Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 16
16 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hulda Jónsdóttir, fiðluleik- arinn ungi sem stundar nám við Juilliard í Banda- ríkjunum, fékk styrk til frekara náms úr minning- arsjóði Gunnars Thorodd- sen. Hulda segir Íslendinga trúlega eiga furðu marga fulltrúa í skólanum, miðað við höfðatölu, einn í hverri deild. Námið sé dýrt og styrkurinn komi sér vel. „Allt hjálpar til og svo er náttúr- lega mikill heiður að vera valin,“ segir Hulda Jónsdóttir, fiðluleikari á 19. aldursári sem stundar nám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York í Bandaríkjunum. Hún hlaut í vikunni 400 þúsund króna styrk ur minningarsjóði Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi borg- arstjóra og forsætisráðherra, til frekara náms í fiðluleik við skól- ann. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri afhenti Huldu styrk- inn í Höfða. Styrkveitingin er sú tuttugasta og fjórða sem veitt er úr sjóðnum, en styrkþegar hafa bæði verið félagasamtök og einstaklingar sem hafa starfað að mannúðar-, heilbrigðis- og menningarmálum. Í umfjöllun Reykjavíkurborgar um styrkveitinguna kemur fram að Hulda hafi komið fram á tón- leikum með virtum tónlistarmönn- um bæði hér heima og erlendis og hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal verðlaun í einleikara- keppni á vegum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og Listaháskólans árið 2008. Fram kemur að Hanna Birna hafi við afhendingu styrksins sagt Huldu eiga framtíðina fyrir sér í tónlistinni og að hún væri einstak- lega vel að styrknum komin. Styrk- veitingin væri þakklætisvottur fyrir framlag hennar til íslenskr- ar tónlistar, en um leið styrkur til að feta nýjar brautir í tónlistinni. Hulda hóf nám í Juilliard-tónlist- arháskólanum í fyrrahaust og er að klára fyrsta ár af fjórum í BA námi. Hún segir styrkinn nú skipta allnokkru máli, enda kosti töluvert að stunda nám í skólanum, sem er einn sá virtasti í heimi. Hún seg- ist standa straum af kostnaðinum með blöndu af styrkjum frá skólan- um sjálfum, styrkjum hér heima, námslánum og framlagi frá for- eldrum sínum. Nokkrir Íslendingar hafa stund- að og stunda núna nám við Juill- iard. „Og miðað við höfðatölu eru það örugglega ótrúlega margir. Núna erum við ein í hverri deild, sem hefur aldrei gerst áður. Venju- lega hafa þetta allt verið tónlist- arnemendur. Íslendingar eiga því nokkuð marga fulltrúa hérna miðað við margar aðrar þjóðir.“ Hulda býr á heimavist skólans og kveður nóg við að vera námsins vegna. Lítið sé því um að nemend- ur komi fram utan viðburða sem skólinn stendur að sjálfur. „Og raunar mega fyrsta árs nemend- ur ekki taka að sér verkefni utan skólans, en á öðru ári má eitthvað fara að vinna fyrir sér. En þetta er svo erfitt nám að fólk er lítið í ein- hverju öðru.“ Að námi loknu segir Hulda óráð- ið að mestu hvað taki við. Mögu- lega bæti hún við sig mastersgráðu og sjái svo til hvernig málin þró- ist. Í öllu falli sjái hún þó fyrir sér feril í tónlist. „Jájá, vonandi alla- vega. Maður væri varla að leggja þetta á sig annars.“ olikr@frettabladid.is Styrkurinn skiptir máli enda námið dýrt LEIKIÐ FYRIR GESTI Hulda Jónsdóttir fiðluleikari spilaði verk eftir Bach fyrir gesti í Höfða á þriðjudag eftir að hafa veitt móttöku styrk úr minningarsjóði Gunnars Thor- oddsen. