- ljósinu að verkum þessa fólks, öllum þeim góðu og kærleiksríku verkum sem unnin eru víða í samfélaginu. Samfélagsverðlaununum er ætlað að vera hvatning til allra þeirra fjöldamörgu sem leggja aðeins meira af mörkum til samfé- lagsins en við gerum vel flest. Sömuleiðis er þeim ætlað að beina kastljósinu að þessum verkum meðal annars með það fyrir augum að þau verði öðrum til eftirbreytni. Frá upphafi hefur verið leitað til lesenda Fréttablaðsins og óskað eftir tilnefningum. Þeir hafa brugðist vel við og sent inn mikinn fjölda tilnefninga. Hafi þeir þökk fyrir. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru veitt í fjórum flokkum. Fimm samtök og einstaklingar eru útnefnd af dómnefnd í hverjum þessara flokka. Auk þess eru veitt heiðursverðlaun. Í gær var því 21 aðili, einstaklingar, samtök og stofnanir, heiðraður í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Sjálf Samfélagsverðlaunin féllu í skaut Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Meirihluti starfs björgunarsveitanna fer fram innanlands en Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er þó til taks þegar neyðarástand skapast í öðrum löndum. Sú sveit uppskar aðdáun ekki bara hér á landi heldur víða um lönd þegar hún brást skjótt við eftir jarðskjálftana á Haítí í janúar síðastliðnum. Hvunndagshetjan í ár er André Bachmann sem glatt hefur sam- ferðafólk sitt í áratugi. Einkum er hann heiðraður fyrir framgöngu sína við að halda á hverju ári jólaskemmtun fyrir fatlaða þar sem vinsælustu skemmtikraftar þjóðarinnar koma fram. Verðlaun í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar féllu í skaut Gauraflokksins í Vatnaskógi en drengjum með ADHD býðst sumar- búðadvöl í sérstökum flokki fyrir kraftmikla stráka. Í flokknum Til atlögu gegn fordómum hlaut Hugarafl verðlaun- in. Í Hugarafli starfa saman á jafnréttisgrundvelli notendur geð- heilbrigðisþjónustunnar sem eru í bata og fagfólk. Heiðursverðlaunin hlaut Jón Böðvarsson sagnfræðingur, kenn- ari og sögumaður fyrir ómetanlegt framlag sitt við að kynna Íslendingasögur fyrir samborgurum sínum. Í hraða nútímans er mikilvægt að staldra við og skoða það sem vel er gert. Samfélagsverðlaunin eru vettvangur til þess. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins: Góðum verkum haldið á lofti STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrif- ar um fjölmiðla Rétt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna voru settar á flot alls konar vitleysis- sögur um gang viðræðna í London. Því var ranglega haldið fram að stjórnar- andstaðan hefði komið í veg fyrir að lagt yrði fram nýtt tilboð. Og einnig að til hefði staðið að undirrita nýja samninga en stjórnarandstaðan hefði komið í veg fyrir það. Það var fjarri lagi enda hefur lítið þokast frá því að viðsemjendur okkar sendu frá sér tilboð sem allir flokkar telja óásættanlegt. Þó tók forsætis- ráðherra upp á því kvöld eitt, rétt fyrir atkvæða- greiðsluna, og lýsti því yfir að útlit væri fyrir að samningar gætu tekist það sama kvöld. Þetta kom öllum í opna skjöldu, ekki hvað síst samninga- mönnunum. Aðalútspil fjármálaráðherra fyrir atkvæða- greiðsluna var að lýsa því yfir á blaðamannafundi að einhverjir í samningaliðinu vildu ekki semja. Að því búnu hljóp hann út. Það dugði til að setja af stað alls konar getgátur þangað til fullyrðingin var meira og minna dregin til baka. Allt gengur út á að „hanna“ umræðu og atburðarás án tillits til raunveruleik- ans. Nú virðast ráðherrarnir tveir róa að því öllum árum að losna við samráð við stjórnarandstöðuna og kenna