Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Næringarfræðingurinn Ragnheið- ur Ásta Guðnadóttir, eða Ásta eins og hún er kölluð, leggur eins og gefur að skilja mikið upp úr hollu mataræði. Umfram allt leggur hún þó áherslu á fjölbreytni. „Ég er með fjögur börn á heimil- inu og reyni að bjóða upp á mat úr öllum fæðuflokkum og hafa jafnt fisk-, kjöt- og grænmetisrétti á borðum. Ég reyni að halda kexi og nammi í lágmarki en það er þó alveg í boði þegar tilefni er til. Hins vegar geri ég talsvert af því að draga úr sykri þegar ég baka og bæta uppskriftir með tilliti til holl- ustu eins og kostur er.“ Ásta er dugleg að elda enda hefur hún marga munna að metta. Hún segir neysluvenjur fjölskyld- unnar hollar en leggur þó áherslu á að allt sé gott í hófi og ekki sé æskilegt að vera með boð og bönn. „Neysluvenjur eru yfirleitt lærðar og börnin temja sér það sem þau eru alin upp við. Ég reyni því að beina þeim á réttar brautir og býð til dæmis alltaf upp á grænmeti með matnum.“ Fjölbreytnin fyrir öllu Matur úr öllum fæðuflokkum er í boði á heimili næringarfræðingsins Ragnheiðar Ástu Guðnadóttur. Hún reynir að hafa hollar neysluvenjur fyrir börnunum sínum en er þó ekki með boð og bönn. Arna Þórey Benediktsdóttir dóttir Ástu nælir sér í bita. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Pitsudeig 15 g pressuger 1 ¼ dl volgt vatn 3 ½ dl hveiti og heilhveiti til helminga ½ tsk. salt ½ tsk. sykur 1 ½ msk. olía Gerið mulið út í vatnið og látið standa í 10 mínútur. Hveiti, salt og sykur sett í skál og olíu og gervökva bætt út í. Látið hefast í um það bil 30 mínútur. Álegg 300 g skelfiskur (til dæmis humar og hörpu- diskur) 2 msk. hvítlauksolía (2 stk. marin hvítlauksrif og ólívuolía) 2 stk. tómatar, saxaðir 1 búnt steinselja, söxuð pitsusósa rifinn ostur sjávarsalt og pipar Ofninn hitaður í 220°C. Pitsudegið flatt út á bökunarplötu, pitsu - sósu, rifnum osti, skelfiski og tómötum dreift yfir. Kryddað með hvítlauksolíu, steinselju, salti og pipar. Bakað í 10 mínútur. Borið fram með góðu salati. SKELFISKS-PIZZA Ásta er enn í fæðingarorlofi með yngsta barnið sitt en að því loknu mun hún snúa aftur til Næringar- setursins sem hún rekur í félagi við þrjá aðra næringarfræðinga. „Við hófum starfsemina fyrir tveim- ur árum og önnumst bæði ráðgjöf og fræðslu en margt af því fólki sem kemur til okkar glímir við ofþyngd, ofnæmi og sykursýki.“ Ásta gefur lesendum uppskrift að skelfisks-pitsu en hún segir vel hægt að búa til nokkuð holla pitsu. „Ég hef heilhveiti og hveiti til helminga og vel hollt og gott álegg. Pizzan er svolítið sparileg og ef börnin setja sig upp á móti skelfisknum er auðvelt að hafa eitthvað annað á þeirra helmingi.“ vera@frettabladid.is TÚLÍPANAR af sjötíu mismunandi gerðum og tíu afbrigði af liljum verða til sýnis í Blómavali í Skútuvogi um helgina. Flest blómanna eru sérstaklega ræktuð hér á landi fyrir þessa sýningu. Sýningargestir velja fallegasta túlípanaafbrigðið á sýningunni. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 16 og opið er til 21 bæði laugardag og sunnudag. framlengt út mars Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem unna góðum mat á góðu verði. Tilvalið fyrirárshátíðina! KRYDDLEGIN KLAUSTURSBLEIKJA með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA með Madeira og grilluðum humarhölum FISKUR DAGSINS ferskasti hverju sinni, útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar (4.990 kr.) BEIKONVAFINN OG FYLLTUR FASANI með polentu og kóngasveppasósu (5.590 kr.) RIB EYE með kartöfluturni, Bearnaisesósu og steinseljurótarmauki (6.590 kr.) NAUTALUND með grænmetismósaík og blönduðum skógarsveppum (7.590 kr.) SÚKKULAÐIFRAUÐ með hindberjahlaupi, ferskum ávöxtum og passionís 1 2 3 4 VELDU MILLI FJÖGURRA AÐALRÉTTA Góð tækifærisgjöf !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.