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Jú, þetta er nýyrði,“ segir Katr- ín Anna Guðmundsdóttir, baráttu- kona fyrir jafnrétti kynjanna, um titilinn sem hún ber í símaskránni – jafnréttishönnuður. Katrín er jafnframt höfund- ur hugtaksins. Hún segir hug- myndina að því komna úr tveimur áttum. „Árið 2003 kom Margareta Winberg, sem þá var varaforsætis- ráðherra Svíþjóðar, til Íslands og hélt erindi um jafnrétti í Norræna húsinu. Í ræðu sinni nefndi hún að við þekktum í raun ekki heim jafn- réttis, því við búum ekki í honum. Jafnrétti væri því eitthvað sem við þyrftum að búa til, eins og tölvu eða hverja aðra afurð. Síðan gáfu vinkona mín, Sólveig Stefáns- dóttir, grafísk- ur hönnuður, og maðurinn henn- ar, Valdór Gíslason arkitekt, út rit sem hét Hönnun til framtíðar. Þar var fjallað um mikilvægi hönnun- ar í framtíðarskipulagi þjóða og hvað hönnunarvitund skipti miklu máli á öllum sviðum til að móta það samfélag sem við sækjumst eftir. Úr þessum tveimur hugmyndum setti ég saman hugtakið jafnréttis- hönnun. Það felur í sér að jafnrétti er eitthvað sem við þurfum búa til, við þurfum að hafa fyrir því og úthugsa það vel og skipulega.“ Að sögn Katrínar Önnu getur hver sem er tekið upp titilinn jafn- réttishönnuður – svo framarlega sem viðkomandi er umhugað um að stuðla að jafnrétti. - bs Nýjum titlum fjölgar í símaskránni: Titlar sig jafnréttishönnuð ■ Hákarl hefur verið nefndur ýmsum nöfnum á íslensku. Meðal þeirra eru: axskeri, blágot, blápískur, brettingur, deli, got, grágot, gráni, hafkerling, háskerð- ingur, hvolpur, raddali, rauðgot, skauli, skerill, skufsi. ★Deli var haft um stutta digra hákarla, dusi um stóran hákarl, gotungur um feitan hákarl, lopi um miðlungsstóran, níðingur um hákarl sem var styttri en fimm álnir, hundur, raddali, skauli og snókur um lítinn hákarl og ælingi var haft um hákarl sem var á mörkum þess að vera talinn hirðandi. HÁKARL NÖFN SÝNA MIKILVÆGI KATRÍN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR SJÓÐURINN VAR STOFNAÐUR ÁRIÐ 1985 Minningarsjóður Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi borgarstjóra og forsætis- ráðherra, var stofnaður af hjónunum Bentu og Val- garð Briem 29. desember 1985, þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Á vef Upplýsingastofu Háskóla Íslands um nám erlendis kemur fram að sjóðurinn sé í vörslu borgarstjórans í Reykjavík, en við stofnun hans hafi verið kveðið á um að borgarstjórinn ákvæði úthlutun úr honum að höfðu samráði við Völu Thoroddsen, ekkju Gunnars heitins. Vala lést árið 2005. Fyrstir til að hljóta styrk úr sjóðnum voru þeir Jóhann Pétur Sveinsson lögfræðing- ur og Gunnar Guðbjörnsson söngvari. GUNNAR THORODDSEN „Við erum á fullu að búa til sérskreyttar ístertur, undirbúa okkur fyrir fermingarnar, sem skella á eftir hálfan mánuð, og páska. Það er mjög gaman enda mikið að gera næstu tvo mánuði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss í Hveragerði. Ofan á allt er hún á fullu að undirbúa árlegt veggspjald fyrirtækisins þar sem nýjungar sumarsins verða kynntar. Guðrún segir ísframleiðendur finna mikinn mun á veðurfari. Veturinn hafi verið góður og sala á ís því með besta móti í fyrra og á fyrstu mánuðum þessa árs. Þegar tekið hafi að snjóa fyrir hálfum mánuði hafi íssala dregist hratt saman. Í þíðunni nú hafi salan tekið kipp á ný. Reikna má með stíganda yfir sumarið sem nær hámarki í júlí. „Sumarið er okkar vertíð og því komumst við lítið í sumarfrí. Á móti gerum við okkur dagamun í góðu veðri og setjumst út stétt í hádeginu. Um miðjan ágúst dregur úr þessu enda tekur þá sumri að halla,“ segir hún og bætir við að haust og vorfrí séu mun algengari í þessum geira en öðrum. Hjá Kjörís eru 46 starfsmenn og eru karlmenn rúmur helmingur. Guðrún segir tæplega tuttugu karla taka þátt í átakinu mottu-mars sem felur í sér söfnun yfirvaraskeggs til stuðnings átakinu karlar og krabbamein. „Þetta er skemmtileg tilbreyting,“ segir Guðrún en viðurkennir að mottan fari sumum vel en öðrum illa. Í seinna tilvikinu sé þeim til happs að átakið sé í mánuð. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐRÚN HAFSTEINSDÓTTIR, MARKAÐSSTJÓRI KJÖRÍSS Ísframleiðendur fá ekki sumarfrí ■ Það getur verið bagalegt að rugla saman orðatiltækjum. Ungur maður reyndi eitt sinn að hughreysta vin sinn sem hafði verið hryggbrotinn á þá leið að það væru „fleiri stelpur í sjónum“. Fyrir nokkrum árum gáfu örlátir starfsmenn tölvuverslunar sjúkrahúsi einu leikjatölvu, tölvuleiki og mynddiska til að „stytta yngstu sjúklingunum lífið“ eins og komist var að orði í fréttatil- kynningu. Þingmaður gagnrýndi ríkisstjórnina á dögunum með þeim orðum að hún færi eins og „köttur í kringum heitan eld“. Fræg var ræða annars stjórnmálamanns, sem sagði við opnun á hjúkrunarheim- ili fyrir aldraða, að eldri borgarar vildu líka „fylgjast með tímans tönn“. Þá sagðist maður í sjónvarpsviðtali á dögunum ekki ætla að kjósa, því hann vildi ekki losa þingmenn við þeirra blóraböggla. Það er ágæt regla að nota ekki önnur orð og orðatiltæki en þau sem maður kann skil á. Ein besta leiðin til að auka orðaforðann er lestur. En munum að brennd bók forðast eldinn. TUNGUTAK Fleiri stelpur í sjónum … Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Heilbrigðiskerfið hvað! „Þetta var alveg ömurlegt og heppni í rauninni að þeir hafi ekki kálað mér með þessu rugli.“ ELÍAS BJARNHÉÐINSSON TÓNLISTARMAÐUR UM REYNSLU SÍNA AF HEILBRIGÐISKERFINU. Fréttablaðið 10. mars. Skítur á skít ofan „Við erum bara skíthrædd við þetta Baugsdæmi allt saman og ef einhver skítur kemur upp þar.“ SÆVAR JÓNSSON KAUPMAÐUR UM FÆRSLU LEONARDO Á AÐRA KENNITÖLU. DV 10. mars. Auglýsing sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis- ins um veitingu leyfa til hrefnuveiða árið 2010 Með auglýsingu þessari vill ráðuneytið gefa aðilum kost á að sækja um leyfi til hrefnuveiða en skilyrði fyrir veitingu leyfanna koma fram í reglugerð nr. 359/2009 um breytingu á reglugerð nr. 163 30. maí 1973, um hvalveiðar. Skilyrði fyrir veitingu leyfa til hrefnuveiða eru eftirfarandi: 1. Að minnsta kosti einn úr áhöfn hafi reynslu af hrefnuveiðum. Við mat á því hvort aðili hafi reynslu af hrefnuveiðum er sú krafa gerð að aðili hafi a.m.k. verið samfellt í þrjá mánuði skytta á hrefnuveiðibát. Heimilt er Fiskistofu að meta jafngilda annars- konar reynslu eða þekkingu svo að hún fullnægi áskilnaði skv. þessari grein. 2. Skyttur sem annast veiðar og afl ífun dýra skulu hafa sótt viðurkennt námskeið í meðferð skutulbyssa og sprengiskutla og í afl ífunaraðferðum við hvalveiðar. Auk þessa skal skytta hafa fullnægjandi skotvopnaleyfi . Þá er kveðið á um veiðiaðferðir og veiðibúnað sem skip sem ætluð eru til hrefnuveiða skulu vera búin í reglugerð nr. 359/2009 um breytingu á reglugerð nr. 163 30. maí 1973, um hvalveiðar með síðari breytingum. Umsóknir um leyfi til hrefnuveiða skulu sendar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út þann 10. apríl 2010. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.