um leið stjórnarandstöðu um að hlaupast undan merkjum. Fáeinir blaðamenn, sem lýst hafa sig eindregna stuðningsmenn ríkisstjórnar- meirihlutans í Icesave-málinu, virðast líta á það sem hlutverk sitt að hafa áhrif á atburðarásina fremur en að segja frá henni. Síðast rakst ég á klausu í dagblaði sem var upp- spuni frá rótum. Klausan átti að lýsa ummælum formanns samninganefndarinnar um nálgunina í viðræðunum og mig. Þar var ekki eitt satt orð og raunar um fullkomin öfugmæli að ræða. Eigi að takast að leysa Icesave-málið sómasamlega verða allir stjórnmálaflokkar að vinna saman að lausn þess á rökréttan hátt með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi í stað þess að láta hagsmuni flokka eða óvild í garð annarra ráða för. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. „Fréttir“ SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Áhyggjur Viðskiptaráð Íslands hefur áhyggjur af hækkun fjármagnstekjuskatts í átján prósent. Fjármagnstekjur séu enda „kvikur skattstofn“ sem auðvelt er að flytja á milli landa. Fjármagnstekjuskattur var lengst af tíu prósent á Íslandi, þar til hann var hækkaður upp í fimmtán prósent í fyrra. Tíu prósent var lágt hlutfall miðað við önnur lönd. Og þótt fjármagnstekjuskatturinn hafi hækkað getum við svo sem huggað okkur við að hann er þó ekki hærri en á Bretlandi og Spáni og lægri en á Írlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi og Kanada. Svo nefnd séu nokkur lönd sem við berum okkur stundum saman við. Tilraunir Í gær birtust í Viðskiptablaðinu, aðra vikuna í röð, nokkrar heilsíðuaug- lýsingar þar sem útgerðarfyrirtæki mótmæltu fyrningarleið ríkisstjórnar- innar. Það kemur ekki á óvart enda eru miklir hagsmunir í húfi. Í einni auglýsingunni stendur að sjáv- arútvegurinn megi ekki verða tilraunadýr stjórnmálamanna. Með fyrningu aflaheimilda yrði tekin gífurleg og óþörf áhætta. Og niðurstöður þeirra Auðvitað væri slæmt ef sjávarútvegur væri ofurseldur duttlungum stjórn- málamanna. En tilraunamennska í greininni er vitaskuld engin nýlunda. Ef svo væri ekki reru menn enn til fiskjar á opnum sexæringum. Ein af afdrifaríkari „tilraunum“ sem gerðar hafa verið í sjávarútvegi hér á landi er kvótakerfið; því var enda mótmælt á sínum tíma fyrir óþarfa áhættu sem stefndi lykilgrein landsins í hættu. Og enn greinir menn á um niðurstöður þeirrar tilraunar – þess vegna er deilt um kvótakerfið. bergsteinn@ frettabladid.is Þegar nýr erfingi dönsku krún-unnar var í þann mund að koma í heiminn, fyrir nokkrum árum síðan, mátti heyra umræðu þar í landi hvort ekki væri rétt að framvegis yrði miðað við elsta barn kóngsins en ekki elsta son, þegar ákveðið skyldi hver ætti að erfa þjóðhöfðingjaembættið. Það væri, jú, misrétti að hin ófædda og fræðilega dóttir krónprinsins myndi ekki geta orðið drottning ef hann eignaðist son síðar á lífs- leiðinni. Ranglætið í örlögum þessarar hugsanlegu stúlku, sem síðan reyndist raunar vera dreng- ur var öllum auðséð. Barátta fyrir jöfnu aðgengi kvenkynsins að arfgengum punt- embættum er vissulega dæmi um ákveðna jafnréttisbaráttu, en raunar er mun réttara að tala þar einfaldlega um baráttu fyrir jafn- rétti kynjanna sjálfra. Enda snýst hún að kynin sem slík séu jöfn, fremur en að allir einstaklingar séu jafnir, óháð kyni eða öðru. Það er auðvitað sjálfsagt mark- mið að orðin „karl“ og „kona“ komi helst aldrei fyrir í lagasafn- inu. En að sjálfsögðu ætti það einnig að vera markmið að orðið „kyn“ detti þaðan út líka. Öll þau tilfelli þegar þess er krafist að gæta skuli að þessu eða hinu kynjahlutfalli á framboðslistum, vinnustöðum, stofnunum, náms- brautum eða í stjórnum fyrir- tækja geta nefnilega líka leitt til mismununar. Í hvert skipti sem einhver fær vinnu eða hærra sæti á framboðslista en hann eða hún ella hefði fengið, vegna kyns, þá eru menn auðvitað að mismuna einstaklingum, þó svo að jafnað- ar milli „kynjanna“ sé gætt. Það er ekki þar með sagt að sértækar aðgerðir í þágu jafnað- ar séu gagnslausar. Það má meira en vel vera að sum fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök, sjái hag sinn í því að laga kynjahlut- föll með slíkum aðgerðum. Það er ekki nema eðlilegt að leikskól- ar reyni að laða að unga karl- menn, að verk- og tæknigreinar reyni að auka hlut kvenna og að stjórnmálaflokkar freisti þess að hafa sem jöfnust kynjahlut- föll á framboðslistum. Allt þetta er umræddum aðilum sjálfum til góða. Karlkyns leikskólakennarar skapa börnum fyrirmyndir og geta náð betur til sumra nem- enda, blandaðir framboðslist- ar höfða líklega til fleiri kjós- enda og það að fáar ungar konur skrái sig í sumar háskólagreinar er sterk vísbending til kennara í viðkomandi grein um að einmitt meðal kvenna liggi sóknarfærin. En það er farsælast að umræddar stofnanir, fyrirtæki eða samtök hafi sjálf sem mest frumkvæði að slíkum aðgerðum. Hagsmunirnir geta nefnilega oft togast á. Fleiri konur í verk- fræði þýða færri konur í kennslu- störfum og ekki er hægt að hafa þær væntingar til þeirra sem mennta nýja kennara að þeir sjái glaðir á eftir þeim fjölmörgu duglegu konum sem nú skrá sig í kennaranám ár hvert. Öllum má þó vera ljóst að mis- munun í þágu jafnaðar sé samt mismunun. Í tveggja ára göml- um jafnréttislögum er raunar tekið fram að svokallaðar sér- tækar aðgerðir teljist ekki brjóta í bága við lögin. Án slíks ákvæð- is er borðliggjandi að umrædd- ar aðgerðir teldust ólöglegar. En þótt til efs sé hvort yfirhöfuð ætti að leyfa slíka sértæka mis- munun, þá er það engu að síður ljóst að meginregla jafnréttis- laganna er, eða allavega ætti að vera, sú að kyn einstaklinga eigi ekki að skipta þá eða aðra máli. Séu á þessu gerðar undantekning- ar ættu umrædd úrræði að vera eins afmörkuð, tímabundin og óíþyngjandi og mögulegt er. Því miður virðist þessi túlkun jafn- réttislaganna þó ekki vera ríkj- andi meðal þingmanna. Nýverið ákvað Alþingi til dæmis að í fimm manna stjórnum íslenskra fyrirtækja ættu að vera tvær konur og tveir karlmenn. Fyrirtækin sjálf og eigendur þeirra fá svo náðarsamlega að ráða hvort kynið skuli skipa sein- asta sætið. Hér er um að ræða eins almenna aðgerð og hugsast getur, ákvæðið er ótímabund- ið og snýr að öllum fyrirtækj- um landsins nema þeim allra, allra minnstu. Þótt allir hafi sína drauma, og um gildi jafnrétt- is þurfi ekki að deila, ætti þing- ið að gæta hófs þegar kemur að því að skipa mönnum og konum fyrir varðandi það hver megi og megi ekki sitja í stjórnum félaga og fyrirtækja. En slíkrar hófsemi gætir ekki á Alþingi nú um stund- ir. Það er miður. Misjöfnun PAWEL BARTOSZEK Í DAG | Jafnrétti En þótt til efs sé hvort yfirhöf- uð ætti að leyfa slíka sértæka mismunun, þá er það engu að síður ljóst að meginregla jafn- réttislaganna er, eða allavega ætti að vera, sú að kyn ein- staklinga eigi ekki að skipta þá eða aðra máli. fermingar- undirbúningur! Sálmabækur Verð áður kr. 1.730 SkeifunNi 11 104 Reykjavík S. 533 1010 Frábært verð á blekhylkjum, kartoni, ljós- myndapapPír, umslög um og öðru fyrir fermingar- undirbúninginN. Sjáðu verð dæmi Spara spara nú 1399,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.